Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Birgir Olgeirsson skrifar 10. ágúst 2015 11:42 Hér má sjá hvar og hvenær vélin lagði af stað og hvar og hvenær hún fannst. Um 30 kílómetrar eru í beinni loftlínu frá flugvellinum á Akureyri á slysstað. Kort/Loftmyndir.is „Við erum að gera okkur klára að fara á vettvang,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá flugslysasviði rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem er á leið á vettvang í Barkárdal þar sem sjóflugvél brotlenti í fjallshlíð í gær. Ragnar var staddur á flugvellinum á Akureyri þegar Vísir náði tali af honum en þyrla mun flytja hann ásamt tveimur öðrum á staðinn þar sem verður unnið að því að tryggja vettvang og hverful sönnunargögn. „Þetta eru för og annað sem getur horfið, það þarf að mynda slíkt. Við þurfum að merkja upp vettvanginn og mæla,“ segir Ragnar. Hann á von á því að vinna á vettvangi muni standa yfir fram eftir degi og munu fleiri bætast í hópinn þegar líður á daginn. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun aðstoða rannsóknarnefndina og lögreglu við að komast á staðinn og flytja flak flugvélarinnar til byggða sem er ekki búin svörtum kassa. „Það er ekki svartur kassi í svona litlum flugvélum. Þá erum við ekki með öll þau gögn sem við myndum hafa ef það væri svartur kassi. Að því leytinu til gerir það rannsóknina flóknari,“ segir Ragnar. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit í gær. Vélin lagði af stað frá Akureyri klukkan 14 en áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Klukkan 17 var lýst yfir neyðarástandi en vélin fannst klukkan 20.29. Um þrjátíu kílómetrar eru frá flugvellinum á Akureyri að slysstað í Barkárdal í beinni loftlínu. Tveir voru í vélinni, annar frá Kanada sem lést en Arngrímur Jóhannsson, þaulreyndur flugmaður, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hann er sagður með alvarlega áverka. Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira
„Við erum að gera okkur klára að fara á vettvang,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá flugslysasviði rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem er á leið á vettvang í Barkárdal þar sem sjóflugvél brotlenti í fjallshlíð í gær. Ragnar var staddur á flugvellinum á Akureyri þegar Vísir náði tali af honum en þyrla mun flytja hann ásamt tveimur öðrum á staðinn þar sem verður unnið að því að tryggja vettvang og hverful sönnunargögn. „Þetta eru för og annað sem getur horfið, það þarf að mynda slíkt. Við þurfum að merkja upp vettvanginn og mæla,“ segir Ragnar. Hann á von á því að vinna á vettvangi muni standa yfir fram eftir degi og munu fleiri bætast í hópinn þegar líður á daginn. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun aðstoða rannsóknarnefndina og lögreglu við að komast á staðinn og flytja flak flugvélarinnar til byggða sem er ekki búin svörtum kassa. „Það er ekki svartur kassi í svona litlum flugvélum. Þá erum við ekki með öll þau gögn sem við myndum hafa ef það væri svartur kassi. Að því leytinu til gerir það rannsóknina flóknari,“ segir Ragnar. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit í gær. Vélin lagði af stað frá Akureyri klukkan 14 en áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Klukkan 17 var lýst yfir neyðarástandi en vélin fannst klukkan 20.29. Um þrjátíu kílómetrar eru frá flugvellinum á Akureyri að slysstað í Barkárdal í beinni loftlínu. Tveir voru í vélinni, annar frá Kanada sem lést en Arngrímur Jóhannsson, þaulreyndur flugmaður, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hann er sagður með alvarlega áverka.
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira
Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18
Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00
Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39