„Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2015 11:23 Fjölmargir hafa sótt sýningu Íslendinganna á Feneyjatvíæringnum og hér er Sverrir Agnarsson að ávarpa salinn -- en Sverrir sjálfur er hluti sýningarinnar. snorri ásmundsson Framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum, Moskan eftir Christoph Büchel, hefur vakið mikla athygli og er umdeild. Sverrir Agnarsson, formaður félags íslenskra múslíma, segir að pólitísk öfl í Feneyjum vilji notfæra það hversu umdeilt verkið er sér til framdráttar. Mikil hrifning að sögn Sverris Innsetningin, eða gjörningurinn, Moskan hefur verið umdeild en sýningin opnaði fyrir fáeinum dögum. Lögregla og borgaryfirvöld í Feneyjum telja að hún kunni að ógna öryggi en verkið gengur út á að gamalli kirkju í borginni hefur verið breytt í mosku. Sverrir Agnarsson, formaður félags íslenskra múslima, er partur af innsetningunni og hann segir að þetta hafi verið fjörugt, þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann er staddur í Feneyjum. „Já, ég er verkið, eða hluti af verkinu,“ segir Sverrir. Menntamálaráðuneytið hafði samband við hann fyrir nokkrum mánuðum og óskaði eftir aðstoð hans við það að koma verkinu heim og saman. „En Christoph hefur unnið þetta algerlega sjálfur og gert það alveg frábærlega. Og hér er risin ein flottasta moska Evrópu. Það falla allir í stafi sem koma inn í hana.“ Mjög góð aðsókn hefur verið á sýninguna, það er farið að róast núna en var mest fyrstu dagana. „En, það er jafn straumur. Það voru hér fimm eða sex þúsund manns við opnunina og aðeins rólegra núna og allir lýsa yfir hrifningu sinni.“ Það er reyndar ekki alveg nákvæmt hjá Sverri, því borgaryfirvöld og lögregla í Feneyjum hafa gert athugasemdir við sýninguna og sagt hana ógn við öryggi. „Já, eða... sko, borgaryfirvöld hafa að einhverju leyti unnið með sýningunni og það ber að þakka. Og þeim var aldrei bannað þetta en það er verið að reyna að aðskilja þetta. Að það megi ekki biðja þarna. En það er erfitt að segja að á þessum stað megi ekki biðja til guðs. Það er afskaplega sérkennileg skipun. Og það er verið að reyna að koma því á að þessi kirkja hafi aldrei verið afhelguð. En, afhelgun er ekki til og það rak nú Helgi okkar Hós sig illilega á þegar hann var að reyna að afskíra sig. Það eru ekki til slíkar athafnir. En, svo fundust einhverjir pappírar í gær sem segja það að þessi kirkja var seld til veraldlegra nota 1973,“ segir Sverrir sem telur að þar með sé sá Þrándur úr götunni. Sýningin blandast í komandi kosningar En, það þýðir ekki að sýningin sé ekki í deiglunni eftir sem áður. Sverrir bendir á að kosningar muni eiga sér stað og pólitíkusar eru að reyna að notfæra sér væringar um gerninginn sér til framdráttar. „Núna 30. maí og nú hafa sprottið upp einhverjar Framsóknar... ég ætla ekki að segja kellingar, eitthvað svona Framsóknarfyrirbæri sem vilja nota sér þetta til pólitísks framdráttar,“ segir Sverrir og vísar til umræðu sem geisaði á Íslandi í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga; þegar oddviti Framsóknarflokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, átti sviðið eftir umdeild ummæli sem snéru að moskubyggingum í Reykjavík. Sýningin stendur í sjö mánuði og ætlar Sverrir að reyna að vera viðloðandi hana þann tíma. „Ég er reyndar á leiðinni til Saudi Arabíu og Kúveit, ég ætla að fara í svokallaða heimsókn til mekka sem er trúarleg heimsókn sem tekur þrjá daga. Feneyjatvíæringurinn Framsóknarflokkurinn Menning Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum, Moskan eftir Christoph Büchel, hefur vakið mikla athygli og er umdeild. Sverrir Agnarsson, formaður félags íslenskra múslíma, segir að pólitísk öfl í Feneyjum vilji notfæra það hversu umdeilt verkið er sér til framdráttar. Mikil hrifning að sögn Sverris Innsetningin, eða gjörningurinn, Moskan hefur verið umdeild en sýningin opnaði fyrir fáeinum dögum. Lögregla og borgaryfirvöld í Feneyjum telja að hún kunni að ógna öryggi en verkið gengur út á að gamalli kirkju í borginni hefur verið breytt í mosku. Sverrir Agnarsson, formaður félags íslenskra múslima, er partur af innsetningunni og hann segir að þetta hafi verið fjörugt, þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann er staddur í Feneyjum. „Já, ég er verkið, eða hluti af verkinu,“ segir Sverrir. Menntamálaráðuneytið hafði samband við hann fyrir nokkrum mánuðum og óskaði eftir aðstoð hans við það að koma verkinu heim og saman. „En Christoph hefur unnið þetta algerlega sjálfur og gert það alveg frábærlega. Og hér er risin ein flottasta moska Evrópu. Það falla allir í stafi sem koma inn í hana.“ Mjög góð aðsókn hefur verið á sýninguna, það er farið að róast núna en var mest fyrstu dagana. „En, það er jafn straumur. Það voru hér fimm eða sex þúsund manns við opnunina og aðeins rólegra núna og allir lýsa yfir hrifningu sinni.“ Það er reyndar ekki alveg nákvæmt hjá Sverri, því borgaryfirvöld og lögregla í Feneyjum hafa gert athugasemdir við sýninguna og sagt hana ógn við öryggi. „Já, eða... sko, borgaryfirvöld hafa að einhverju leyti unnið með sýningunni og það ber að þakka. Og þeim var aldrei bannað þetta en það er verið að reyna að aðskilja þetta. Að það megi ekki biðja þarna. En það er erfitt að segja að á þessum stað megi ekki biðja til guðs. Það er afskaplega sérkennileg skipun. Og það er verið að reyna að koma því á að þessi kirkja hafi aldrei verið afhelguð. En, afhelgun er ekki til og það rak nú Helgi okkar Hós sig illilega á þegar hann var að reyna að afskíra sig. Það eru ekki til slíkar athafnir. En, svo fundust einhverjir pappírar í gær sem segja það að þessi kirkja var seld til veraldlegra nota 1973,“ segir Sverrir sem telur að þar með sé sá Þrándur úr götunni. Sýningin blandast í komandi kosningar En, það þýðir ekki að sýningin sé ekki í deiglunni eftir sem áður. Sverrir bendir á að kosningar muni eiga sér stað og pólitíkusar eru að reyna að notfæra sér væringar um gerninginn sér til framdráttar. „Núna 30. maí og nú hafa sprottið upp einhverjar Framsóknar... ég ætla ekki að segja kellingar, eitthvað svona Framsóknarfyrirbæri sem vilja nota sér þetta til pólitísks framdráttar,“ segir Sverrir og vísar til umræðu sem geisaði á Íslandi í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga; þegar oddviti Framsóknarflokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, átti sviðið eftir umdeild ummæli sem snéru að moskubyggingum í Reykjavík. Sýningin stendur í sjö mánuði og ætlar Sverrir að reyna að vera viðloðandi hana þann tíma. „Ég er reyndar á leiðinni til Saudi Arabíu og Kúveit, ég ætla að fara í svokallaða heimsókn til mekka sem er trúarleg heimsókn sem tekur þrjá daga.
Feneyjatvíæringurinn Framsóknarflokkurinn Menning Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24
Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54