Veit ekki hvort maður græði á því að fá svona skell Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2015 07:00 Hlynur á ferðinni í landsleik. vísir/getty "Þetta var ekki gott. Þeir voru frábærir en við vorum slakir. Það var bara þannig," segir landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson en körfuboltalandsliðið fékk á baukinn gegn Belgum í gær og tapaði með 40 stiga mun, 86-46. Þetta var síðasti æfingaleikur strákanna áður en alvaran hefst á EM í Berlín. Á föstudaginn töpuðu þeir fyrir Pólverjum, 80-65, en á laugardag lögðu þeir Líbanon, 96-75. "Við hittum vel á það gegn Líbanon en núna datt ekkert. Svo fór allur vindur úr þessu hjá okkur. Það var ekki nógu mikil orka í þessu. Ef hinir vinna með 40 stigum þá eru þeir einfaldlega miklu betri." Strákarnir munu mæta mörgum af bestu körfuboltaliðum Evrópu á EM og þar gæti liðið fengið skelli. Er gott eða slæmt að fá einn svona skell áður en haldið verður til Berlín? "Ég veit ekki hvort maður græði einhvern tímann á því að fá svona skell. Við vitum alveg út í hvað við erum að fara og verðum að hafa hausinn í lagi og klára svona leiki þar sem er á brattann að sækja. Við verðum að vera klárir í að halda áfram sama hvað á gengur. Hausinn fór niður hjá mönnum í þessum leik og það má ekki gerast á EM. Það er alltaf vont að tapa leikjum en það er alltaf verri tilfinning ef maður tapar og missti hausinn löngu aður en leikurinn var búinn." Strákarnir hafa fengið fínan undirbúning fyrir stóru stundina. Æfingaleikir heima, mót í Eistlandi og svo loks þetta mót í Póllandi. "Staðan á liðinu er fín í heildina séð. Mér finnst hafa gengið ágætlega í sumar og það verður bara að hafa það að við höfum fengið einu sinni á kjaftinn núna í restina. Við erum alltaf að bæta okkur og svo verður að koma í ljós hvort það dugar eitthvað í Berlín," segir Hlynur en allir leikmenn sluppu óskaddaðir frá helginni í Póllandi og Pavel Ermolinskij spilaði í 20 mínútur í gær. "Við förum til Berlín og höldum áfram sömu vinnu. Reyna að finna leiðir þar sem við getum refsað liðunum. Finna einhverja veikleika sem við getum nýtt okkur." Strákarnir lögðu af stað til Berlínar í morgun. Sumarið er búið að vera langt og strangt. Menn hafa lagt mikið á sig og nú er loksins komið að því að þeir stígi á stóra sviðið. "Þessi veruleiki hefur verið víðsfjarri hjá okkur í körfuboltalandsliðinu í mörg ár. Þetta er nýtt fyrir okkur og verður ótrúlega gaman," segir Hlynur en hann telur niður dagana í fyrsta leik. "Sumarið hefur verið svolítið lengi að líða og maður hefur breytt mörgu í lífinu til að taka þátt. Búið inn á tengdó og mömmu og í raun ekki átt heimili. Maður getur því eðlilega ekki beðið eftir því að þetta byrji." Leikjaplan Íslands á EM 5. sept. Þýskaland-Ísland kl. 13.00 6. sept. Ísland-Ítalía kl. 16.00 8. sept. Ísland-Serbía kl. 13.30 9. sept. Ísland-Spánn kl. 19.00 10. sept. Ísland-Tyrkland kl. 19.00 EM 2015 í Berlín Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
"Þetta var ekki gott. Þeir voru frábærir en við vorum slakir. Það var bara þannig," segir landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson en körfuboltalandsliðið fékk á baukinn gegn Belgum í gær og tapaði með 40 stiga mun, 86-46. Þetta var síðasti æfingaleikur strákanna áður en alvaran hefst á EM í Berlín. Á föstudaginn töpuðu þeir fyrir Pólverjum, 80-65, en á laugardag lögðu þeir Líbanon, 96-75. "Við hittum vel á það gegn Líbanon en núna datt ekkert. Svo fór allur vindur úr þessu hjá okkur. Það var ekki nógu mikil orka í þessu. Ef hinir vinna með 40 stigum þá eru þeir einfaldlega miklu betri." Strákarnir munu mæta mörgum af bestu körfuboltaliðum Evrópu á EM og þar gæti liðið fengið skelli. Er gott eða slæmt að fá einn svona skell áður en haldið verður til Berlín? "Ég veit ekki hvort maður græði einhvern tímann á því að fá svona skell. Við vitum alveg út í hvað við erum að fara og verðum að hafa hausinn í lagi og klára svona leiki þar sem er á brattann að sækja. Við verðum að vera klárir í að halda áfram sama hvað á gengur. Hausinn fór niður hjá mönnum í þessum leik og það má ekki gerast á EM. Það er alltaf vont að tapa leikjum en það er alltaf verri tilfinning ef maður tapar og missti hausinn löngu aður en leikurinn var búinn." Strákarnir hafa fengið fínan undirbúning fyrir stóru stundina. Æfingaleikir heima, mót í Eistlandi og svo loks þetta mót í Póllandi. "Staðan á liðinu er fín í heildina séð. Mér finnst hafa gengið ágætlega í sumar og það verður bara að hafa það að við höfum fengið einu sinni á kjaftinn núna í restina. Við erum alltaf að bæta okkur og svo verður að koma í ljós hvort það dugar eitthvað í Berlín," segir Hlynur en allir leikmenn sluppu óskaddaðir frá helginni í Póllandi og Pavel Ermolinskij spilaði í 20 mínútur í gær. "Við förum til Berlín og höldum áfram sömu vinnu. Reyna að finna leiðir þar sem við getum refsað liðunum. Finna einhverja veikleika sem við getum nýtt okkur." Strákarnir lögðu af stað til Berlínar í morgun. Sumarið er búið að vera langt og strangt. Menn hafa lagt mikið á sig og nú er loksins komið að því að þeir stígi á stóra sviðið. "Þessi veruleiki hefur verið víðsfjarri hjá okkur í körfuboltalandsliðinu í mörg ár. Þetta er nýtt fyrir okkur og verður ótrúlega gaman," segir Hlynur en hann telur niður dagana í fyrsta leik. "Sumarið hefur verið svolítið lengi að líða og maður hefur breytt mörgu í lífinu til að taka þátt. Búið inn á tengdó og mömmu og í raun ekki átt heimili. Maður getur því eðlilega ekki beðið eftir því að þetta byrji." Leikjaplan Íslands á EM 5. sept. Þýskaland-Ísland kl. 13.00 6. sept. Ísland-Ítalía kl. 16.00 8. sept. Ísland-Serbía kl. 13.30 9. sept. Ísland-Spánn kl. 19.00 10. sept. Ísland-Tyrkland kl. 19.00
EM 2015 í Berlín Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira