„Við ætlum kíkja á alla heitustu viðburðina tengda tónlistar- og menningarlífi í sumar. Fólk vill sjá lifandi myndir og hefur gaman af því að innbyrða fréttina á formi myndbands,“ segir Ósk Gunnarsdóttir.
Í þættinum á morgun verður rætt við rapparann Gísla Pálma en útgáfutónleikar hans verða í Gamla Bíói í kvöld. Lífið fylgir Gísla Pálma eftir í kvöld og verða þau Davíð og Ósk á staðnum.

„Hann var sjálfur á leiðinni í tattoo og manaði mig að taka viðtalið við sig á meðan ég væri sjálf í stólnum,“ segir Ósk.
„Hann spurði mig hvort ég væri ekki grjóthörð, og ég gat ekki skorast undan. Áður en ég vissi af var ég komin í tattoo.“
Hér að neðan má sjá hvernig hlutirnir þróuðust á tattoo-stofunni Reykjavík Ink í gær.