Eru BMW og Benz að hætta ímynd sinni með fjölnotabíl og pallbíl? Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2015 13:15 Áætlaður pallbíll Mercedes Benz. BMW er þekkt fyrir sportlega afturhjóladrifna bíla með mikla aksturhæfni og Benz fyrir glæsta lúxusbíla í öllum stærðum og ímynd þeirra á lúxusbílamarkaði er mjög sterk. Því furða margir sig á því að fyrirtækin bæði skuli þora að feta sig inn á aðrar brautir, eins og við smíði fjölnotabíla og pallbíla. BMW kynnti í fyrra fjölnotabílinn BMW 2 Active Tourer og Benz ætlar að setja á markað fremur ódýran pallbíl sem byggður verður á sama undirvagni og Nissan Navara. Þetta gera bæði fyrirtækin til að auka sölu sína og breikka framboðið í flestum flokkum bíla, en skildi þau í leiðinni vera að skjóta sig í fótinn og offra þessari sterku ímynd sinni?Segja kaupendur ekki vilja aka á sama bíl og nágranninn Forsvarsmenn beggja fyrirtækjanna segja að viðskiptavinir þeirra krefjist þess að þau framleiði fjölbreyttar gerðir bíla og að þeir vilji ekki endilega aka um á sömu bílgerð og nágranninn og því hafi þau kynnt margar nýjar bílgerðir á síðustu árum og muni gera það einnig á næstu árum. Audi fetar að mörgu leiti sömu slóð og hin tvö þýsku lúxusbílamerkin og fyirtækið ætlar að kynna 7 nýjar bílgerðir á næstu 5 árum og Mercedes Benz ætlar að bæta við 10 nýjum bílgerðum fram til ársins 2020. Þó hefur verið bent á að Audi hafi gætt sín betur en BMW og Benz á að þynna út bílgerðir sínar á öllum mögulegum mörkuðum sem gefið gæti arð. Einnig hefur verið bent á að Porsche, sem þó hefur á seinni árum bætt jeppa og jepplingi við bílgerðir sínar, hafi gætt fyrirtækjanna best að ímynd sinni með einkar vel smíðuðum bílum í ekki of mörgum flokkum og hafi ekki tapað ímynd sinni fyrir vikið.Audi og Porsche í betri stöðu innan VW? Aðrir hafa bent á að Audi og Porsche tilheyri stóru Volkswagen bílasamstæðunni og það gagnist þeim báðum þar sem þeim sé ekki leyft að ótakmörkuðu leiti að fara inná markaði annarra bílasmiða samstæðunnar. Þau njóti einnig þess mikla fjár sem fari í þróunarstarf Volkswagen samstæðunnar, sem hefur eytt mest allra bílafyrirtækja heims í þróun bíla sinna á síðustu árum. Þarna standi BMW og Benz ver og að þau neyðist til að taka þátt í slagnum á sem flestum sviðum bílgerða og að þau hafi ekki eins ótakmarkað fjármagn til þróunar nýrra bíla. Hvort það verður til að skaða ímynd þeirra eða minnka hagnað af sölu bíla þeirra til lengri tíma mun tíminn einn leiða í ljós, en hættumerkin eru til staðar. Vel gengur hjá þeim báðum um þessar mundir og vonandi verður svo áfram. Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent
BMW er þekkt fyrir sportlega afturhjóladrifna bíla með mikla aksturhæfni og Benz fyrir glæsta lúxusbíla í öllum stærðum og ímynd þeirra á lúxusbílamarkaði er mjög sterk. Því furða margir sig á því að fyrirtækin bæði skuli þora að feta sig inn á aðrar brautir, eins og við smíði fjölnotabíla og pallbíla. BMW kynnti í fyrra fjölnotabílinn BMW 2 Active Tourer og Benz ætlar að setja á markað fremur ódýran pallbíl sem byggður verður á sama undirvagni og Nissan Navara. Þetta gera bæði fyrirtækin til að auka sölu sína og breikka framboðið í flestum flokkum bíla, en skildi þau í leiðinni vera að skjóta sig í fótinn og offra þessari sterku ímynd sinni?Segja kaupendur ekki vilja aka á sama bíl og nágranninn Forsvarsmenn beggja fyrirtækjanna segja að viðskiptavinir þeirra krefjist þess að þau framleiði fjölbreyttar gerðir bíla og að þeir vilji ekki endilega aka um á sömu bílgerð og nágranninn og því hafi þau kynnt margar nýjar bílgerðir á síðustu árum og muni gera það einnig á næstu árum. Audi fetar að mörgu leiti sömu slóð og hin tvö þýsku lúxusbílamerkin og fyirtækið ætlar að kynna 7 nýjar bílgerðir á næstu 5 árum og Mercedes Benz ætlar að bæta við 10 nýjum bílgerðum fram til ársins 2020. Þó hefur verið bent á að Audi hafi gætt sín betur en BMW og Benz á að þynna út bílgerðir sínar á öllum mögulegum mörkuðum sem gefið gæti arð. Einnig hefur verið bent á að Porsche, sem þó hefur á seinni árum bætt jeppa og jepplingi við bílgerðir sínar, hafi gætt fyrirtækjanna best að ímynd sinni með einkar vel smíðuðum bílum í ekki of mörgum flokkum og hafi ekki tapað ímynd sinni fyrir vikið.Audi og Porsche í betri stöðu innan VW? Aðrir hafa bent á að Audi og Porsche tilheyri stóru Volkswagen bílasamstæðunni og það gagnist þeim báðum þar sem þeim sé ekki leyft að ótakmörkuðu leiti að fara inná markaði annarra bílasmiða samstæðunnar. Þau njóti einnig þess mikla fjár sem fari í þróunarstarf Volkswagen samstæðunnar, sem hefur eytt mest allra bílafyrirtækja heims í þróun bíla sinna á síðustu árum. Þarna standi BMW og Benz ver og að þau neyðist til að taka þátt í slagnum á sem flestum sviðum bílgerða og að þau hafi ekki eins ótakmarkað fjármagn til þróunar nýrra bíla. Hvort það verður til að skaða ímynd þeirra eða minnka hagnað af sölu bíla þeirra til lengri tíma mun tíminn einn leiða í ljós, en hættumerkin eru til staðar. Vel gengur hjá þeim báðum um þessar mundir og vonandi verður svo áfram.
Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent