GameTívíbræðurnir Óli og Svessi fóru í gegnum nýjasta Battlefield leikinn og tóku lögguhlutverkið hörðum tökum. Þetta gerðu þeir í nýjasta innslagi GameTíví.
Þegar kemur að fjölspiluninni segist Óli vera óhræddur við að sýna hve lélegur hann sé í þessum leik. Það fyrsta sem hann gerir er þó að skjóta tvo leikmenn í einu.
Hægt er að fylgjast með þeim félögum spila Battlefield Hardline hér að neðan.