Forsætisráðherra Grikklands hefur biðlað til kjósenda þar í landi að hafna kúguninni þegar gengið verður til þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag. Þetta sagði Alexis Tsipras í sjónvarpsávarpi fyrr í dag þar sem hann ítrekaði að vera Grikklands í Evrópusambandinu væri ekki í húfi þegar gengið væri til atkvæða og hvatti kjósendur til að hunsa allan hræðsluáróður.
Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greindi frá því fyrr í dag að dómstóll í Aþenu hefði vísað málshöfðun vegna lögmæti þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá dómi.
Grískir kjósendur munu því ákveða á sunnudag hvort stjórnvöldum beri að samþykkja lánapakka Evrópusambandsins.
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa varað við því að ef Grikkir hafna þessum lánapakka þá muni það þýða útgöngu þeirra af evrusvæðinu.
