Vilja vinna gegn ofbeldi meðal innflytjenda og vinna olíu á Drekasvæðinu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. apríl 2015 12:23 Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing um helgina þar sem stefnan verður mörkuð. Vísir/Pjetur Framsóknarflokkurinn ætlar að vinna gegn ofbeldi í garð og á meðal innflytjenda verði drög að ályktunum flokksþings Framsóknar samþykkt um helgina. Drögin hafa verið birt á vefsíðu flokksins en þar er nokkuð fjallað um innflytjendamál. Tungumálið lykillinn að aðlögun innflytjenda Lagt verður til á flokksþingi Framsóknarflokksins að innflytjendum verði gert auðveldara að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og aðlagast því. „Þekking á tungumálinu er lykkillinn að fullri þátttöku í samfélaginu og því að innflytjendur geti nýtt hæfileika sína til fulls,“ segir í ályktunardrögum. Í þessu skyni á að efla gæði og framboð íslenskukennslu fyrir innflytjendur og styrkja móðurmálskennslu hjá nemendum af erlendum uppruna í skólakerfinu. Í ályktunardrögunum segir að Framsóknarflokkurinn vilji stuðla að því að fjölbreyttur bakgrunnur fólks leiði til betri og samkeppnishæfari vinnumarkaðar og að ólík færni starfandi fólks ýti undir framþróun atvinnulífs og skili árangri fyrir samfélagið allt. Sjá tækifæri í hlýnun jarðar Umhverfismál fá einnig nokkra umfjöllun í drögunum. Hlýnandi loftslag skapar ný og spennandi sóknarfæri, að því er kemur fram í þeim. Þar segir að horfa eigi til garðyrkju með það fyrir augum að gera Ísland að mestu sjálfbært um grænmeti. Í drögunum er einnig hvatt til þess að tækifæri til olíuvinnslu á Drekasvæðinu verði könnuð til hlítar og hagnýtt, gefi rannsóknir tilefni til þess. „Komi til vinnslu skal gæta ýtrustu umhverfisvarúðar enda eiga Íslendingar mikið undir auðlindum hafsins,“ segir í ályktunardrögunum. Þar er sleginn annar tónn en bæði Samfylking og Vinstri græn hafa gert en báðir flokkar hafa hafnað olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Meðal annars vegna umhverfissjónarmiða. Framsóknarflokkurinn stefnir þó að því að draga úr loftlagsmengun, samkvæmt drögunum, líkt og vinstri flokkarnir. Vilja skoða sæstreng til Evrópu Í ályktunardrögunum kallar Framsóknarflokkurinn eftir opinberri stefnumörkun um lagningu sæstrengs til rafmagnsflutnings á milli Íslands og Bretlandseyja og skiptingu mögulegs ábata. Samkvæmt drögunum hefur flokkurinn varhugavert að ráðast í framkvæmdir sem stórhækka raforkuverð innanlands en að hugmyndin sé áhugaverð og gæti aukið hagsæld landsmanna. Þingmenn Framsóknar hafa áður lýst yfir efasemdum um hugmyndir um rafmagnsstreng til Evrópu. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, sagði til að mynda í umræðum um lagningu sæstrengs til Bretlands á þingi 2013 að með því að leggja sæstreng til Bretlands værum við að gjaldfella eigin orku og „menga hana með þessari skítugu orku sem þarna er að finna“. Loftslagsmál Olíuleit á Drekasvæði Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Sjá meira
Framsóknarflokkurinn ætlar að vinna gegn ofbeldi í garð og á meðal innflytjenda verði drög að ályktunum flokksþings Framsóknar samþykkt um helgina. Drögin hafa verið birt á vefsíðu flokksins en þar er nokkuð fjallað um innflytjendamál. Tungumálið lykillinn að aðlögun innflytjenda Lagt verður til á flokksþingi Framsóknarflokksins að innflytjendum verði gert auðveldara að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og aðlagast því. „Þekking á tungumálinu er lykkillinn að fullri þátttöku í samfélaginu og því að innflytjendur geti nýtt hæfileika sína til fulls,“ segir í ályktunardrögum. Í þessu skyni á að efla gæði og framboð íslenskukennslu fyrir innflytjendur og styrkja móðurmálskennslu hjá nemendum af erlendum uppruna í skólakerfinu. Í ályktunardrögunum segir að Framsóknarflokkurinn vilji stuðla að því að fjölbreyttur bakgrunnur fólks leiði til betri og samkeppnishæfari vinnumarkaðar og að ólík færni starfandi fólks ýti undir framþróun atvinnulífs og skili árangri fyrir samfélagið allt. Sjá tækifæri í hlýnun jarðar Umhverfismál fá einnig nokkra umfjöllun í drögunum. Hlýnandi loftslag skapar ný og spennandi sóknarfæri, að því er kemur fram í þeim. Þar segir að horfa eigi til garðyrkju með það fyrir augum að gera Ísland að mestu sjálfbært um grænmeti. Í drögunum er einnig hvatt til þess að tækifæri til olíuvinnslu á Drekasvæðinu verði könnuð til hlítar og hagnýtt, gefi rannsóknir tilefni til þess. „Komi til vinnslu skal gæta ýtrustu umhverfisvarúðar enda eiga Íslendingar mikið undir auðlindum hafsins,“ segir í ályktunardrögunum. Þar er sleginn annar tónn en bæði Samfylking og Vinstri græn hafa gert en báðir flokkar hafa hafnað olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Meðal annars vegna umhverfissjónarmiða. Framsóknarflokkurinn stefnir þó að því að draga úr loftlagsmengun, samkvæmt drögunum, líkt og vinstri flokkarnir. Vilja skoða sæstreng til Evrópu Í ályktunardrögunum kallar Framsóknarflokkurinn eftir opinberri stefnumörkun um lagningu sæstrengs til rafmagnsflutnings á milli Íslands og Bretlandseyja og skiptingu mögulegs ábata. Samkvæmt drögunum hefur flokkurinn varhugavert að ráðast í framkvæmdir sem stórhækka raforkuverð innanlands en að hugmyndin sé áhugaverð og gæti aukið hagsæld landsmanna. Þingmenn Framsóknar hafa áður lýst yfir efasemdum um hugmyndir um rafmagnsstreng til Evrópu. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, sagði til að mynda í umræðum um lagningu sæstrengs til Bretlands á þingi 2013 að með því að leggja sæstreng til Bretlands værum við að gjaldfella eigin orku og „menga hana með þessari skítugu orku sem þarna er að finna“.
Loftslagsmál Olíuleit á Drekasvæði Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Sjá meira