Afhverju þarf ég kynjafræði? Afhverju þarft þú kynjafræði? Hvað hefur kynjafræði gefið mér? Aron Már Þórðarson skrifar 19. maí 2015 16:42 Þegar ég var á mínu þriðja ári í menntaskóla og kominn með nokkra reynslu af kennsluháttum í skólanum mínum þá frétti ég af einum áfanga sem ég varð að fara í að sögn samnemenda minna. Þessi áfangi var Kynjafræði 103. Ég hafði einnig heyrt talað um hann af öðrum kennurum og þar sem ég er á félagsfræðibraut þá fannst mér tilvalið að skrá mig í áfangann. Ég var engan veginn viss hvernig þetta myndi verða. Ætlar einhver kona bara að tala um hversu ósanngjarn heimurinn er gagnvart konum? Þetta var spurning sem kviknaði í hausnum á mér, ég dvaldi ekki lengi við þessa hugsun en samt kom hún. En þessi spurning myndi ekki verða til í dag. Kynjafræði hefur opnað hugsun mína gagnvart óréttlætinu sem fylgir því að vera kona í daglegu samfélagi okkar og hvernig það er að vera karl sem fer gegn ríkjandi gildum samfélagsins um karlmennsku. Femínismi snýst um jafnstöðu kynjanna, ekki bara réttlæti gagnvart konum. En afhverju er ofbeldi gegn konum? Svarið liggur hjá gerendunum.Ábyrgðina þarf að færa yfir á gerendur Samkvæmt rannsóknum eru flestir gerendur karlkyns Þetta eru ekki alltaf vondir menn. Þeir hafa verið mótaðir í samfélagi þar sem kvenfyrirlitning er normalíseruð og skilja örugglega ekki alltaf sjálfir hvers vegna þeir gera þetta. Ábyrgðin þarf hins vegar að vera færð yfir á þá en ekki konuna. Kynjafræðin kennir þetta og eflir fræðslu hjá ungu fólki sem þarf virkilega á því að halda. Myndir þú styðja son þinn eða dóttur sem beitir aðra ofbeldi? Ég vil halda að svarið sé nei hjá flestum. Ég er bara þannig að ég trúi á það góða í fólki og vil halda því áfram. Með kynjafræðslu hef ég öðlast dýpri skilning á hvernig samfélagið hefur verið byggt á svokölluðu karlaveldi eða kynjakerfi, þar sem allir tapa. Karlinn er yfir konunni. Þetta sést mjög vel á vinnumarkaðinum í dag og þetta mun halda áfram þar til við sem þjóð segjum einfaldlega NEI TAKK. Með kynjafræði í öllum skólum sem skylduáfangi er hægt að efla hug barna okkar og stuðla að jafnrétti. Með því að búa til öruggt umhverfi í tímum getum við deilt hugsunum okkar og reynslu með jafningjum og fengið stuðning. Það er staðreynd að sum börn eru beitt ofbeldi á heimilum og mörg þeirra hafa enga til að leita til. Þau byrgja þetta inni og mótast af þessari reynslu. Án þess að vinna með skaðlega menningu og tala um þetta munum við ekki ná jafnrétti. Hjálpum hvort öðru að verða að betri manneskjum. Segðu JÁ við jafnrétti og JÁ við kynjafræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Þegar ég var á mínu þriðja ári í menntaskóla og kominn með nokkra reynslu af kennsluháttum í skólanum mínum þá frétti ég af einum áfanga sem ég varð að fara í að sögn samnemenda minna. Þessi áfangi var Kynjafræði 103. Ég hafði einnig heyrt talað um hann af öðrum kennurum og þar sem ég er á félagsfræðibraut þá fannst mér tilvalið að skrá mig í áfangann. Ég var engan veginn viss hvernig þetta myndi verða. Ætlar einhver kona bara að tala um hversu ósanngjarn heimurinn er gagnvart konum? Þetta var spurning sem kviknaði í hausnum á mér, ég dvaldi ekki lengi við þessa hugsun en samt kom hún. En þessi spurning myndi ekki verða til í dag. Kynjafræði hefur opnað hugsun mína gagnvart óréttlætinu sem fylgir því að vera kona í daglegu samfélagi okkar og hvernig það er að vera karl sem fer gegn ríkjandi gildum samfélagsins um karlmennsku. Femínismi snýst um jafnstöðu kynjanna, ekki bara réttlæti gagnvart konum. En afhverju er ofbeldi gegn konum? Svarið liggur hjá gerendunum.Ábyrgðina þarf að færa yfir á gerendur Samkvæmt rannsóknum eru flestir gerendur karlkyns Þetta eru ekki alltaf vondir menn. Þeir hafa verið mótaðir í samfélagi þar sem kvenfyrirlitning er normalíseruð og skilja örugglega ekki alltaf sjálfir hvers vegna þeir gera þetta. Ábyrgðin þarf hins vegar að vera færð yfir á þá en ekki konuna. Kynjafræðin kennir þetta og eflir fræðslu hjá ungu fólki sem þarf virkilega á því að halda. Myndir þú styðja son þinn eða dóttur sem beitir aðra ofbeldi? Ég vil halda að svarið sé nei hjá flestum. Ég er bara þannig að ég trúi á það góða í fólki og vil halda því áfram. Með kynjafræðslu hef ég öðlast dýpri skilning á hvernig samfélagið hefur verið byggt á svokölluðu karlaveldi eða kynjakerfi, þar sem allir tapa. Karlinn er yfir konunni. Þetta sést mjög vel á vinnumarkaðinum í dag og þetta mun halda áfram þar til við sem þjóð segjum einfaldlega NEI TAKK. Með kynjafræði í öllum skólum sem skylduáfangi er hægt að efla hug barna okkar og stuðla að jafnrétti. Með því að búa til öruggt umhverfi í tímum getum við deilt hugsunum okkar og reynslu með jafningjum og fengið stuðning. Það er staðreynd að sum börn eru beitt ofbeldi á heimilum og mörg þeirra hafa enga til að leita til. Þau byrgja þetta inni og mótast af þessari reynslu. Án þess að vinna með skaðlega menningu og tala um þetta munum við ekki ná jafnrétti. Hjálpum hvort öðru að verða að betri manneskjum. Segðu JÁ við jafnrétti og JÁ við kynjafræðslu.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar