Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 23. júlí 2015 09:00 Blanda er aflahæst laxveiðinni ánna en sem komir er. Mynd: Lax-Á Veiðin í laxveiðiánum heldur áfram að vera á blússandi siglingu og það er alveg ljóst að þetta er eitt af góðu árunum. Vikuveiðin er búin að vera feyknagóð og toppnum á laxagöngunum virðist ekki vera náð enda er mikill lax að ganga í árnar og ekkert sýnilega að minnka ennþá. Norðurá og Langá eru þegar komnar yfir 2014 veiðina en Blanda, Þverá og Miðfjarðará ná því klárlega fyrir helgina. Efstu tíu árnar á listanum eru fullar af laxi og þessi mikla veiði í þessum ám hefur alveg þaggað niður í svartsýnustu röddunum sem spáðu þessu sem undir meðallagi sumri. Þetta eru tíu aflahæstu árnar eins og er: Blanda 1638, Norðurá 1530, Miðfjarðará 1221, Þverá + Kjarará 1046, Ytri-Rangá & Hólsá vesturbakki 959, Langá 867, Haffjarðará 651, Laxá á Ásum 367, Grímsá og Tunguá 362 og Laxá í Kjós 362. Þegar listinn frá Landssambandi veiðifélaga er skoðaður í heild sinni sést að miðað við dagsetningu í dag og hvað það er mikið eftir af veiðitímanum eiga þær allar mikið inni og sumar þeirra eru síðan alveg hreinar síðsumarsár svo vonlaust er að reyna spá réttilega á einhverjum vitrænum forsendum um hvernig veiðin í þeim ám þróast, hvað þá í hvaða tölu hún endar. Þetta er gott veiðisumar hvernig sem á það er litið og þar sem það er gott vatn í ánum, nóg af laxi og veðrið að skána, er hægt að biðja um eitthvað meira? Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Veiðin í laxveiðiánum heldur áfram að vera á blússandi siglingu og það er alveg ljóst að þetta er eitt af góðu árunum. Vikuveiðin er búin að vera feyknagóð og toppnum á laxagöngunum virðist ekki vera náð enda er mikill lax að ganga í árnar og ekkert sýnilega að minnka ennþá. Norðurá og Langá eru þegar komnar yfir 2014 veiðina en Blanda, Þverá og Miðfjarðará ná því klárlega fyrir helgina. Efstu tíu árnar á listanum eru fullar af laxi og þessi mikla veiði í þessum ám hefur alveg þaggað niður í svartsýnustu röddunum sem spáðu þessu sem undir meðallagi sumri. Þetta eru tíu aflahæstu árnar eins og er: Blanda 1638, Norðurá 1530, Miðfjarðará 1221, Þverá + Kjarará 1046, Ytri-Rangá & Hólsá vesturbakki 959, Langá 867, Haffjarðará 651, Laxá á Ásum 367, Grímsá og Tunguá 362 og Laxá í Kjós 362. Þegar listinn frá Landssambandi veiðifélaga er skoðaður í heild sinni sést að miðað við dagsetningu í dag og hvað það er mikið eftir af veiðitímanum eiga þær allar mikið inni og sumar þeirra eru síðan alveg hreinar síðsumarsár svo vonlaust er að reyna spá réttilega á einhverjum vitrænum forsendum um hvernig veiðin í þeim ám þróast, hvað þá í hvaða tölu hún endar. Þetta er gott veiðisumar hvernig sem á það er litið og þar sem það er gott vatn í ánum, nóg af laxi og veðrið að skána, er hægt að biðja um eitthvað meira?
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði