Anifah Aman sagði að það þyrfti að aðstoða þetta fólk og að vegna aðstæðna þeirra væru þeir tilbúnir til að taka á móti þeim.
Samkvæmt BBC munu sjóherir landanna þó ekki leita að flóttafólki á hafi heldur eingöngu aðstoða þá sem ná til lands. Þar að auki væri hjálp þeirra háð því skilyrði að alþjóðasamfélagið myndi hjálpa til við að útvega þeim heimili á innan við ári.
Taíland kom ekki að tilkynningu ríkjanna tveggja og ekki liggur fyrir hvað þeir ætla sér.
Þúsundir flóttamanna hafa nú flúið frá Búrma og Bangladess og aðstæður þeirra á sjó þeykja einstaklega slæmar.

Hann segir að mikill fjöldi þeirra þjáist af næringarskorti, ofþornun og öðrum sjúkdómum. Lowry segir þetta fólk þurf að komast undir læknishendur hið fyrsta.