Stjórnarskráin eina kosningamálið Arnþór Sigurðsson skrifar 4. maí 2015 15:36 Komið hefur fram sú hugmynd að einungis eitt mál verði á dagskrá í næstu þingkosningu. Þetta eina mál er kosning um stjórnarskrána. Hugmyndin er sú að almenningur setji málið á dagskrá og geri þá kröfu að þeir flokkar sem komi til með að bjóða fram lista til alþingskosninga gefi upp hvort þeir muni sameinast um meirihluta um samþykkt á nýrri stjórnarskrá, þeirri sem stjórnlagaráð hefur þegar lagt fram til þingsins en var aldrei afgreidd. Krafan verði sú að þingið verði stutt og þetta eina mál verði verkefni nýs meirihluta og afgreitt, þinginu slitið og boðað verði til kosninga á ný. Með þessu er hlutunum snúið á hvolf. Almenningur stillir flokkunum upp við vegg með þessa einu spurningu, með eða á móti nýrri stjórnarskrá. Í grunninn er þetta mjög einfalt og ætti að vera framkvæmanlegt. Því fleiri sem fylgja þessari hugmynd því meiri möguleiki á því að hún verði að veruleika. Það er viðbúið að þeir flokkar sem ekki vilji að þetta gerist reyni að þvæla málið og flækja en með fókus á þetta eina mál má koma í veg fyrir að þetta verið eyðilagt eins og eflaust verður reynt að gera. Það er mín sannfæring að meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að ný stjórnarskrá verði samþykkt eins og stjórnlagaráð lagið hana fram. Það er líka mín sannfæring að þetta sé gerlegt. Það er hinsvegar undir þjóðinni sjálfri komið hvort að þetta geti gerst. Enn er töluverður tími til næstu kosninga ef núverandi ríkisstjórn heldur út kjörtímabilið og er því nægur tími til þess að undirbúa málið. Kosturinn við þessa aðferð er sú að þeir sem kjósa ákveðna flokka út af einhverjum sérstökum ástæðum geta brugðið út af vananum og valið þann flokk sem þeir treysta til verksins. Þeir geta síðan kosið sinn flokk að nýju aftur að nokkrum mánuðum liðnum þegar boðað verður til kosninga á ný eftir að þingið hefur lokið störfum. Hugmyndin er spennandi að því leyti að þjóðin tekur fram fyrir hendurnar á flokkakerfinu og setur þeim fyrir verkum. Gylliboð flokkanna flækjast ekki fyrir ef þjóðin hundsar þau en setur fókus á aðeins eitt mál. Nýja stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Komið hefur fram sú hugmynd að einungis eitt mál verði á dagskrá í næstu þingkosningu. Þetta eina mál er kosning um stjórnarskrána. Hugmyndin er sú að almenningur setji málið á dagskrá og geri þá kröfu að þeir flokkar sem komi til með að bjóða fram lista til alþingskosninga gefi upp hvort þeir muni sameinast um meirihluta um samþykkt á nýrri stjórnarskrá, þeirri sem stjórnlagaráð hefur þegar lagt fram til þingsins en var aldrei afgreidd. Krafan verði sú að þingið verði stutt og þetta eina mál verði verkefni nýs meirihluta og afgreitt, þinginu slitið og boðað verði til kosninga á ný. Með þessu er hlutunum snúið á hvolf. Almenningur stillir flokkunum upp við vegg með þessa einu spurningu, með eða á móti nýrri stjórnarskrá. Í grunninn er þetta mjög einfalt og ætti að vera framkvæmanlegt. Því fleiri sem fylgja þessari hugmynd því meiri möguleiki á því að hún verði að veruleika. Það er viðbúið að þeir flokkar sem ekki vilji að þetta gerist reyni að þvæla málið og flækja en með fókus á þetta eina mál má koma í veg fyrir að þetta verið eyðilagt eins og eflaust verður reynt að gera. Það er mín sannfæring að meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að ný stjórnarskrá verði samþykkt eins og stjórnlagaráð lagið hana fram. Það er líka mín sannfæring að þetta sé gerlegt. Það er hinsvegar undir þjóðinni sjálfri komið hvort að þetta geti gerst. Enn er töluverður tími til næstu kosninga ef núverandi ríkisstjórn heldur út kjörtímabilið og er því nægur tími til þess að undirbúa málið. Kosturinn við þessa aðferð er sú að þeir sem kjósa ákveðna flokka út af einhverjum sérstökum ástæðum geta brugðið út af vananum og valið þann flokk sem þeir treysta til verksins. Þeir geta síðan kosið sinn flokk að nýju aftur að nokkrum mánuðum liðnum þegar boðað verður til kosninga á ný eftir að þingið hefur lokið störfum. Hugmyndin er spennandi að því leyti að þjóðin tekur fram fyrir hendurnar á flokkakerfinu og setur þeim fyrir verkum. Gylliboð flokkanna flækjast ekki fyrir ef þjóðin hundsar þau en setur fókus á aðeins eitt mál. Nýja stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun