Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar 2. febrúar 2015 09:34 Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. New England Patriots vann þá magnaðan fjögurra stiga sigur, 28-24, gegn Seattle Seahawks sem var að reyna að verja titil sinn frá því í fyrra. Eftir stigalausan fyrsta leikhluta fóru hlutirnir að gerast. Jafnræði var á með liðunum út leikinn og lokakaflinn var eins og í lygasögu. Patriots kemst yfir, 28-24, er tvær mínútur voru eftir af leiknum og Seattle hélt í sókn og varð að skora snertimark. Leikstjórnandi liðsins, Russell Wilson, tefldi djarft í sókninni. Kastaði löngum boltum og vildi klára dæmið sem fyrst. Seattle komst mjög nærri eftir að Jerome Kearse hafði náð á einhvern óskiljanlegan hátt að grípa boltann eftir að hafa dottið og fengið boltann í fæturna. Hlaupari liðsins. Marshawn Lynch, hlaupari liðsins, kom þeim svo alveg upp að endamarkinu skömmu síðar. Eitt skref eftir í mark og 20 sekúndur eftir. Allir héldu að Lynch myndi einfaldlega hlaupa með boltann í markið og væntanlega tryggja Seattle sigur. Þá tók liðið þá ótrúlega ákvörðun að kasta boltanum og nýliðinn Malcolm Butler refsaði þeim með því að stela boltanum og klára leikinn fyrir Patriots. Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, svekktur í leikslok.vísir/getty Allt varð vitlaust á samfélagsmiðlum í kjölfarið og margar af helst kempum leiksins tala um glórulausustu ákvörðun í sögu deildarinnar. Það trúði því enginn að liðið hefði ekki hlaupið. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, vann sinn fjórða Super Bowl í nótt og komst upp að hlið Joe Montana og Terry Bradshaw yfir þá leikstjórnendur sem hafa unnið flesta titla. Hann var búinn að tapa tveim í röð eftir að hafa unnið í fyrstu þrem tilraunum sínum. Hann setti einnig nokkur met og undirstrikaði að hann er einn besti leikstjórnandi sögunnar. Brady kastaði boltanum fyrir sinnum fyrir snertimarki í leiknum og kláraði 37 sendingar í leiknum. Metframmistaða hjá stórkostlegum leikmanni. Hér að ofan má sjá ótrúlegar lokasekúndur leiksins í frábærri lýsingu Tómasar Þórs Þórðarsonar og hér að neðan eru svo slagsmálin sem brutust út í kjölfarið. NFL Ofurskálin Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Sjá meira
Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. New England Patriots vann þá magnaðan fjögurra stiga sigur, 28-24, gegn Seattle Seahawks sem var að reyna að verja titil sinn frá því í fyrra. Eftir stigalausan fyrsta leikhluta fóru hlutirnir að gerast. Jafnræði var á með liðunum út leikinn og lokakaflinn var eins og í lygasögu. Patriots kemst yfir, 28-24, er tvær mínútur voru eftir af leiknum og Seattle hélt í sókn og varð að skora snertimark. Leikstjórnandi liðsins, Russell Wilson, tefldi djarft í sókninni. Kastaði löngum boltum og vildi klára dæmið sem fyrst. Seattle komst mjög nærri eftir að Jerome Kearse hafði náð á einhvern óskiljanlegan hátt að grípa boltann eftir að hafa dottið og fengið boltann í fæturna. Hlaupari liðsins. Marshawn Lynch, hlaupari liðsins, kom þeim svo alveg upp að endamarkinu skömmu síðar. Eitt skref eftir í mark og 20 sekúndur eftir. Allir héldu að Lynch myndi einfaldlega hlaupa með boltann í markið og væntanlega tryggja Seattle sigur. Þá tók liðið þá ótrúlega ákvörðun að kasta boltanum og nýliðinn Malcolm Butler refsaði þeim með því að stela boltanum og klára leikinn fyrir Patriots. Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, svekktur í leikslok.vísir/getty Allt varð vitlaust á samfélagsmiðlum í kjölfarið og margar af helst kempum leiksins tala um glórulausustu ákvörðun í sögu deildarinnar. Það trúði því enginn að liðið hefði ekki hlaupið. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, vann sinn fjórða Super Bowl í nótt og komst upp að hlið Joe Montana og Terry Bradshaw yfir þá leikstjórnendur sem hafa unnið flesta titla. Hann var búinn að tapa tveim í röð eftir að hafa unnið í fyrstu þrem tilraunum sínum. Hann setti einnig nokkur met og undirstrikaði að hann er einn besti leikstjórnandi sögunnar. Brady kastaði boltanum fyrir sinnum fyrir snertimarki í leiknum og kláraði 37 sendingar í leiknum. Metframmistaða hjá stórkostlegum leikmanni. Hér að ofan má sjá ótrúlegar lokasekúndur leiksins í frábærri lýsingu Tómasar Þórs Þórðarsonar og hér að neðan eru svo slagsmálin sem brutust út í kjölfarið.
NFL Ofurskálin Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram