Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnir í dag tillögu um að öll aðildarríki sambandsins skuli taka á móti ákveðnum hluta af flóttafólki. Þannig muni öll aðildarríki þurfa að taka að sér ákveðinn kvóta af flóttafólki.
Svíþjóð og Þýskaland eru nú þau aðildarríki ESB sem taka á móti flestum hælisleitendum. Önnur aðildarríki gera hins vegar lítið sem ekkert til að bjóða fólki sem er á flótta undan stríði og neyð í sínu heimalandi heimili. Framkvæmdastjórn ESB er á því að þessu verði að breyta.
Létta byrðinni af Ítalíu
Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að um 600 þúsund manns hafi sótt um hæli í aðildarríkjum ESB á næsta ári. Margir komast til Evrópu á illa búnum og ofhlöðnum bátum um Miðjarðarhaf frá norðurströnd Afríku. Tæplega tvö þúsund manns hafa drukknað á þessari leið það sem af er ári.
Mikið hefur verið þrýst á ESB að bregðast við skelfilegu ástandinu, sér í lagi eftir að um 900 flóttamenn drukknuðu þegar bátur sökk undan strönd Líbíu í apríl.
Markmið ESB er meðal annars að létta byrðinni af herðum Ítalíu, þangað sem flestir flóttamenn koma til álfunnar.
ESB vill að fleiri aðildarríki taki ábyrgð á flóttafólki

Tengdar fréttir

Merkel vill breyta reglum um hælisleitendur í Evrópu
Angela Merkel Þýskalandskanslari vill að samdar verði nýjar reglur um hælisleitendur sem kæmu í stað hinnar umdeildu Dyflinnarreglugerðar.

Biður um aðstoð vegna smyglara
Evrópusambandið biðlar til Sameinu þjóðanna um aðstoð vegna flóttafólks.

Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB
Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina.