Fjórir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikars karla, en þar ber hæst sigur Víkings gegn KR í sjö marka leik. Lokatölur 4-3.
Andri Rúnar Bjarnason kom Víking yfir, en Atli Hrafn Atlason, Almarr Ormarsson og Aron Bjarki Jósepsson sneru spilinu KR í hag. 3-1 í hálfleik. Víkingar voru ekki hættir og Haukur Baldvinsson minnkaði muninn í 3-2.
Mörkin úr leik Víkings R. og KR.
Alan Lowing jafnaði svo metin í 3-3, en Pape Mamedou Faye skoraði sigurmarkið eftir klaufalegt úthlaup Stefáns Loga úr marki KR. Lokatölur 4-3 sigur Víkings í athyglisverðum leik.
Jóhann Helgi Hannesson kom Þór til bjargar gegn Fjarðabyggð, en hann skoraði tvö mörk í síðari hálfleik og tryggði Þórsurum sigur.
Viðar Ari Jónsson tryggði Fjölni sigur gegn KA og Ólafur Hrannar Kristjánsson tryggði Leikni sigur gegn Fram.
Víkingur R. - KR 4-3
1-0 Andri Rúnar Bjarnason (11.), 1-1 Atli Hrafn Atlason (33.), 1-2 Almarr Ormarsson (35.), 1-3 Aron Bjarki Jósepsson (45.), 2-3 Haukur Baldvinsson (59.), 3-3 Alan Lowing (83.), 4-3 Pape Mamadou Faye (85.).
Fjarðabyggð - Þór 1-2
1-0 Martin Sindri Rosenthal (4.), 1-1 Jóhann Helgi Hannesson (52.), 1-2 Jóhann Helgi Hannesson (62.).
Fjölnir - KA 1-0
1-0 Viðar Ari Jónsson (45.).
Fram - Leiknir R. 1-2
0-1 Kristján Páll Jónsson, 1-1 Magnús Már Lúðvíksson, 1-2 Ólafur Hrannar Kristjánsson.
Víkingssigur gegn KR í sjö marka leik | Sjáðu mörkin
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn




