Fram er komið áfram í 32-liða úrslitin í Borgunarbikar karla eftir sigur á Gróttu, 0-2, í kvöld.
Það voru þeir Eyþór Helgi Birgisson og Einar Bjarni Ómarsson sem skoruðu mörk Fram á Vivaldi-vellinum á Nesinu í kvöld.
Þetta var fyrsti leikur Fram undir stjórn Péturs Péturssonar sem var ráðinn sem þjálfari á dögunum.
Hann stýrði liðinu í kvöld ásamt Kristni R. Jónssyni sem var að stýra liðinu í síðasta skipti.
