Slökkvilið í Úkraínu hefur náð tökum á skógareldunum sem hafa geisað í skógi nærri fyrrverandi kjarnorkuverinu Tsjernóbyl.
Eldarnir eru þeir mestu í landinu síðan 1992. Rumlega þrjú hundruð slökkviliðsmenn, þrjár sérútbúnar flugvélar og þyrla hafa tekið þátt í slökkvistarfinu.
Talsmaður úkraínskra yfirvalda sagði í samtali við fréttaveituna AFP í gærkvöldi að eldurinn hafi á engum tímapunkti ógnað hinni mjög svo menguðu fyrrum kjarnorkustöð, þar sem stærsta kjarnorkuslys sögunnar átti sér stað árið 1986.
Innanríkisráðherra Úkraínu, Arsen Avakov, hefur sagt að hann telji að um íkveikju hafi verið að ræða.
Hafa náð tökum á skógareldunum við Tsjernóbyl

Tengdar fréttir

Eldur í grennd við Tsjernobyl
Yfirvöld í Úkraínu segja að grunur liggi á um íkveikju.