Nútíminn - Myndin sem við blasir Böðvar Jónsson skrifar 16. febrúar 2015 12:57 Það eru sannarlega undarlegir tímar sem við lifum á. Hvert sem litið er blasa við ofbeldisverk af öllu tagi, á heimilum, í samfélögum, í þjóðfélögum og á hinum víða alþjóðlega vettvangi. Þolendur eru fyrst og fremst börn, konur og gamalmenni. Stríðsátök, þar sem varnarlaust fólk er drepið í þúsundavís með hátækni fjarstýrðum drápstækjum allt niður í það að vera skorið á háls að heimsbyggðinni ásjáandi. Þjóðir og samfélög eru arðrænd sem aldrei fyrr þar sem alþjóðlegir auðhringir hafa tekið við af nýlenduveldum fyrri tíma. Nútíma nýlendustefna einkennist af því að risafyrirtæki mjólka auðlindir heilla þjóða í þágu örfárra. Ríkisstjórnir horfa á, fylgjast með og geta ekki eða vilja ekki takast á við vandann sem við blasir. „G 20“ ríkin funda, samdar ályktanir en hvað sem slíkum ályktunum líður heldur áfram að síga á ógæfuhliðina. Þeir ríku verða stöðugt ríkari og hinir fátæku sökkva í sífellt óviðráðanlegri fátækt vegna arðráns, þrælahalds, mansals og annarra þjóðfélagslegra meina sem stjórnendur heimsins sjá enga leið til að höndla sökum innbyrðis sundurlyndis og þeirrar staðreyndar að þeir eru að reyna að stjórna nýjum og gjörbreyttum heimi með aðferðum sem áttu rétt á sér á gullöld þjóðríkisins. Þeir sem aftur á móti hafa tileinkað sér stjórnunarhætti nýrrar heimsmyndar eru auðhringir og fjölþjóðafyrirtæki, vopnasalar, eiturlyfjasalar, hryðjuverkamenn og þeir sem stunda mansal svo einhverjir séu nefndir. Þeirra sýn er heimsvíð, þeir stjórna í þágu hömlulausrar auðsöfnunar sem víkkar með ljóshraða bilið milli þeirra ríku og þeirra sem búa við örbirgð eða þeir stjórna í þágu sóknar í völd og yfirráð. Árið 2012 segja alþjóðlegar tölur að 8,4% íbúa heimsins hafi átt 83% jarðarauðsins en fátækustu 69% íbúanna 3%.Er komið nóg? Fylgjast má í forundran með hvernig mannkynið virðist algerlega hjálparlaust gagnvart eigin brjálsemi. Stöðugir smáskammtar af hræðilegum uppákomum minnir mig á tilraun með frosk sem settur var í krukku með köldu vatni sem síðan var hitað upp hægt og rólega. Þótt hitinn væri að lokum komin vel yfir þolmörk frosksins hreyfði hann sig ekki fyrr en komið var við hann, þá gerði hann sér grein fyrir ástandinu og forðaði sér með látum. Er þetta sambærilegt við ástandið sem einkennir líf mannkynsins í dag? Er „hitinn“ sem við búum við enn þá þægilegur eða er hann kannski kominn yfir hættumörk? Er enn ekkert það komið upp sem vekur mannkynið af dvalanum svo það grípi til þeirra ráða sem samsvara því þegar froskurinn brást við og forðaði lífi sínu. Virðist ekki vera.Fyrirheit um heimsfrið og Sevilla yfirlýsingin Vegna aðgerðarleysisins leitar á hugann það sem fram kemur í Fyrirheiti um heimsfrið, víðkunnu friðarbréfi baháí heimssamfélagsins frá árinu 1985. Þar er talað um tregðu í friðarviðleitni sem „lömun viljans“ og því haldið fram að þessa lömun viljans megi rekja til þeirrar rótgrónu falshugmyndar að maðurinn sé sjálfselskur og árásargjarn að eðlisfari. Í þessu samhengi er áhugavert að skoða Sevilla yfirlýsinguna um ofbeldi, sem var samþykkt á alþjóðlegri ráðstefnu vísindamanna í Sevilla á Spáni 1986. Tilgangur ráðstefnunnar var að fjalla um og hrekja þá fullyrðingu að skipulegt mannlegt ofbeldi sé líffræðilega ákvarðað. Í ályktun ráðstefnunnar segir m.a. að það sé vísindalega rangt að halda því fram að við erfum stríðshneigðina frá forfeðrum okkar í dýraríkinu. Hernaður sé fyrirbæri sem einskorðist við manninn og þekkist ekki hjá öðrum tegundum. Það sé vísindalega rangt að halda því fram að ofbeldisfull hegðun sé erfðafræðilega forrituð í mannlegt eðli. Einnig segir þar að það sé rangt að halda því fram að menn fæðist með „ofbeldisfullan heila“. Hegðun okkar mótist fyrst og fremst af því hvernig við höfum verið skilyrt og af félagslegum aðstæðum. Lokaorð yfirlýsingarinnar eru á þessa leið – Við ályktum að við (mennirnir) séum ekki dæmdir til hernaðarátaka og ofbeldis af líffræðilegum ástæðum. Þess í stað er okkur mögulegt að binda enda á stríð og þær þjáningar sem þau valda. Við getum það ekki ein og hvert í sínu lagi heldur aðeins með samvinnu. Það skiptir hins vegar gríðarlegu máli að við, hvert og eitt okkar, trúum því að við getum þetta. Án þeirrar trúar má vera að við reynum ekki einu sinni. (viljinn lamast innsk. höf.) Stríð voru fundin upp í fornöld og á sama hátt getum við fundið upp friðinn á okkar tímum. Það er í höndum hvers og eins okkar að leggja okkar lóð á vogarskálina. Þann 25. september 2011 var haldin önnur ráðstefna í Róm undir yfirskriftinni Sevilla yfirlýsingin 25 árum síðar. Til ráðstefnunnar mætti hópur alþjóðlegra sérfræðinga úr ýmsum greinum frá fjölda landa. Í hringborðsumræðu í lok ráðstefnunnar var sá möguleiki ræddur hvort endurskoða þyrfti yfirlýsinguna frá 1986 og uppfæra hana eða breyta. Niðurstaða samráðsins varð sú að yfirlýsingin frá 1986 væri enn í fullu gildi óbreytt.Lokaorð Hvert getur framlag okkar hér á landi verið til að aflétta stríðsbölinu? Manni dettur í hug að það gæti falist í því að sameinast um að halda því á lofti að stríðsrekstur sé ekki líffræðilega byggður inn í eðli mannsins og að tegundin sem fann upp stríð í fyrndinni sé fullkomlega fær um að finna upp frið í nútímanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Það eru sannarlega undarlegir tímar sem við lifum á. Hvert sem litið er blasa við ofbeldisverk af öllu tagi, á heimilum, í samfélögum, í þjóðfélögum og á hinum víða alþjóðlega vettvangi. Þolendur eru fyrst og fremst börn, konur og gamalmenni. Stríðsátök, þar sem varnarlaust fólk er drepið í þúsundavís með hátækni fjarstýrðum drápstækjum allt niður í það að vera skorið á háls að heimsbyggðinni ásjáandi. Þjóðir og samfélög eru arðrænd sem aldrei fyrr þar sem alþjóðlegir auðhringir hafa tekið við af nýlenduveldum fyrri tíma. Nútíma nýlendustefna einkennist af því að risafyrirtæki mjólka auðlindir heilla þjóða í þágu örfárra. Ríkisstjórnir horfa á, fylgjast með og geta ekki eða vilja ekki takast á við vandann sem við blasir. „G 20“ ríkin funda, samdar ályktanir en hvað sem slíkum ályktunum líður heldur áfram að síga á ógæfuhliðina. Þeir ríku verða stöðugt ríkari og hinir fátæku sökkva í sífellt óviðráðanlegri fátækt vegna arðráns, þrælahalds, mansals og annarra þjóðfélagslegra meina sem stjórnendur heimsins sjá enga leið til að höndla sökum innbyrðis sundurlyndis og þeirrar staðreyndar að þeir eru að reyna að stjórna nýjum og gjörbreyttum heimi með aðferðum sem áttu rétt á sér á gullöld þjóðríkisins. Þeir sem aftur á móti hafa tileinkað sér stjórnunarhætti nýrrar heimsmyndar eru auðhringir og fjölþjóðafyrirtæki, vopnasalar, eiturlyfjasalar, hryðjuverkamenn og þeir sem stunda mansal svo einhverjir séu nefndir. Þeirra sýn er heimsvíð, þeir stjórna í þágu hömlulausrar auðsöfnunar sem víkkar með ljóshraða bilið milli þeirra ríku og þeirra sem búa við örbirgð eða þeir stjórna í þágu sóknar í völd og yfirráð. Árið 2012 segja alþjóðlegar tölur að 8,4% íbúa heimsins hafi átt 83% jarðarauðsins en fátækustu 69% íbúanna 3%.Er komið nóg? Fylgjast má í forundran með hvernig mannkynið virðist algerlega hjálparlaust gagnvart eigin brjálsemi. Stöðugir smáskammtar af hræðilegum uppákomum minnir mig á tilraun með frosk sem settur var í krukku með köldu vatni sem síðan var hitað upp hægt og rólega. Þótt hitinn væri að lokum komin vel yfir þolmörk frosksins hreyfði hann sig ekki fyrr en komið var við hann, þá gerði hann sér grein fyrir ástandinu og forðaði sér með látum. Er þetta sambærilegt við ástandið sem einkennir líf mannkynsins í dag? Er „hitinn“ sem við búum við enn þá þægilegur eða er hann kannski kominn yfir hættumörk? Er enn ekkert það komið upp sem vekur mannkynið af dvalanum svo það grípi til þeirra ráða sem samsvara því þegar froskurinn brást við og forðaði lífi sínu. Virðist ekki vera.Fyrirheit um heimsfrið og Sevilla yfirlýsingin Vegna aðgerðarleysisins leitar á hugann það sem fram kemur í Fyrirheiti um heimsfrið, víðkunnu friðarbréfi baháí heimssamfélagsins frá árinu 1985. Þar er talað um tregðu í friðarviðleitni sem „lömun viljans“ og því haldið fram að þessa lömun viljans megi rekja til þeirrar rótgrónu falshugmyndar að maðurinn sé sjálfselskur og árásargjarn að eðlisfari. Í þessu samhengi er áhugavert að skoða Sevilla yfirlýsinguna um ofbeldi, sem var samþykkt á alþjóðlegri ráðstefnu vísindamanna í Sevilla á Spáni 1986. Tilgangur ráðstefnunnar var að fjalla um og hrekja þá fullyrðingu að skipulegt mannlegt ofbeldi sé líffræðilega ákvarðað. Í ályktun ráðstefnunnar segir m.a. að það sé vísindalega rangt að halda því fram að við erfum stríðshneigðina frá forfeðrum okkar í dýraríkinu. Hernaður sé fyrirbæri sem einskorðist við manninn og þekkist ekki hjá öðrum tegundum. Það sé vísindalega rangt að halda því fram að ofbeldisfull hegðun sé erfðafræðilega forrituð í mannlegt eðli. Einnig segir þar að það sé rangt að halda því fram að menn fæðist með „ofbeldisfullan heila“. Hegðun okkar mótist fyrst og fremst af því hvernig við höfum verið skilyrt og af félagslegum aðstæðum. Lokaorð yfirlýsingarinnar eru á þessa leið – Við ályktum að við (mennirnir) séum ekki dæmdir til hernaðarátaka og ofbeldis af líffræðilegum ástæðum. Þess í stað er okkur mögulegt að binda enda á stríð og þær þjáningar sem þau valda. Við getum það ekki ein og hvert í sínu lagi heldur aðeins með samvinnu. Það skiptir hins vegar gríðarlegu máli að við, hvert og eitt okkar, trúum því að við getum þetta. Án þeirrar trúar má vera að við reynum ekki einu sinni. (viljinn lamast innsk. höf.) Stríð voru fundin upp í fornöld og á sama hátt getum við fundið upp friðinn á okkar tímum. Það er í höndum hvers og eins okkar að leggja okkar lóð á vogarskálina. Þann 25. september 2011 var haldin önnur ráðstefna í Róm undir yfirskriftinni Sevilla yfirlýsingin 25 árum síðar. Til ráðstefnunnar mætti hópur alþjóðlegra sérfræðinga úr ýmsum greinum frá fjölda landa. Í hringborðsumræðu í lok ráðstefnunnar var sá möguleiki ræddur hvort endurskoða þyrfti yfirlýsinguna frá 1986 og uppfæra hana eða breyta. Niðurstaða samráðsins varð sú að yfirlýsingin frá 1986 væri enn í fullu gildi óbreytt.Lokaorð Hvert getur framlag okkar hér á landi verið til að aflétta stríðsbölinu? Manni dettur í hug að það gæti falist í því að sameinast um að halda því á lofti að stríðsrekstur sé ekki líffræðilega byggður inn í eðli mannsins og að tegundin sem fann upp stríð í fyrndinni sé fullkomlega fær um að finna upp frið í nútímanum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun