Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 11. maí 2015 10:32 Rúmlega 90% þeirra hjúkrunarfræðinga sem greiddu atkvæði vilja fara í verkfall. Vísir/Vilhelm Hjúkrunarfræðingar hafa með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða samþykkt að fara í verkfall. Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjúkrunarfræðinga lauk á miðnætti og lá niðurstaðan fyrir í morgun. „Það voru 2.146 hjúkrunarfræðingar á kjörskrá og svarhlutfallið var 76,28% og þar af voru 90,65% hjúkrunarfræðinga fylgjandi verkfalli. Þetta er alveg afgerandi svar sem að ég fæ þarna frá mínum félagsmönnum. Við boðum núna verkfall sem að hefst þá aðfaranótt 27. maí. Ótímabundið verkfall sem að stendur þar til að samningar haf náðst,“ segir Ólafur G. Skúlason formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Mikið ber á milli deiluaðila Verkfallið kemur til með að hafa víðtæk áhrif en það nær meðal annars til allra hjúkrunarfræðing sem að starfa hjá ríkinu. „Þetta mun hafa mjög mikil áhrif á allar heilbrigðisstofnanir landsins. Þetta eru 2.146 hjúkrunarfræðingar sem að fara í verkfall. Undanskildir þeir sem eru þá á undanþágulistum þar sem að við munum ávallt tryggja öryggi sjúklinga í verkfalli en þetta mun hafa gífurlega áhrif á alla starfsemi heilbrigðisstofnana,“ segir Ólafur. Ólafur segir mikið enn bera á milli deiluaðila. „Það hefur ekkert þokast nær og við höfum ekki fundað síðan við boðuðum til kosningarinnar en það er fundur á morgun með samninganefnd ríksins,“ segir Ólafur G. Skúlason.Landlæknir vill lög á verkfall „Heilbrigðisstéttir bera ríka ábyrgð. Auðvitað á fólk rétt á því að fara í verkfall en við verðum líka að láta sjúklinginn njóta vafans," sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í viðtali við fréttastofu um helgina. Landlæknir er sömu skoðunar og Páll. Hann lýsir þessu sem ófremdarástandi og að hann hafi aldrei kynnst öðru eins á löngum starfsferli. Hann segir að stöðva verði verkfallið með öllum ráðum og sé lagasetning ekki undanskilin. Viltu að lög verði sett á þetta verkfall? „Já, þessu verður að ljúka, það er ekki hægt að halda þessu áfram lengur,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völd „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ 11. maí 2015 08:52 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar hafa með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða samþykkt að fara í verkfall. Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjúkrunarfræðinga lauk á miðnætti og lá niðurstaðan fyrir í morgun. „Það voru 2.146 hjúkrunarfræðingar á kjörskrá og svarhlutfallið var 76,28% og þar af voru 90,65% hjúkrunarfræðinga fylgjandi verkfalli. Þetta er alveg afgerandi svar sem að ég fæ þarna frá mínum félagsmönnum. Við boðum núna verkfall sem að hefst þá aðfaranótt 27. maí. Ótímabundið verkfall sem að stendur þar til að samningar haf náðst,“ segir Ólafur G. Skúlason formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Mikið ber á milli deiluaðila Verkfallið kemur til með að hafa víðtæk áhrif en það nær meðal annars til allra hjúkrunarfræðing sem að starfa hjá ríkinu. „Þetta mun hafa mjög mikil áhrif á allar heilbrigðisstofnanir landsins. Þetta eru 2.146 hjúkrunarfræðingar sem að fara í verkfall. Undanskildir þeir sem eru þá á undanþágulistum þar sem að við munum ávallt tryggja öryggi sjúklinga í verkfalli en þetta mun hafa gífurlega áhrif á alla starfsemi heilbrigðisstofnana,“ segir Ólafur. Ólafur segir mikið enn bera á milli deiluaðila. „Það hefur ekkert þokast nær og við höfum ekki fundað síðan við boðuðum til kosningarinnar en það er fundur á morgun með samninganefnd ríksins,“ segir Ólafur G. Skúlason.Landlæknir vill lög á verkfall „Heilbrigðisstéttir bera ríka ábyrgð. Auðvitað á fólk rétt á því að fara í verkfall en við verðum líka að láta sjúklinginn njóta vafans," sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í viðtali við fréttastofu um helgina. Landlæknir er sömu skoðunar og Páll. Hann lýsir þessu sem ófremdarástandi og að hann hafi aldrei kynnst öðru eins á löngum starfsferli. Hann segir að stöðva verði verkfallið með öllum ráðum og sé lagasetning ekki undanskilin. Viltu að lög verði sett á þetta verkfall? „Já, þessu verður að ljúka, það er ekki hægt að halda þessu áfram lengur,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völd „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ 11. maí 2015 08:52 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völd „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ 11. maí 2015 08:52
Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42
Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46