Ytri Rangá og Blanda komnar yfir 4000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 20. ágúst 2015 10:59 Logi Már Kvaran með stórlax sem hann veiddi í Ytri Rangá á sunnudaginn var. Nú þegar langt er liðið á ágúst hafa tvær laxveiðiár farið yfir 4000 laxa og veiðin í þeim er ennþá stórgóð. Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum voru birtar seint í gærkvöldi á vefnum hjá Landssambandi Veiðifélaga og samkvæmt þeim tölum er Blanda sem hefur trónað á toppnum í sumar komin í 4017 laxa sem er ekkert annað en frábær veiði og ennþá veiðist vel í henni. Þar sem hún er ekki ennþá komin á yfirfall er alveg eins líklegt að 300-400 laxar gætu bæst við lokatöluna sem verður þá tæplega 2000 löxum meiri veiði en á fyrra metárinu í henni árið 2010 þegar 2777 laxar veiddust. Ytri Rangá hefur tekið toppsætið á vikulistanum, sem má finna hér, og er heildarveiðin í henni komin í 4174 laxa en lokatölur úr henni í fyrra voru 3063 laxar svo hún hefur þegar vel toppað það annars slaka veiðiár. Ytri Rangá á nóg inni og ennþá er mánuður í að maðkveiðin hefjist en þá má reikna með, miðað við laxamagnið í ánni að fyrsti tvo til þrjú hollin taki 150-200 laxa á dag og fari nokkuð létt með það. Fyrsta maðkavikan á þokkalegu ári í Ytri Rangá gefur oft hátt í 1000 laxa. Það er mikil ganga ennþá í ánna svo það verður reglulega spennandi að fylgjast með henni næstu vikurnar en veitt er í ánni til loka október. Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Nú þegar langt er liðið á ágúst hafa tvær laxveiðiár farið yfir 4000 laxa og veiðin í þeim er ennþá stórgóð. Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum voru birtar seint í gærkvöldi á vefnum hjá Landssambandi Veiðifélaga og samkvæmt þeim tölum er Blanda sem hefur trónað á toppnum í sumar komin í 4017 laxa sem er ekkert annað en frábær veiði og ennþá veiðist vel í henni. Þar sem hún er ekki ennþá komin á yfirfall er alveg eins líklegt að 300-400 laxar gætu bæst við lokatöluna sem verður þá tæplega 2000 löxum meiri veiði en á fyrra metárinu í henni árið 2010 þegar 2777 laxar veiddust. Ytri Rangá hefur tekið toppsætið á vikulistanum, sem má finna hér, og er heildarveiðin í henni komin í 4174 laxa en lokatölur úr henni í fyrra voru 3063 laxar svo hún hefur þegar vel toppað það annars slaka veiðiár. Ytri Rangá á nóg inni og ennþá er mánuður í að maðkveiðin hefjist en þá má reikna með, miðað við laxamagnið í ánni að fyrsti tvo til þrjú hollin taki 150-200 laxa á dag og fari nokkuð létt með það. Fyrsta maðkavikan á þokkalegu ári í Ytri Rangá gefur oft hátt í 1000 laxa. Það er mikil ganga ennþá í ánna svo það verður reglulega spennandi að fylgjast með henni næstu vikurnar en veitt er í ánni til loka október.
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði