Óttast að yfirbragð landsins breytist með gjaldtökunni Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. júlí 2015 13:25 Ferðamenn munu þurfa að greiða fyrir bílastæði á Þingvöllum á komandi misserum. Vísir/vilhelm Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum og segir að slík gjöld geti breytt ásýnd Íslands sem ferðamannalands. Þingvallanefnd ætlar taka upp bílastæðagjald í Þjóðgarðinum og er vonast til þess að gjaldið muni skila fjörutíu til fimmtíu milljónum króna á ári. Þá greiða gestir fyrir afnot af salerni og köfun í Silfru. Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum, ekki bara á opinberum friðlýstum svæðum heldur líka stöðum í eigu einkaaðila. „Þetta slær mig heldur illa. Hingað streyma ferðamenn í stórum hópum til landsins með opin veski og kort á lofti til að greiða fyrir flugfar og gistingu og mat og varning. Þessir fjármunir koma að sjálfsögðu fyrirtækjunum til góða og ríki og sveitarfélögunum því að þarna myndast myndarlegir skattstofnar. En það sem gerist með þessu er að yfirbragð landsins breytist með því að gera þetta svona að verslunarvöru,” segir Ögmundur Jónasson þingmaður VG. „Alls staðar er verið að rukka, setja upp stöðumæla og eftirlit og gjaldtöku. En það er ekki bara að yfirbragðið breytist heldur verður okkur gert torveldara að njóta landsins því að ég hef grun um að þarna verði ekki látið staðar numið. Þingvellir, svo koma Gullfoss og Geysir og Jökulsárlón og Dettfoss og svo framvegis. Þannig að viljum við hafa þetta yfirbragð á landinu? Ég held ekki,” segir hann ennfremur. Mikil uppbygging á sér stað á Þingvöllum til að bæta þjónustuna og það kostar peninga. Stefnt er að því að þjónustugjöldin létti undir kostnaði við uppbyggingu en ekkert umfram það. Um milljón manns fara árlega um þjóðgarðinn og svæðið er viðkvæmt. „Við vitum það að það var bærileg sátt um það að setja annað hvort á komugjöld til landsins eða gjald á hótelgistingu en þessi notendagjöld þau fara illa í mig," segir Ögmundur Jónasson. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum og segir að slík gjöld geti breytt ásýnd Íslands sem ferðamannalands. Þingvallanefnd ætlar taka upp bílastæðagjald í Þjóðgarðinum og er vonast til þess að gjaldið muni skila fjörutíu til fimmtíu milljónum króna á ári. Þá greiða gestir fyrir afnot af salerni og köfun í Silfru. Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum, ekki bara á opinberum friðlýstum svæðum heldur líka stöðum í eigu einkaaðila. „Þetta slær mig heldur illa. Hingað streyma ferðamenn í stórum hópum til landsins með opin veski og kort á lofti til að greiða fyrir flugfar og gistingu og mat og varning. Þessir fjármunir koma að sjálfsögðu fyrirtækjunum til góða og ríki og sveitarfélögunum því að þarna myndast myndarlegir skattstofnar. En það sem gerist með þessu er að yfirbragð landsins breytist með því að gera þetta svona að verslunarvöru,” segir Ögmundur Jónasson þingmaður VG. „Alls staðar er verið að rukka, setja upp stöðumæla og eftirlit og gjaldtöku. En það er ekki bara að yfirbragðið breytist heldur verður okkur gert torveldara að njóta landsins því að ég hef grun um að þarna verði ekki látið staðar numið. Þingvellir, svo koma Gullfoss og Geysir og Jökulsárlón og Dettfoss og svo framvegis. Þannig að viljum við hafa þetta yfirbragð á landinu? Ég held ekki,” segir hann ennfremur. Mikil uppbygging á sér stað á Þingvöllum til að bæta þjónustuna og það kostar peninga. Stefnt er að því að þjónustugjöldin létti undir kostnaði við uppbyggingu en ekkert umfram það. Um milljón manns fara árlega um þjóðgarðinn og svæðið er viðkvæmt. „Við vitum það að það var bærileg sátt um það að setja annað hvort á komugjöld til landsins eða gjald á hótelgistingu en þessi notendagjöld þau fara illa í mig," segir Ögmundur Jónasson.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22