Ekkert fékkst upp í ríflega 300 milljóna kröfur við gjaldþrot félagsins AB 133 ehf samkvæmt því sem fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. Félagið var í eigu Ara Daníelssonar, fyrrum framkvæmdastjóri Glitnis í Lúxemborg. DV greindi fyrst frá málinu.
Þar kemur fram að Glitnir hafi veitt félaginu 170 milljóna kúlulán í maí árið 2008 til þess að kaupa hlutabréf í bankanum. Glitnir lánaði Ara og AB 133 ehf. alls 232 milljónir árið 2008 samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Samkvæmt síðasta ársreikningi sem félagið skilaði, árið 2013, var félagið eignalaust en skuldaði 313 milljónir vegna ógreiddra afborgana og vaxta.
300 milljóna gjaldþrot kúlulánafélags Glitnismanns
ingvar haraldsson skrifar

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland
Viðskipti innlent

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent

Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent
Viðskipti innlent

Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent
