Gyllinæð sigga dögg skrifar 3. febrúar 2015 11:00 Vísir/Getty Gyllinæð getur myndast þegar einstaklingar glíma við harðlífi eða hægðartregðu og rembast mikið á salerninu við hægðalosun. Hún getur einnig myndast hjá óléttum konum, einstaklingum sem standa lengi, eru í yfirþyngd, eru með fjölskyldusögu um gyllinæð eða eru mikið að lyfta þungum hlutum. Þú getur verið með gyllinæð í langan tíma án þess að finna fyrir því. Fólk verður oft var við það þegar það fer að finna fyrir óþægindum og eða það fer að blæða við hægðalosun. Gyllinæð er æðahnútur og skiptist hann í innri og ytri gyllinæð. Helstu einkennin eru eftirfarandi:Óþægindi og sársauki í endaþarmiKláði í endaþarmiÞreifanlegur hnútur í eða við endaþarmHægðalosunarþörf sem verður vegna fyrirferðar í endaþarminumFersk blæðingar frá endaþarmi, sést ýmist á pappír þegar endaþarmurinn er þrifinn eða utan á hægðum.Vísir/GettyHvað er til ráða?Meðferð við gyllinæð fer eftir ástandi hennar. Til eru ýmsar gerðir áburða sem notaðir eru og innihalda þeir gjarnan jurtalyf. Áburðurinn eða kremið er borið á gyllinæðina með bómullarpinna eða sprautað í endaþarminn úr túpu með plaststaut. Kremin kæla og sefa með því að draga úr kláða,bólgum og flýta þannig fyrir gróanda auk þess sem þau auka blóðflæði á svæðið og flýta þannig fyrir viðgerð á vefjum.Endaþarmsstílar eru notaðir við innri gyllinæð en smyrsli eða krem ef óþægindin eru við og í endaþarmsopinu. Endaþarmsstílar eru lyfsseðilsskyldir en ýmis lyf eru fáanleg án lyfseðils sem draga úr óþægindum við endaþarmsopið. Þá getur einnig þurft að fjarlægja með skurðaðgerð en slíkt er metið af lækni og er í raun loka- og neyðarúrræði.Til að fyrirbyggja gyllinæð er mikilvægt að huga að hreyfingu og að borða trefjaríkt mataræði. Heilsa Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið
Gyllinæð getur myndast þegar einstaklingar glíma við harðlífi eða hægðartregðu og rembast mikið á salerninu við hægðalosun. Hún getur einnig myndast hjá óléttum konum, einstaklingum sem standa lengi, eru í yfirþyngd, eru með fjölskyldusögu um gyllinæð eða eru mikið að lyfta þungum hlutum. Þú getur verið með gyllinæð í langan tíma án þess að finna fyrir því. Fólk verður oft var við það þegar það fer að finna fyrir óþægindum og eða það fer að blæða við hægðalosun. Gyllinæð er æðahnútur og skiptist hann í innri og ytri gyllinæð. Helstu einkennin eru eftirfarandi:Óþægindi og sársauki í endaþarmiKláði í endaþarmiÞreifanlegur hnútur í eða við endaþarmHægðalosunarþörf sem verður vegna fyrirferðar í endaþarminumFersk blæðingar frá endaþarmi, sést ýmist á pappír þegar endaþarmurinn er þrifinn eða utan á hægðum.Vísir/GettyHvað er til ráða?Meðferð við gyllinæð fer eftir ástandi hennar. Til eru ýmsar gerðir áburða sem notaðir eru og innihalda þeir gjarnan jurtalyf. Áburðurinn eða kremið er borið á gyllinæðina með bómullarpinna eða sprautað í endaþarminn úr túpu með plaststaut. Kremin kæla og sefa með því að draga úr kláða,bólgum og flýta þannig fyrir gróanda auk þess sem þau auka blóðflæði á svæðið og flýta þannig fyrir viðgerð á vefjum.Endaþarmsstílar eru notaðir við innri gyllinæð en smyrsli eða krem ef óþægindin eru við og í endaþarmsopinu. Endaþarmsstílar eru lyfsseðilsskyldir en ýmis lyf eru fáanleg án lyfseðils sem draga úr óþægindum við endaþarmsopið. Þá getur einnig þurft að fjarlægja með skurðaðgerð en slíkt er metið af lækni og er í raun loka- og neyðarúrræði.Til að fyrirbyggja gyllinæð er mikilvægt að huga að hreyfingu og að borða trefjaríkt mataræði.
Heilsa Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið