Nýtt Sportveiðiblað er komið út Karl Lúðvíksson skrifar 9. ágúst 2015 15:00 Nýtt Sportveiðiblað kom út á dögunum og er blaðið sem fyrr fullt af skemmtilegum greinum um sportveiðar. Í blaðinu má meðal annars finna viðtal við Bjarna Júlíusson fyrrum formann SVFR sem á dögunum setti fram áhugaverða kenningu um tengingu milli laxveiða og karfaveiða. Rætt er við Stefán Hrafn Magnússon hreindýrabónda á Grænlandi en hann hefur lengi haldið úti þjónustu við Íslenska og erlenda veiðimenn sem leita til Grænlands í silungs- og hreindýraveiðar. Í blaðinu er líka veiðistaðalýsing á Brúará eftir Árna Kristinn SKúlason þar sem hann fer yfir þessa skemmtilegu á sem allir vilja kunna betur á. Umfjöllun um ósasvæði Laxár á Ásum sem hefur verið betur þekkt sem besta laxveiðiá landsins en hefur líka að geyma eitt skemmtilegasta sjóbleikjusvæði norðurlands. Einnig er í blaðinu að finna greinar um Litluá í Kelduhverfi, Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi og margt fleira. Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Nýtt Sportveiðiblað kom út á dögunum og er blaðið sem fyrr fullt af skemmtilegum greinum um sportveiðar. Í blaðinu má meðal annars finna viðtal við Bjarna Júlíusson fyrrum formann SVFR sem á dögunum setti fram áhugaverða kenningu um tengingu milli laxveiða og karfaveiða. Rætt er við Stefán Hrafn Magnússon hreindýrabónda á Grænlandi en hann hefur lengi haldið úti þjónustu við Íslenska og erlenda veiðimenn sem leita til Grænlands í silungs- og hreindýraveiðar. Í blaðinu er líka veiðistaðalýsing á Brúará eftir Árna Kristinn SKúlason þar sem hann fer yfir þessa skemmtilegu á sem allir vilja kunna betur á. Umfjöllun um ósasvæði Laxár á Ásum sem hefur verið betur þekkt sem besta laxveiðiá landsins en hefur líka að geyma eitt skemmtilegasta sjóbleikjusvæði norðurlands. Einnig er í blaðinu að finna greinar um Litluá í Kelduhverfi, Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi og margt fleira.
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði