Eurovision í beinni: Fylgstu með Twitter-umræðunni
sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Eurovision fer fram í Stadhalle í Vínarborg í Austurríki klukkan sjö í kvöld.vísir/eurovisiontv/epa
Eurovision fer fram í Stadhalle í Vínarborg í Austurríki klukkan sjö í kvöld. Slóvenía stígur fyrst á svið en alls etja tuttugu og sjö þjóðir kappi. Sjö lönd tóku ekki þátt í undankeppnunum tveimur á þriðjudag og fimmtudag en það eru Spánn, Austurríki, Frakkland, Ástralía, Þýskaland, Ítalía og Bretland.
Twitterliðar eru afar virkir á samfélagsmiðlinum á Eurovision-kvöldi, en hægt verður að fylgjast með umræðunni hér fyrir neðan. Þá verður einnig hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á Youtube-rás Eurovision.