Geirvörtusundið í Laugardal: Um þúsund manns mættu í Laugardalslaugina Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2015 22:58 Karen Björk Eyþórsdóttir er ein þeirra sem skipulagði viðburðinn. „Þetta var yndislegt og alveg ótrúleg sjón,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda hópferðar sem farin var í Laugardalslaug í kvöld í tengslum við #freethenipple. Karen Björk segist hafa rætt við starfsmenn Laugardalslaugar þegar hún hafi komið upp úr lauginni og að þeir hafi slumpað á að frá klukkan 20 hafi laugargestir talið um þúsund. Ef talið var frá klukkan 18 hafi þeir verið um 1.200. „Ég er í skýjunum með hvernig til tókst. Þetta var stórt skref fyrir margar og það var frábært hvað við fundum fyrir öflugri stemmningu og mikilli stemmningu. Það sköpuðust miklar umræður.“Þessi hópur mætti í Laugardalslaugina á fimmtudaginn.V'isir/VilhelmKaren Björk segir að töluverður fjöldi kvenna hafi verið berbrjósta í lauginni. „Þær voru heldur ekki að hópa sig saman. Þær voru á vappinu, í rennibrautinni, í stóru lauginni, innilauginni og pottunum. Þetta eru mjög kjarkaðar konur.“ Hún segir að þær hafi fengið mjög góðar viðtökur og að viðburðurinn hafi vakið mikla athygli ferðamanna. „Það er til að mynda mjög stór hópur breskra ferðamanna sem er nú í sjokki,“ segir Karen Björk létt í bragði. Hún segir að meirihluti sundlaugargesta í kvöld hafa verið karlmenn. Karen Björk segir þetta þó bara vera byrjunina. „Við bíðum spenntar eftir sumrinu. Það verður sérstakur viðburður á Austurvelli þann 1. Júní þar sem stendur til að frelsa geirvörtuna.“ #FreeTheNipple Sundlaugar Tengdar fréttir Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: "Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Þetta var yndislegt og alveg ótrúleg sjón,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda hópferðar sem farin var í Laugardalslaug í kvöld í tengslum við #freethenipple. Karen Björk segist hafa rætt við starfsmenn Laugardalslaugar þegar hún hafi komið upp úr lauginni og að þeir hafi slumpað á að frá klukkan 20 hafi laugargestir talið um þúsund. Ef talið var frá klukkan 18 hafi þeir verið um 1.200. „Ég er í skýjunum með hvernig til tókst. Þetta var stórt skref fyrir margar og það var frábært hvað við fundum fyrir öflugri stemmningu og mikilli stemmningu. Það sköpuðust miklar umræður.“Þessi hópur mætti í Laugardalslaugina á fimmtudaginn.V'isir/VilhelmKaren Björk segir að töluverður fjöldi kvenna hafi verið berbrjósta í lauginni. „Þær voru heldur ekki að hópa sig saman. Þær voru á vappinu, í rennibrautinni, í stóru lauginni, innilauginni og pottunum. Þetta eru mjög kjarkaðar konur.“ Hún segir að þær hafi fengið mjög góðar viðtökur og að viðburðurinn hafi vakið mikla athygli ferðamanna. „Það er til að mynda mjög stór hópur breskra ferðamanna sem er nú í sjokki,“ segir Karen Björk létt í bragði. Hún segir að meirihluti sundlaugargesta í kvöld hafa verið karlmenn. Karen Björk segir þetta þó bara vera byrjunina. „Við bíðum spenntar eftir sumrinu. Það verður sérstakur viðburður á Austurvelli þann 1. Júní þar sem stendur til að frelsa geirvörtuna.“
#FreeTheNipple Sundlaugar Tengdar fréttir Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: "Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: "Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27