„Mér finnst ég frjáls eins og fuglinn þegar ég kemst á kajakinn, þá næ ég mikilli snertingu við náttúruna, fuglarnir allt í kring og lífið verður eins dásamlegt og það getur verið“, segir Svanur Ingvarsson á Selfossi sem verður gestur þáttarins „Feðgar á ferð“ í kvöld.
Svanur er lamaður fyrir neðan mitti eftir að hann féll af húsþaki á Selfossi þar sem hann var við smíðavinnu fyrir 25 árum með félögum sínum.
Hann lætur ekkert stoppa sig, hefur tvívegis keppt á ólympíuleikum fatlaðra fyrir hönd Íslands, syndir á hverjum degi, fer út með hundinn sinn, smíðar og treður upp sem skemmtikraftur með bræðrum sínum.
Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20 í kvöld.
Lamaður á kajak á Hestvatni
