Stjarnan með stórsigur fyrir austan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2015 23:26 Stjörnumenn höfðu ástæðu til að fagna í dag. vísir/valli Sex leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í dag.ÍA er með fullt hús stiga í riðli 3 og HK hefur sömuleiðis farið vel af stað í riðli 1. Íslandsmeistarar Stjörnunnar rúlluðu yfir Fjarðabyggð í Fjarðabyggðarhöllinni, 1-6. Þetta var fyrsti sigur Stjörnumanna í Lengjubikarnum. Arnar Már Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir Garðbæinga og þeir Ólafur Karl Finsen, Pablo Punyed og Atli Freyr Ottesen Pálsson sitt markið hver. Þá skoraði Fjarðabyggð eitt sjálfsmark. Brynjar Jónasson skoraði mark Austfirðinga úr vítaspyrnu. FH vann 1-0 sigur á BÍ/Bolungarvík í Akraneshöllinni. Atli Guðnason skoraði eina mark leiksins 20. á mínútu. Fimleikafélagið er með níu stig í 3. sæti riðils 1 en Djúpmenn eru enn stigalausir og verma botnsæti riðilsins. Í riðli 2 náði 1. deildarlið Gróttu í stig gegn Víkingi R. Leiknum lyktaði með 3-3 jafntefli en Seltirningar náðu forystunni í tvígang. Agnar Guðjónsson, Viktor Smári Segatta og Sigurður Steinar Jónsson skoruðu fyrir Gróttu sem er með tvö stig eftir þrjá leiki. Rolf Toft, Viktor Bjarki Arnarsson og Pape Mamadou Faye skoruðu mörk Víkings sem hefur fengið á sig 10 mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í Lengjubikarnum. Víkingar sitja í 2. sæti riðils 2 með sjö stig, fimm stigum á eftir Leikni R. sem er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Leiknismenn lentu 0-2 undir eftir níu mínútna leik gegn KA í dag en náðu samt að knýja fram sigur. Kristján Páll Jónsson og Kolbeinn Kárason skoruðu fyrir Leiknis auk þess sem leikmaður KA skoraði sjálfsmark. Davíð Rúnar Bjarnason og Ýmir Már Geirsson skoruðu mörk Norðanmanna sem eru með þrjú stig eftir þrjá leiki. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍA og HK með fullt hús stiga í Lengjubikarnum ÍA hefur byrjað frábærlega í Lengjubikarnum í fótbolta og það var engin breyting þar í dag. Skagamenn tóku þá á móti Grindavík í Akraneshöllinni og fóru með sigur af hólmi, 3-2. 7. mars 2015 14:53 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Sjá meira
Sex leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í dag.ÍA er með fullt hús stiga í riðli 3 og HK hefur sömuleiðis farið vel af stað í riðli 1. Íslandsmeistarar Stjörnunnar rúlluðu yfir Fjarðabyggð í Fjarðabyggðarhöllinni, 1-6. Þetta var fyrsti sigur Stjörnumanna í Lengjubikarnum. Arnar Már Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir Garðbæinga og þeir Ólafur Karl Finsen, Pablo Punyed og Atli Freyr Ottesen Pálsson sitt markið hver. Þá skoraði Fjarðabyggð eitt sjálfsmark. Brynjar Jónasson skoraði mark Austfirðinga úr vítaspyrnu. FH vann 1-0 sigur á BÍ/Bolungarvík í Akraneshöllinni. Atli Guðnason skoraði eina mark leiksins 20. á mínútu. Fimleikafélagið er með níu stig í 3. sæti riðils 1 en Djúpmenn eru enn stigalausir og verma botnsæti riðilsins. Í riðli 2 náði 1. deildarlið Gróttu í stig gegn Víkingi R. Leiknum lyktaði með 3-3 jafntefli en Seltirningar náðu forystunni í tvígang. Agnar Guðjónsson, Viktor Smári Segatta og Sigurður Steinar Jónsson skoruðu fyrir Gróttu sem er með tvö stig eftir þrjá leiki. Rolf Toft, Viktor Bjarki Arnarsson og Pape Mamadou Faye skoruðu mörk Víkings sem hefur fengið á sig 10 mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í Lengjubikarnum. Víkingar sitja í 2. sæti riðils 2 með sjö stig, fimm stigum á eftir Leikni R. sem er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Leiknismenn lentu 0-2 undir eftir níu mínútna leik gegn KA í dag en náðu samt að knýja fram sigur. Kristján Páll Jónsson og Kolbeinn Kárason skoruðu fyrir Leiknis auk þess sem leikmaður KA skoraði sjálfsmark. Davíð Rúnar Bjarnason og Ýmir Már Geirsson skoruðu mörk Norðanmanna sem eru með þrjú stig eftir þrjá leiki.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍA og HK með fullt hús stiga í Lengjubikarnum ÍA hefur byrjað frábærlega í Lengjubikarnum í fótbolta og það var engin breyting þar í dag. Skagamenn tóku þá á móti Grindavík í Akraneshöllinni og fóru með sigur af hólmi, 3-2. 7. mars 2015 14:53 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Sjá meira
ÍA og HK með fullt hús stiga í Lengjubikarnum ÍA hefur byrjað frábærlega í Lengjubikarnum í fótbolta og það var engin breyting þar í dag. Skagamenn tóku þá á móti Grindavík í Akraneshöllinni og fóru með sigur af hólmi, 3-2. 7. mars 2015 14:53