Styrkja nepalskan samstarfsfélaga: Söfnuðu 150 kílóum af fatnaði í dag Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. apríl 2015 21:45 Um 150 kíló af fötum söfnuðust í dag. Starfsmenn Arctic Adventures hafa sett af stað söfnun til stuðnings nepölskum samstarfsfélaga þeirra, Anup Gurung, sem heldur til Nepal á föstudag. Söfnunin er tvíþætt; annars vegar safna þau hlýjum fatnaði og teppum og hins vegar peningum. Áslaug Ellen Yngvadóttir, starfsmaður hjá Arctic Adventures, segir söfnunina hafa gengið vonum framar. Svo mjög að ekki sé ljóst hvort fleiri föt þurfi en í dag söfnuðust um 150 kíló af fötum, tjöldum og öðrum hjálpargögnum. Margt smátt geri eitt stórt og það hafi sýnt sig og sannað í dag.Læknir heldur utan með Anup „Ég setti inn færslu á Facebook í dag þar sem ég auglýsti söfnunina. Það höfðu fjölmargir samband við mig, til dæmis Jónar Transport sem ætlar að flytja allt út. Það var líka læknir sem hafði samband sem ætlar að fara út með Anup. Við auðvitað vonumst til að fagfólk fari með honum og að við náum að safna pening og þannig lagt okkar af mörkum,“ segir Áslaug í samtali við Vísi. „Anup er mjög þekktur í Nepal, fyrir félagsstarf og annað. Honum fannst hann ekki gera nóg hér heima og ákvað þess vegna að fara út. Við tókum okkur þá nokkur saman og ákváðum að styrkja hann. Þetta er lítið verkefni sem hann sjálfur mun stjórna og er með nokkra sem ætla að hjálpa sér,“ segir hún en Anup fer til Gorkha hinn 1.maí næstkomandi. Áslaug ber sterkar taugar til Nepal, en þangað hefur hún ferðast nokkrum sinnum. Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á að hafa samband við Áslaugu í gegnum netfangið [email protected] eða [email protected] Reikningsnúmerið er eftirfarandi:Kt: 010177-36790130-05-060479ATH! SOS! UPDATE:Ef þið getið komið með fötin á söludesk Arctic Adventures á Laugavegi 11 þá munum við sækja þau þangað...Posted by Áslaug Ellen G Yngvadóttir on 27. apríl 2015 Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Starfsmenn Arctic Adventures hafa sett af stað söfnun til stuðnings nepölskum samstarfsfélaga þeirra, Anup Gurung, sem heldur til Nepal á föstudag. Söfnunin er tvíþætt; annars vegar safna þau hlýjum fatnaði og teppum og hins vegar peningum. Áslaug Ellen Yngvadóttir, starfsmaður hjá Arctic Adventures, segir söfnunina hafa gengið vonum framar. Svo mjög að ekki sé ljóst hvort fleiri föt þurfi en í dag söfnuðust um 150 kíló af fötum, tjöldum og öðrum hjálpargögnum. Margt smátt geri eitt stórt og það hafi sýnt sig og sannað í dag.Læknir heldur utan með Anup „Ég setti inn færslu á Facebook í dag þar sem ég auglýsti söfnunina. Það höfðu fjölmargir samband við mig, til dæmis Jónar Transport sem ætlar að flytja allt út. Það var líka læknir sem hafði samband sem ætlar að fara út með Anup. Við auðvitað vonumst til að fagfólk fari með honum og að við náum að safna pening og þannig lagt okkar af mörkum,“ segir Áslaug í samtali við Vísi. „Anup er mjög þekktur í Nepal, fyrir félagsstarf og annað. Honum fannst hann ekki gera nóg hér heima og ákvað þess vegna að fara út. Við tókum okkur þá nokkur saman og ákváðum að styrkja hann. Þetta er lítið verkefni sem hann sjálfur mun stjórna og er með nokkra sem ætla að hjálpa sér,“ segir hún en Anup fer til Gorkha hinn 1.maí næstkomandi. Áslaug ber sterkar taugar til Nepal, en þangað hefur hún ferðast nokkrum sinnum. Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á að hafa samband við Áslaugu í gegnum netfangið [email protected] eða [email protected] Reikningsnúmerið er eftirfarandi:Kt: 010177-36790130-05-060479ATH! SOS! UPDATE:Ef þið getið komið með fötin á söludesk Arctic Adventures á Laugavegi 11 þá munum við sækja þau þangað...Posted by Áslaug Ellen G Yngvadóttir on 27. apríl 2015
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira