Tyrkir virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júlí 2015 11:45 Komið hefur til átaka milli mótmælenda og tyrknesku lögreglunnar vegna fjöldahandtöku yfirvalda. Vísir/AFP Tyrkland hefur virkjað 4. grein Atlantshafssáttmálans í kjölfar blóðugrar viku sem hófst með sjálfsmorðsprengjuárás í landamærabænum Suruc þar sem 32 létu lífið. Í kjölfarið gerði tyrkneski herinn loftárásir á stöðvar ISIS-liða í Sýrlandi og bækistöðvar Kúrda í norðurhluta Íraks. Samkvæmt 4. grein Atlantshafssáttmálans geta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins krafist þess að aðildarríkin hafi „samráð sín á milli, hvenær sem einhver þeirra telur friðhelgi landssvæðis einhvers aðila, pólitísku sjálfstæði eða öryggi ógnað." Þrátt fyrir að stöðugt samráð eigi sér stað á milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins er þetta aðeins í fimmta skipti í sögu bandalagsins sem 4. greinin hefur verið formlega virkjuð og hafa Tyrkir gert það í fjögur skipti. Árið 2003 samþykkti Atlantshafsbandalagið að styrkja landamæri Tyrklands vegna ótta ráðamanna þar í landi að stríðið í Írak gæti færst yfir til Tyrklands. Í júní 2012 var tyrknesk herþota skotin niður af sýrlenska hernum og nokkrum mánuðum seinna létust 5 tyrkneskir ríkisborgar af völdum loftárásar frá Sýrlandi. Í bæði skiptin virkjaði Tyrkland 4. greinina. Síðast var 4. greinin virkjuð í mars 2014 af Póllandi í kjölfar aukinnar spennu á milli Úkraínu og Rússlands.Norður-Atlantsráðið fundar á þriðjudag Fulltrúar hinna 28 aðildarríkja, þar á meðal fulltrúi Íslands, munu funda í Norður-Atlantshafsráðinu í Brussel á þriðjudag vegna ákvörðunar Tyrklands um að virkja 4. grein sáttmálans en ráðið er helsti vettvangur ákvarðanatöku innan Atlantshafsbandalagsins. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, stýrir fundum ráðsins: „Þegar Tyrkland óskar eftir slíkum fundi tel ég það vera bæði æskilegt og tímanlegt að halda slíkan fund þar sem við tökum á óstöðugleikanum sem við erum að verða vitni að í Sýrlandi og Írak, nálægt landamærum NATO í Tyrklandi." Í kjölfar sjálfmorðsprengjuárásarinnar og loftárása tyrkneska hersins hafa ráðamenn í Tyrklandi veit Bandaríkjunum aðgang að herstöðvum sínum til þess að stemma stigu við framgangi ISIS-liða. Er hér um að ræða stefnubreytingu að hálfu Tyrklands en ráðamenn hafa hingað til ekki viljað beita beinum aðgerðum gegn ISIS. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir gera loftárásir á stöðvar ISIS Tyrkir hafa nú heimilað Bandaríkjaher að notast við herstöðina Incirlik við gerð loftárása á stöðvar ISIS. 24. júlí 2015 10:23 Mannskæð sprenging í bænum Suruc í Tyrklandi Sjálfsmorðsárásarmaður felldi að minnsta kosti 28 manns í árás á tyrkneska bæinn Suruc sem stendur nærri landamærum Tyrklands og Sýrlands. 21. júlí 2015 06:00 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Tyrkland hefur virkjað 4. grein Atlantshafssáttmálans í kjölfar blóðugrar viku sem hófst með sjálfsmorðsprengjuárás í landamærabænum Suruc þar sem 32 létu lífið. Í kjölfarið gerði tyrkneski herinn loftárásir á stöðvar ISIS-liða í Sýrlandi og bækistöðvar Kúrda í norðurhluta Íraks. Samkvæmt 4. grein Atlantshafssáttmálans geta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins krafist þess að aðildarríkin hafi „samráð sín á milli, hvenær sem einhver þeirra telur friðhelgi landssvæðis einhvers aðila, pólitísku sjálfstæði eða öryggi ógnað." Þrátt fyrir að stöðugt samráð eigi sér stað á milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins er þetta aðeins í fimmta skipti í sögu bandalagsins sem 4. greinin hefur verið formlega virkjuð og hafa Tyrkir gert það í fjögur skipti. Árið 2003 samþykkti Atlantshafsbandalagið að styrkja landamæri Tyrklands vegna ótta ráðamanna þar í landi að stríðið í Írak gæti færst yfir til Tyrklands. Í júní 2012 var tyrknesk herþota skotin niður af sýrlenska hernum og nokkrum mánuðum seinna létust 5 tyrkneskir ríkisborgar af völdum loftárásar frá Sýrlandi. Í bæði skiptin virkjaði Tyrkland 4. greinina. Síðast var 4. greinin virkjuð í mars 2014 af Póllandi í kjölfar aukinnar spennu á milli Úkraínu og Rússlands.Norður-Atlantsráðið fundar á þriðjudag Fulltrúar hinna 28 aðildarríkja, þar á meðal fulltrúi Íslands, munu funda í Norður-Atlantshafsráðinu í Brussel á þriðjudag vegna ákvörðunar Tyrklands um að virkja 4. grein sáttmálans en ráðið er helsti vettvangur ákvarðanatöku innan Atlantshafsbandalagsins. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, stýrir fundum ráðsins: „Þegar Tyrkland óskar eftir slíkum fundi tel ég það vera bæði æskilegt og tímanlegt að halda slíkan fund þar sem við tökum á óstöðugleikanum sem við erum að verða vitni að í Sýrlandi og Írak, nálægt landamærum NATO í Tyrklandi." Í kjölfar sjálfmorðsprengjuárásarinnar og loftárása tyrkneska hersins hafa ráðamenn í Tyrklandi veit Bandaríkjunum aðgang að herstöðvum sínum til þess að stemma stigu við framgangi ISIS-liða. Er hér um að ræða stefnubreytingu að hálfu Tyrklands en ráðamenn hafa hingað til ekki viljað beita beinum aðgerðum gegn ISIS.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir gera loftárásir á stöðvar ISIS Tyrkir hafa nú heimilað Bandaríkjaher að notast við herstöðina Incirlik við gerð loftárása á stöðvar ISIS. 24. júlí 2015 10:23 Mannskæð sprenging í bænum Suruc í Tyrklandi Sjálfsmorðsárásarmaður felldi að minnsta kosti 28 manns í árás á tyrkneska bæinn Suruc sem stendur nærri landamærum Tyrklands og Sýrlands. 21. júlí 2015 06:00 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Tyrkir gera loftárásir á stöðvar ISIS Tyrkir hafa nú heimilað Bandaríkjaher að notast við herstöðina Incirlik við gerð loftárása á stöðvar ISIS. 24. júlí 2015 10:23
Mannskæð sprenging í bænum Suruc í Tyrklandi Sjálfsmorðsárásarmaður felldi að minnsta kosti 28 manns í árás á tyrkneska bæinn Suruc sem stendur nærri landamærum Tyrklands og Sýrlands. 21. júlí 2015 06:00