Íslandskortið fjarlægt úr Tjarnarsal Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. maí 2015 10:42 Nú er ekkert kort heldur skilti sem á stendur: "No map sorry.“ Vísir/Stefán Íslandskortið eða Íslandslíkanið í Ráðhúsi Reykjavíkur hefur verið fjarlægt af sínum vanalega stað en samkvæmt upplýsingum frá húsverði er von á því aftur í lok maí. Það mun þá hafa verið í mánuð í „fríi“ eins og hann orðaði það. „Stjórn hússins starfar eftir þeirri meginreglu að Íslandslíkanið sé að jafnaði til sýnis í öðrum helmingi Tjarnarsalar og sýningar og aðrir viðburðir séu staðsettir í hinum hluta salarins. Í sérstökum tilvikum getur verið gerð undantekning frá þessari reglu,“ segir á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Tjarnarsalurinn sem hýsir vanalega kortið verður nýttur til hvers kyns viðburða á næstunni. Nú næst um helgina sýninguna Handverk og hönnun. Nú er því ekkert kort heldur einungis skilti sem á stendur: „No map sorry.“ Íslandskortið hefur verið í Ráðhúsinu síðan það var byggt árið 1992. Fjölmargir ferðamenn leggja leið sína í Ráðhúsið til þess að skoða það. Líkanið er smíðað á Modelverkstæði Reykjavíkurborgar samkvæmt upplýsingum af síðu borgarinnar. Að verkinu unnu fjórir smiðir, þeir Axel Helgason, Árni Hreiðar Árnason, Jónas Magnússon og Kristján Sigurðsson. Líkanið var síðan málað af Sigurði Pálssyni málarameistara. „Byrjað var að smíða líkanið í ársbyrjun 1985. Það er smíðað úr 1 mm þykkum pappa sem skorinn er út eftir hæðarlínunum á kortunum. Einstök pappaþynna stendur því fyrir hverja 20 hæðarmetra í landinu. Frá sjó og upp á topp Öræfajökuls eru því 106 þynnur í líkaninu. Þær eru límdar hver ofaná aðra með venjulegu trélími og heftar og negldar eftir þörfum. Pappablokkirnar eru festar á tréplötur sem skrúfaðar eru á álramma. Þegar Ráðhúsið opnaði árið 1992 var Íslandslíkanið tilbúið og komið fyrir í Tjarnarsal Ráðhúss og þar hefur það verið til sýnis allar götur síðan.“ Þetta kemur fram á síðu Reykjavíkurborgar þar sem fjallað er um Tjarnarsalinn. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Íslandskortið eða Íslandslíkanið í Ráðhúsi Reykjavíkur hefur verið fjarlægt af sínum vanalega stað en samkvæmt upplýsingum frá húsverði er von á því aftur í lok maí. Það mun þá hafa verið í mánuð í „fríi“ eins og hann orðaði það. „Stjórn hússins starfar eftir þeirri meginreglu að Íslandslíkanið sé að jafnaði til sýnis í öðrum helmingi Tjarnarsalar og sýningar og aðrir viðburðir séu staðsettir í hinum hluta salarins. Í sérstökum tilvikum getur verið gerð undantekning frá þessari reglu,“ segir á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Tjarnarsalurinn sem hýsir vanalega kortið verður nýttur til hvers kyns viðburða á næstunni. Nú næst um helgina sýninguna Handverk og hönnun. Nú er því ekkert kort heldur einungis skilti sem á stendur: „No map sorry.“ Íslandskortið hefur verið í Ráðhúsinu síðan það var byggt árið 1992. Fjölmargir ferðamenn leggja leið sína í Ráðhúsið til þess að skoða það. Líkanið er smíðað á Modelverkstæði Reykjavíkurborgar samkvæmt upplýsingum af síðu borgarinnar. Að verkinu unnu fjórir smiðir, þeir Axel Helgason, Árni Hreiðar Árnason, Jónas Magnússon og Kristján Sigurðsson. Líkanið var síðan málað af Sigurði Pálssyni málarameistara. „Byrjað var að smíða líkanið í ársbyrjun 1985. Það er smíðað úr 1 mm þykkum pappa sem skorinn er út eftir hæðarlínunum á kortunum. Einstök pappaþynna stendur því fyrir hverja 20 hæðarmetra í landinu. Frá sjó og upp á topp Öræfajökuls eru því 106 þynnur í líkaninu. Þær eru límdar hver ofaná aðra með venjulegu trélími og heftar og negldar eftir þörfum. Pappablokkirnar eru festar á tréplötur sem skrúfaðar eru á álramma. Þegar Ráðhúsið opnaði árið 1992 var Íslandslíkanið tilbúið og komið fyrir í Tjarnarsal Ráðhúss og þar hefur það verið til sýnis allar götur síðan.“ Þetta kemur fram á síðu Reykjavíkurborgar þar sem fjallað er um Tjarnarsalinn.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira