Suður-Kórerumaðurinn Chung Mong-joon, sem býður sig fram til forseta FIFA, segir að hann sé mun betri frambjóðandi en Frakinn Michel Platini, forseti UEFA.
Aftur verður kosið um forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins eftir að Sepp Blatter ákvað að segja af sér tveimur dögum eftir að hann var endurkjörinn í fjórða sinn.
Chung Mong-joon er einn af heiðursforsetum FIFA og fyrrverandi forseti knattspyrnusambands Suður-Kóreu.
„Það verður erfitt fyrir herra Platini að breyta einhverju í raun og veru,“ segir Chung Mong-joon í viðtali við BBC.
„Platini nýtur stuðnings innan FIFA og er í raun og veru stór hluti af núverandi kerfi innan sambandsins.“
„Ef ég verð kosinn verður það ekki mitt starf að njóta lúxus skrifstofunnar heldur að breyta hlutunum,“ segir Chung Mong-joon.
Mong-joon: Ég mun breyta FIFA annað en Platini
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“
Íslenski boltinn

Fótboltamaður lést í upphitun
Fótbolti


„Hann er tekinn út úr leiknum“
Körfubolti




Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér
Íslenski boltinn

„Vilja allir spila fyrir Man United“
Enski boltinn

Chelsea upp í fjórða sætið
Enski boltinn