Þúsund bílar í fyrsta skipti hjá KIA Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2015 08:45 Inga Rún Long Bjarnadóttir tekur við Kia bíl númer 1.000 frá Sveini Kristjánssyni, sölufulltrúa hjá Öskju. Þúaundasti nýskráði Kia bíllinn á árinu var afhentur hjá Öskju á föstudag. Það var Inga Rún Long Bjarnadóttir sem fékk bíl númer 1000 sem er af gerðinni Kia Rio en það er söluhæsta gerðin hjá Kia á Íslandi og um leið hjá Bílaumboðinu Öskju. ,,Þetta eru stór og ánægjuleg tímamót fyrir Kia og Öskju því þetta er í fyrsta skipti sem við náum að skrá þúsund Kia bíla á einu ári. Og það er gaman að ná að afhenda 1000. Kia bíl ársins 2015 í lok ágúst og enn eru fjórir mánuðir eftir af árinu. Við erum ákaflega ánægð með þennan góða árangur," segir Þorgeir Pálsson sölustjóri Kia hjá Öskju. Sala á Kia hefur gengið mjög vel á Íslandi undanfarin ár og nú ár er Kia annað mest selda merkið á landinu á eftir Toyota. Kia er með tæplega 9,5% markaðshlutdeild, þá hæstu hjá Kia í Evrópu. ,,Það spilar margt inn í þennan góða árangur. Kia bílarnir þykja fallega hannaðir með lipra og góða aksturseiginleika auk þess að vera mjög sparneytnir og umhverfismildir. Þá er 7 ára ábyrgðin mjög sterk en enginn bílaframleiðandi í heiminum í dag býður svo langa ábyrgð á bílum sínum. Loks er endursala þeirra frábær sem skiptir miklu máli," segir Þorgeir. Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent
Þúaundasti nýskráði Kia bíllinn á árinu var afhentur hjá Öskju á föstudag. Það var Inga Rún Long Bjarnadóttir sem fékk bíl númer 1000 sem er af gerðinni Kia Rio en það er söluhæsta gerðin hjá Kia á Íslandi og um leið hjá Bílaumboðinu Öskju. ,,Þetta eru stór og ánægjuleg tímamót fyrir Kia og Öskju því þetta er í fyrsta skipti sem við náum að skrá þúsund Kia bíla á einu ári. Og það er gaman að ná að afhenda 1000. Kia bíl ársins 2015 í lok ágúst og enn eru fjórir mánuðir eftir af árinu. Við erum ákaflega ánægð með þennan góða árangur," segir Þorgeir Pálsson sölustjóri Kia hjá Öskju. Sala á Kia hefur gengið mjög vel á Íslandi undanfarin ár og nú ár er Kia annað mest selda merkið á landinu á eftir Toyota. Kia er með tæplega 9,5% markaðshlutdeild, þá hæstu hjá Kia í Evrópu. ,,Það spilar margt inn í þennan góða árangur. Kia bílarnir þykja fallega hannaðir með lipra og góða aksturseiginleika auk þess að vera mjög sparneytnir og umhverfismildir. Þá er 7 ára ábyrgðin mjög sterk en enginn bílaframleiðandi í heiminum í dag býður svo langa ábyrgð á bílum sínum. Loks er endursala þeirra frábær sem skiptir miklu máli," segir Þorgeir.
Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent