Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskiptafræðinga? Aðalheiður Gígja Isaksen skrifar 11. maí 2015 12:02 „Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskipta- og hagfræðinga?“ sagði maðurinn í samninganefnd ríkisins í yfirlætistóni við samstarfskonu mína á samningafundi nýlega, þegar fulltrúar lífeindafræðinga voru að bera saman sín laun við laun annarra starfsstétta hjá Ríkinu. Við vinnum báðar í Blóðbankanum, hún er lífeindafræðingur og ég náttúrufræðingur. Hún sagðist mest hafa séð eftir því að hafa ekki sagt þessum háa herra að í raun ætti hún að vera hærra launuð en viðskiptafræðingur því hún væri meira menntuð. Það tekur nefnilega þrjú ár að útskrifa viðskiptafræðing og hagfræðing en fjögur ár að búa til útskrifa lífeindafræðing. Hvað get ég þá sagt, lífefnafræðingurinn með mastersprófið í heilbrigðisvísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands? Ég á að baki 5 ára háskólanám, ég hlýt þá að eiga að vera enn þá hærra launuð en viðskiptafræðingurinn, eða hvað? Nei, bíddu bíddu, hann viðskiptafræðingurinn er að sýsla með peninga en okkar starf felur í sér að taka þátt í lífsbjargandi meðferð fyrir fárveikt fólk. Það sér það hver maður að peningarnir trompa alltaf fólkið, eða hvað? Það finnst mér alla vega stundum þegar ég skoða launaseðilinn minn. En af hverju er ég að setja mig á þennan háa hest og finnast ég eiga að sjá hærri tölu á launaseðlinum? Vegna þess að starfið sem ég vinn er mikilvægt, krefst mikillar sérþekkingar, er unnið á öllum tímum sólarhringsins og oft undir miklu álagi, þar sem hver sekúnda skiptir máli. Auðvitað fylgir því líka ákveðin gleði að fara heim úr vinnunni eftir vinnudaginn eða næturvaktina og vita að maður hafi lagt sitt að af mörkum við meðferð fjölmargra sjúklinga. Konan sem fór að blæða í keisaranum lifði af, maðurinn með slagæðagúlpinn sem sprakk er kominn úr aðgerð og nýburinn sem þurfti blóðhluta eftir fæðingu er allur að hressast. En vitið þið bara hvað?, Gleðin borgar ekki reikningana og námslánin, svo einfalt er það bara. Ég og samstarfsfólk mitt í Blóðbankanum, sem og annars staðar á Landspítalanum erum ekki að fara fram á 50-100 prósent launahækkun eins og haldið hefur verið fram. Við erum ekki heldur að heimta að okkur sé umbunað umfram aðrar stéttir. Við viljum bara að menntun okkar og sérþekking verði metin að verðleikum og það viðurkennt að við erum ómissandi eins og aðrar stéttir sem starfa innan spítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
„Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskipta- og hagfræðinga?“ sagði maðurinn í samninganefnd ríkisins í yfirlætistóni við samstarfskonu mína á samningafundi nýlega, þegar fulltrúar lífeindafræðinga voru að bera saman sín laun við laun annarra starfsstétta hjá Ríkinu. Við vinnum báðar í Blóðbankanum, hún er lífeindafræðingur og ég náttúrufræðingur. Hún sagðist mest hafa séð eftir því að hafa ekki sagt þessum háa herra að í raun ætti hún að vera hærra launuð en viðskiptafræðingur því hún væri meira menntuð. Það tekur nefnilega þrjú ár að útskrifa viðskiptafræðing og hagfræðing en fjögur ár að búa til útskrifa lífeindafræðing. Hvað get ég þá sagt, lífefnafræðingurinn með mastersprófið í heilbrigðisvísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands? Ég á að baki 5 ára háskólanám, ég hlýt þá að eiga að vera enn þá hærra launuð en viðskiptafræðingurinn, eða hvað? Nei, bíddu bíddu, hann viðskiptafræðingurinn er að sýsla með peninga en okkar starf felur í sér að taka þátt í lífsbjargandi meðferð fyrir fárveikt fólk. Það sér það hver maður að peningarnir trompa alltaf fólkið, eða hvað? Það finnst mér alla vega stundum þegar ég skoða launaseðilinn minn. En af hverju er ég að setja mig á þennan háa hest og finnast ég eiga að sjá hærri tölu á launaseðlinum? Vegna þess að starfið sem ég vinn er mikilvægt, krefst mikillar sérþekkingar, er unnið á öllum tímum sólarhringsins og oft undir miklu álagi, þar sem hver sekúnda skiptir máli. Auðvitað fylgir því líka ákveðin gleði að fara heim úr vinnunni eftir vinnudaginn eða næturvaktina og vita að maður hafi lagt sitt að af mörkum við meðferð fjölmargra sjúklinga. Konan sem fór að blæða í keisaranum lifði af, maðurinn með slagæðagúlpinn sem sprakk er kominn úr aðgerð og nýburinn sem þurfti blóðhluta eftir fæðingu er allur að hressast. En vitið þið bara hvað?, Gleðin borgar ekki reikningana og námslánin, svo einfalt er það bara. Ég og samstarfsfólk mitt í Blóðbankanum, sem og annars staðar á Landspítalanum erum ekki að fara fram á 50-100 prósent launahækkun eins og haldið hefur verið fram. Við erum ekki heldur að heimta að okkur sé umbunað umfram aðrar stéttir. Við viljum bara að menntun okkar og sérþekking verði metin að verðleikum og það viðurkennt að við erum ómissandi eins og aðrar stéttir sem starfa innan spítalans.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar