Sólveig Guðmundsdóttir, eigandi veitingastaðarins Culiacan, býr í fallegu húsi í Kópavogi ásamt fjölskyldu sinni. Fyrir rúmu ári síðan ákvað hún að breyta húsinu og setja upp nýtt eldhús.
Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Sólveigar fyrir og eftir breytingarnar en í húsinu er nú glæsilegt hringlaga eldhús.
Breytingarnar tóku heilt ár, meðal annars vegna þess að það tók Sólveigu tíma að finna rétta viðinn í eldhúsinnréttinguna. Hún fann hann þó að lokum og er hann nokkuð óhefðbundinn.
„Ég fann út að það er til rosalega mikið af flottu plankaparketi. Þannig að það má labba á þessu ef þú getur,“ segir Sólveig létt í bragði.
Þáttinn má sjá sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
