Meðal þeirra sem bættust við í dag er bandaríska hip hop sveitin Public Enemy en hún hefur verið starfandi frá 1982. Að auki var tilkynnt um að Swans ætli að gera heiðarlega tilraun til að koma hingað en þetta er í þriðja skipti sem sveitin bókar sig hingað til lands. Fyrri tvö skiptin náðu meðlimir aldrei til landsins.
Listamennirnir bætast við fríðan flokk listamanna sem áður var búið að tilkynna. Þar má nefna Iggy Pop, Belle and Sebastian, Goodspeed You!, Run The Jewels, The Field og Deafheaven.