Auk þess voru 100 flóttamenn sem bjargað hafði verið af ítölsku varðskipi ferjaðir þaðan yfir í varðskipið Týr til aðhlynningar. Alls eru því 284 flóttamenn um borð í varðskipinu Tý sem nú siglir áleiðis til Ítalíu og áætlar komu til hafnar í Augusta á Sikiley um miðjan dag í dag.
Hér að neðan má sjá þrjú myndbönd frá björgunaraðgerðinni og sá svo sannarlega segja að þetta var björgunarafrek.