Super Bowl leikmannakynning: Russell Wilson Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. janúar 2015 22:30 Russell Wilson hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma. vísir/getty Super Bowl, stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna á hverju ári, fer fram á sunnudagskvöldið. Þar mætast að þessu sinni ríkjandi meistarar Seattle Seahawks og þrefaldir meistarar New England Patriots. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og rétt eins og í fyrra verður mikil og flott dagskrá í kringum leikinn. Andri Ólafsson stýrir pallborðsumræðum fyrir leik, í hálfleik og eftir leik auk þess sem sérfræðingarnir koma reglulega inn í leikhléum og fara yfir gang mála. Í aðdraganda leiksins um Vísir hita vel upp fyrir leikinn, meðal annars með leikmannakynningum sem hefjast í dag. Fyrstir á dagskrá eru leikstjórnendurnir og nú er komið að Russell Wilson, leikstjórnanda Seattle Seahawks.Sjá einnig:Tom Brady Vertu með í veislunni á sunnudaginn og taktu þátt í umræðunni á Twitter með kassmerkinu #NFLÍsland. Þeir sem verða með Super Bowl-veislur eru hvattir til að senda inn myndir sem verða birtar í útsendingunni. Hver verður með bestu veisluna?Wilson ræðir við fjölmiðla í gær.vísir/gettyNafn: Russell WilsonAldur: 26 áraFrá: Cincinatti í OhioHáskóli: NC State og WisconsinNýliðaval: Valinn nr. 75 í 3. umferðHelstu afrek: Super Bowl-meistari (2013), NFC-meistari (2013 og 2014), nýliði ársins (2012), tvisvar sinnum valinn í stjörnuliðið. Russell Wilson hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma í NFL-deildinni. Eins og með Tom Brady bjóst enginn við því að hann myndi gera svona mikill usla í NFL - það er að segja enginn nema hann. Eins og Brady hefur Wilson óbilandi trú á sjálfum sér og Guð sínum, sem hann virðist stundum vera í beinu sambandi við. Wilson spilaði ekki menntaskólabolta í Cincinatti heldur fór hann í einkaskóla í Richmond í Virginíuríki. Faðir hans, lögfræðingur sem lést árið 2010, vildi bara það besta fyrir son sinn og sendi hann í skóla sem gerði hann tilbúnari fyrir háskóla. Í menntaskóla fór Wilson á kostum og var valinn í öll All American-lið sem til eru.Russell Wilson lyfti þeim stóra í fyrra.vísir/gettyAuk þess að vera öflugur í amerískum fótbolta var, og er, Wilson góður hafnaboltamaður. Hann var valinn tvisvar í nýliðavalinu í MLB-deildinni en spilaði aldrei leik. Hann ákvað þó, í janúar 2011, að fara með MLB-liðinu Colorado Rockies í æfingabúðir. Hann hafði spilað í fjögur ár með North Carolina State-háskólanum en átti eitt ár eftir þar sem hann sat á bekknum allt fyrsta árið sitt. Þjálfarinn hans var aldrei fyllilega sáttur við hvað Wilson var að spila mikinn hafnabolta og eftir mikið jappl, jaml og fuður fyrir lokaárið hans var Wilson leystur undan skólastyrk. Wilson spilaði síðasta árið sitt í háskóla með Wisconsin Badgers þar sem hann var valinn besti leikstjórnandi Big 10-deildarinnar bæði af þjálfurum hennar og fjölmiðlum. Hann setti met yfir flestar stoðsendingar á einu tímabili hjá Wisconsin og átti næst flestar í sögu Big 10.Pete Carroll hefur ekki séð eftir því að veðja á Wilson.vísir/gettyÞrátt fyrir að spila aðeins eitt ár með Wisconsin á móti fjórum með NC State kennir Wilson sig við Wisconsin-háskólann. Þegar sjónvarpsstöðin NBC kynnir byrjunarliðin í hverjum leik sem hún sýnir á sunnudagskvöldum koma leikmennirnir á skjáinn og segja hvað þeir heita og fyrir hvaða háskóla þeir spiluðu. "Russell Wilson, stoltur greifingi," segir Wilson og vitnar til Badgers, Wisconsins-liðsins. NBC sýnir einmitt Superbowl í ár þannig hægt verður að sjá þetta í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Wilson var valinn númer 75 í þriðju umferð nýliðavalsins af Seattle Seahawks sem var nýbúið að gera 20 milljóna dala samning við leikstjórnandann Matt Flynn. Það kom mörgum á óvart að Pete Carroll, þjálfari Seattle, skyldi nota valrétt sinn í þriðju umferð í annan leikstjórnanda. En Pete Carroll hefur aldrei farið hefðbundnar leiðir á sínum ferli. Og hann hélt áfram að koma á óvart þegar hann gerði nýliðann að aðalmanninum. Það heldur betur borgaði sig því Wilson fór með liðið í úrslitakeppnina á fyrsta ári, vann Super Bowl í fyrra og er kominn aftur í Superbowl núna.Wilson valdi rétt með að sleppa hafnaboltanum.vísir/gettyRétt eins og Tom Brady hefur Wilson fengið tækifæri til að blómstra í byrjun síns ferils í liði með frábæra vörn. En rétt eins og með Tom Brady skal enginn taka neitt af Wilson þó Seattle-liðið sé aðallega kennt við sína ótrúlegu vörn. Wilson er sigurvegari. Hann sendi nokkrum NFL-liðum handskrifað bréf fyrir nýliðavalið þar sem hann tjáði þeim að ef þau myndu velja hann myndu þau vinna Super Bowl. Og hann var ekkert að grínast. Wilson er sérstakur strákur sem ímyndar sér gjarnan hluti sem hann vill að gerist í framtíðinni og hingað til hefur það allt gengið upp. Nú þarf hann bara að komast í gegnum Tom Brady til að gera það aftur það sem alla dreymir um að gera einu sinni: Vinna Super Bowl.Ekki missa af Super Bowl og öllu hinu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 - allt í leiftrandi háskerpu. Kynntu þér nýja sportpakka á 365.is. NFL Tengdar fréttir Super Bowl leikmannakynning: Tom Brady Super Bowl 2015 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn. Vísir hitar upp fyrir stóru stundina. 28. janúar 2015 13:10 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Sjá meira
Super Bowl, stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna á hverju ári, fer fram á sunnudagskvöldið. Þar mætast að þessu sinni ríkjandi meistarar Seattle Seahawks og þrefaldir meistarar New England Patriots. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og rétt eins og í fyrra verður mikil og flott dagskrá í kringum leikinn. Andri Ólafsson stýrir pallborðsumræðum fyrir leik, í hálfleik og eftir leik auk þess sem sérfræðingarnir koma reglulega inn í leikhléum og fara yfir gang mála. Í aðdraganda leiksins um Vísir hita vel upp fyrir leikinn, meðal annars með leikmannakynningum sem hefjast í dag. Fyrstir á dagskrá eru leikstjórnendurnir og nú er komið að Russell Wilson, leikstjórnanda Seattle Seahawks.Sjá einnig:Tom Brady Vertu með í veislunni á sunnudaginn og taktu þátt í umræðunni á Twitter með kassmerkinu #NFLÍsland. Þeir sem verða með Super Bowl-veislur eru hvattir til að senda inn myndir sem verða birtar í útsendingunni. Hver verður með bestu veisluna?Wilson ræðir við fjölmiðla í gær.vísir/gettyNafn: Russell WilsonAldur: 26 áraFrá: Cincinatti í OhioHáskóli: NC State og WisconsinNýliðaval: Valinn nr. 75 í 3. umferðHelstu afrek: Super Bowl-meistari (2013), NFC-meistari (2013 og 2014), nýliði ársins (2012), tvisvar sinnum valinn í stjörnuliðið. Russell Wilson hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma í NFL-deildinni. Eins og með Tom Brady bjóst enginn við því að hann myndi gera svona mikill usla í NFL - það er að segja enginn nema hann. Eins og Brady hefur Wilson óbilandi trú á sjálfum sér og Guð sínum, sem hann virðist stundum vera í beinu sambandi við. Wilson spilaði ekki menntaskólabolta í Cincinatti heldur fór hann í einkaskóla í Richmond í Virginíuríki. Faðir hans, lögfræðingur sem lést árið 2010, vildi bara það besta fyrir son sinn og sendi hann í skóla sem gerði hann tilbúnari fyrir háskóla. Í menntaskóla fór Wilson á kostum og var valinn í öll All American-lið sem til eru.Russell Wilson lyfti þeim stóra í fyrra.vísir/gettyAuk þess að vera öflugur í amerískum fótbolta var, og er, Wilson góður hafnaboltamaður. Hann var valinn tvisvar í nýliðavalinu í MLB-deildinni en spilaði aldrei leik. Hann ákvað þó, í janúar 2011, að fara með MLB-liðinu Colorado Rockies í æfingabúðir. Hann hafði spilað í fjögur ár með North Carolina State-háskólanum en átti eitt ár eftir þar sem hann sat á bekknum allt fyrsta árið sitt. Þjálfarinn hans var aldrei fyllilega sáttur við hvað Wilson var að spila mikinn hafnabolta og eftir mikið jappl, jaml og fuður fyrir lokaárið hans var Wilson leystur undan skólastyrk. Wilson spilaði síðasta árið sitt í háskóla með Wisconsin Badgers þar sem hann var valinn besti leikstjórnandi Big 10-deildarinnar bæði af þjálfurum hennar og fjölmiðlum. Hann setti met yfir flestar stoðsendingar á einu tímabili hjá Wisconsin og átti næst flestar í sögu Big 10.Pete Carroll hefur ekki séð eftir því að veðja á Wilson.vísir/gettyÞrátt fyrir að spila aðeins eitt ár með Wisconsin á móti fjórum með NC State kennir Wilson sig við Wisconsin-háskólann. Þegar sjónvarpsstöðin NBC kynnir byrjunarliðin í hverjum leik sem hún sýnir á sunnudagskvöldum koma leikmennirnir á skjáinn og segja hvað þeir heita og fyrir hvaða háskóla þeir spiluðu. "Russell Wilson, stoltur greifingi," segir Wilson og vitnar til Badgers, Wisconsins-liðsins. NBC sýnir einmitt Superbowl í ár þannig hægt verður að sjá þetta í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Wilson var valinn númer 75 í þriðju umferð nýliðavalsins af Seattle Seahawks sem var nýbúið að gera 20 milljóna dala samning við leikstjórnandann Matt Flynn. Það kom mörgum á óvart að Pete Carroll, þjálfari Seattle, skyldi nota valrétt sinn í þriðju umferð í annan leikstjórnanda. En Pete Carroll hefur aldrei farið hefðbundnar leiðir á sínum ferli. Og hann hélt áfram að koma á óvart þegar hann gerði nýliðann að aðalmanninum. Það heldur betur borgaði sig því Wilson fór með liðið í úrslitakeppnina á fyrsta ári, vann Super Bowl í fyrra og er kominn aftur í Superbowl núna.Wilson valdi rétt með að sleppa hafnaboltanum.vísir/gettyRétt eins og Tom Brady hefur Wilson fengið tækifæri til að blómstra í byrjun síns ferils í liði með frábæra vörn. En rétt eins og með Tom Brady skal enginn taka neitt af Wilson þó Seattle-liðið sé aðallega kennt við sína ótrúlegu vörn. Wilson er sigurvegari. Hann sendi nokkrum NFL-liðum handskrifað bréf fyrir nýliðavalið þar sem hann tjáði þeim að ef þau myndu velja hann myndu þau vinna Super Bowl. Og hann var ekkert að grínast. Wilson er sérstakur strákur sem ímyndar sér gjarnan hluti sem hann vill að gerist í framtíðinni og hingað til hefur það allt gengið upp. Nú þarf hann bara að komast í gegnum Tom Brady til að gera það aftur það sem alla dreymir um að gera einu sinni: Vinna Super Bowl.Ekki missa af Super Bowl og öllu hinu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 - allt í leiftrandi háskerpu. Kynntu þér nýja sportpakka á 365.is.
NFL Tengdar fréttir Super Bowl leikmannakynning: Tom Brady Super Bowl 2015 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn. Vísir hitar upp fyrir stóru stundina. 28. janúar 2015 13:10 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Sjá meira
Super Bowl leikmannakynning: Tom Brady Super Bowl 2015 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn. Vísir hitar upp fyrir stóru stundina. 28. janúar 2015 13:10