Richards Arends, Hollendingurinn í marki Keflavíkur, átti ekkert sérstaka frumraun í Pepsi-deild karla í fótbolta á sunnudagskvöldið.
Hann fékk á sig þrjú mörk, en það síðasta var kosið atvik fyrstu umferðar í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi.
Aukaspyrnu-Ívar Örn Jónsson skoraði þá framhjá Hollendingnum af 40 metra færi, en Arends hefði klárlega átt að gera betur.
Eftir leik var ekkert elsku mamma í boði frá markvarðaþjálfara Keflavíkur, Sævari Júlíussyni. Hann lét Arends heyra það, en rifrildi þeirra náðist á mynd.
Máni Pétursson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, þurfti að skerast í leikinn og skilja þá tvo að eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan.
Markvarðaþjálfari Keflavíkur lét nýja markvörðinn heyra það
Tengdar fréttir

Sjáðu flottasta markið, atvikið og markasyrpu 1. umferðar í Pepsi-deildinni
Aukaspyrnumörk Ólafs Karls Finsens og Ívars Arnar Jónssonar báru helst til tíðinda í fyrsta þætti Pepsi-markanna.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 1-3 | Sterk byrjun Víkinga
Keflavík og Víkingur mætast í 1. umferð Pepsi-deild karla á Nettóvellinum í Reykjanesbæ.