Málverkið virðist eiga upp á pallborðið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2014 10:45 Aðalheiður Valgeirsdóttir, myndlistarmaður og listfræðingur. Vísir Samtal um málverk verður í Hafnarborg í Hafnarfirði í kvöld í tengslum við sýninguna Vara-liti sem nú stendur þar yfir. Ásamt þeim JBK Ransu myndlistarmanni og Birtu Fróðadóttur, sýningarstjóra sýningarinnar, talar þar Aðalheiður Valgeirsdóttir, myndlistarmaður og listfræðingur, sem nýlega hefur skilað af sér veigamikilli ritgerð um málverkið á 21. öldinni.Om´s friend with chained cat. Verk eftir Þórdísi Aðalsteinsdóttur.„Málverkið er mjög sýnilegt um þessar mundir og margir eru að fást við það. Ég ætla að fjalla um stöðu þess hjá yngri kynslóð málara,“ byrjar Aðalheiður þegar forvitnast er um innlegg hennar á málþinginu. „Ég gerði ritgerð um málverkið á Íslandi á 21. öld, einkum um listamenn sem hófu feril sinn um aldamótin 2000, sem sagt yngstu málarana. Þeir sem eru að sýna í Hafnarborg núna koma flestir þar við sögu, þetta small því allt óvænt saman.“ Aðalheiður segir málverkinu reglulega hafa verið hent út á gaddinn en virðist nú eiga upp á pallborðið í listheiminum. „Stundum hefur málverkið átt undir högg að sækja gagnvart vídeólist, ljósmyndum og öðrum nýrri miðlum en ungu listamennirnir binda sig ekki endilega við einn miðil og virðast nota málverkið til jafns við aðra. Gera vídeóverk í dag og málverk á morgun.“ Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Hafnarborgar, hefur umsjón með umræðunum sem hefjast klukkan 20.Hendur og naglaskraut Verk eftir Helga Þórsson á sýningunni Vara-litir sem stendur yfir í Hafnarborg. Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Samtal um málverk verður í Hafnarborg í Hafnarfirði í kvöld í tengslum við sýninguna Vara-liti sem nú stendur þar yfir. Ásamt þeim JBK Ransu myndlistarmanni og Birtu Fróðadóttur, sýningarstjóra sýningarinnar, talar þar Aðalheiður Valgeirsdóttir, myndlistarmaður og listfræðingur, sem nýlega hefur skilað af sér veigamikilli ritgerð um málverkið á 21. öldinni.Om´s friend with chained cat. Verk eftir Þórdísi Aðalsteinsdóttur.„Málverkið er mjög sýnilegt um þessar mundir og margir eru að fást við það. Ég ætla að fjalla um stöðu þess hjá yngri kynslóð málara,“ byrjar Aðalheiður þegar forvitnast er um innlegg hennar á málþinginu. „Ég gerði ritgerð um málverkið á Íslandi á 21. öld, einkum um listamenn sem hófu feril sinn um aldamótin 2000, sem sagt yngstu málarana. Þeir sem eru að sýna í Hafnarborg núna koma flestir þar við sögu, þetta small því allt óvænt saman.“ Aðalheiður segir málverkinu reglulega hafa verið hent út á gaddinn en virðist nú eiga upp á pallborðið í listheiminum. „Stundum hefur málverkið átt undir högg að sækja gagnvart vídeólist, ljósmyndum og öðrum nýrri miðlum en ungu listamennirnir binda sig ekki endilega við einn miðil og virðast nota málverkið til jafns við aðra. Gera vídeóverk í dag og málverk á morgun.“ Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Hafnarborgar, hefur umsjón með umræðunum sem hefjast klukkan 20.Hendur og naglaskraut Verk eftir Helga Þórsson á sýningunni Vara-litir sem stendur yfir í Hafnarborg.
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira