Myndin er sú fyrsta sem framleidd er undir merkjum Disney eftir að fyrirtækið keypti réttinn af Stjörnustríðsbálkinum. Beðið er eftir myndinni með mikilli eftirvæntingu og kvikmyndirnar eiga sér sérstakan stað í hjörtum margra – meðal annars fjárfesta virðist vera.
