Stefán Logi: Býst við að halda áfram lengur en Gulli Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 22:09 Stefán Logi Magnússon var frábær í kvöld. vísir/stefán „Ég er virkilega stoltur af mínum strákum,“ sagði Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, við fréttamenn eftir 1-0 tap bikarmeistaranna gegn Rosenborg í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. KR-liðið spilaði vel í kvöld og hefði hæglega getað komist frá leiknum með jafntefli, en Vesturbæingar voru óheppnir að skora ekki mark. „Við erum búnir að vera frábærir upp á síðkastið og við höfum sýnt mikinn karakter í öllum leikjum hvort sem við spilum vel og illa. Þetta er virkilega flottur og samheldinn hópur sem vill ná árangri og það skín í gegn í kvöld,“ sagði markvörðurinn hávaxni. KR spilaði af krafti frá byrjun í kvöld og pressaði á norska stórliðið strax í byrjun leiks. „Við berum enga virðingu fyrir þeim eins og við töluðum um. Við ætluðum að vera skynsamir og loka á það sem þeir eru góðir í,“ sagði Stefán Logi. „Í sóknarleiknum ætluðum við líka að berja á veikleikum þeirra en það er þannig þegar þú mætir liði eins og Rosenborg þá er pressað á okkur. Í heildina var þetta mjög jafn leikur og líklega skemmtilegur á að horfa.“ Stefán Logi var frábær í kvöld og þurfti vítaspyrnu til að koma boltanum framhjá honum. Eftir langt meiðslaskeið virðist hann í góðu formi og sjálfum líður honum vel. „Mér líður eins og ég sé 22 ára. Ég er að fara að skrifa undir fimm ára samning hérna í næstu viku þannig ég býst ekkert við öðru en að halda áfram lengur en Gulli [Gunnleifur Gunnleifsson],“ sagði Stefán Logi, en var auðveldara að gíra sig upp í svona stórleik? „Það er alltaf að gaman að spila við Rosenborg og góð lið. Það er ekkert leiðinlegra að spila í Pepsi-deildinni heldur er þar bara aðeins öðruvísi umgjörð. Við berum virðingu, upp að vissu marki, fyrir öllum okkar andstæðingum.“ Markvörðurinn er bjartsýnn fyrir seinni leikinn sem fram fer á Lerkendal í Þrándheimi eftir viku. „Það er allt hægt ef við setjum eitt mark á þá og við vorum nálægt því í dag. Við nálgumst verkefnið bara með björtum augum en ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við náum hagstæðum úrslitum úti,“ sagði Stefán Logi Magnússon. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56 Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
„Ég er virkilega stoltur af mínum strákum,“ sagði Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, við fréttamenn eftir 1-0 tap bikarmeistaranna gegn Rosenborg í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. KR-liðið spilaði vel í kvöld og hefði hæglega getað komist frá leiknum með jafntefli, en Vesturbæingar voru óheppnir að skora ekki mark. „Við erum búnir að vera frábærir upp á síðkastið og við höfum sýnt mikinn karakter í öllum leikjum hvort sem við spilum vel og illa. Þetta er virkilega flottur og samheldinn hópur sem vill ná árangri og það skín í gegn í kvöld,“ sagði markvörðurinn hávaxni. KR spilaði af krafti frá byrjun í kvöld og pressaði á norska stórliðið strax í byrjun leiks. „Við berum enga virðingu fyrir þeim eins og við töluðum um. Við ætluðum að vera skynsamir og loka á það sem þeir eru góðir í,“ sagði Stefán Logi. „Í sóknarleiknum ætluðum við líka að berja á veikleikum þeirra en það er þannig þegar þú mætir liði eins og Rosenborg þá er pressað á okkur. Í heildina var þetta mjög jafn leikur og líklega skemmtilegur á að horfa.“ Stefán Logi var frábær í kvöld og þurfti vítaspyrnu til að koma boltanum framhjá honum. Eftir langt meiðslaskeið virðist hann í góðu formi og sjálfum líður honum vel. „Mér líður eins og ég sé 22 ára. Ég er að fara að skrifa undir fimm ára samning hérna í næstu viku þannig ég býst ekkert við öðru en að halda áfram lengur en Gulli [Gunnleifur Gunnleifsson],“ sagði Stefán Logi, en var auðveldara að gíra sig upp í svona stórleik? „Það er alltaf að gaman að spila við Rosenborg og góð lið. Það er ekkert leiðinlegra að spila í Pepsi-deildinni heldur er þar bara aðeins öðruvísi umgjörð. Við berum virðingu, upp að vissu marki, fyrir öllum okkar andstæðingum.“ Markvörðurinn er bjartsýnn fyrir seinni leikinn sem fram fer á Lerkendal í Þrándheimi eftir viku. „Það er allt hægt ef við setjum eitt mark á þá og við vorum nálægt því í dag. Við nálgumst verkefnið bara með björtum augum en ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við náum hagstæðum úrslitum úti,“ sagði Stefán Logi Magnússon.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56 Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56
Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03