Um 250 manns er saknað eftir að aurskriða féll í morgun í þorpi í Nepal, nærri þeim stað sem upptök skjálftans á laugardagsins var.
Að sögn Reuters varð flóðið í Rasuwa-héraði, um 120 kílómetrum norður af nepölsku höfuðborginni Katmandú.
Héraðsstjórinn Uddhav Bhattarai staðfestir þetta í samtali við fjölmiðla. Hann segist ekki geta útilokað að erlendir ferðamenn hafi orðið fyrir flóðinu. „Þetta svæði er vinsælt á meðal ferðamanna.“
Hann segir slæmt veður vera á staðnum og að mikið rigningaveður geri björgunarmönnum erfitt fyrir.
250 saknað eftir nýja aurskriðu í Nepal

Tengdar fréttir

Tónleikar til styrktar þolenda jarðskálftanna í Nepal
Alvogen heldur styrktartónleika í samstarfi við Rauða krossinn og Unicef.

Vilborg um snjóflóðið á Everest: „Grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar“
"Það ríkir algjört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að binda, misst hafa heimili og ástvini,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir.

Skjálftinn í Nepal: Myndband af skjálftanum tekið í Tíbet
Á myndbandinu má sjá hvernig hrynur úr fjallshlíðunum, auk þess að heyra má örvæntingaróp fólks þegar það hleypur um

Óttast að 10 þúsund manns hafi látist
Alþjóðleg neyðaraðstoð er tekin að berast til Nepal en tæplega ein og hálf milljón er án matar og drykkjarvatns.