NBA-veisla í íslenska teignum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 07:00 Pavel lætur skot ríða af. vísir/valli Íslenska körfuboltalandsliðið lenti annan leikinn í röð í vandræðum í seinni hálfleik á móti einu af sterkustu körfuboltaliðum heims. Í fyrradag voru það Serbar og í gær Spánverjar. Í báðum leikjum var íslenska liðið að gera frábæra hluti fyrir hlé en skorti orku í seinni hálfleiknum þegar stórstjörnuliðin ýttu á bensíngjöfina. síðustu tveir seinni hálfleikir hafa því verið íslensku strákunum afar erfiðir. Eitt af því jákvæða við leikinn í gær var það að Pavel Ermonlinskij er búinn að finna skotið sitt en hann setti niður fjóra þrista í gær. „Það er miklu skemmtilegra að sjá boltann fara í körfuna. Ég er ekki í þessu liði sem einhver miðpunktur í sóknarleiknum sem ætlar sér að skora eitthvað. Að sjálfsögðu tökum við öll stig sem við getum fengið. Það liggur mikið á ákveðnum mönnum í liðinu í því að skila stigum. Það er gott að geta hjálpað þeim þó að það sé nú bara af og til,“ segir Pavel sem hefur skorað sex þrista í síðustu tveimur leikjum. Pavel Ermolinskij sá mikið af NBA-stjörnunum í Chicago Bulls í gærkvöldi. „Það voru Gasol og Mirotic í kvöld og einhver annar á morgun. Þetta eru allt stjörnur og maður gerir sitt besta. Við getum bara reynt að gera þetta eins erfitt fyrir þá og hægt er,“ sagði Pavel Ermonlinskij um það verkefni sitt að reyna að stoppa NBA-stjörnurnar Pau Gasol og Nikola Mirotic. Saman skoruðu þeir 43 stig á þeim 45 mínútum sem þeir spiluðu og nýttu 14 af 19 skotum sínum sem gerir 74 prósenta skotnýtingu. „Við gerðum það fyrri partinn og spiluðum vel. Þetta var engin heppni því okkur leið þægilega inni á vellinum í fyrri hálfleik bæði í vörn og sókn. Það fór samt gífurleg orka í að reyna að ýta þessum stóru körlum út úr teignum og spila á þeirra hraða,“ sagði Pavel. „Það sem við tökum úr þessum tveimur síðustu leikjum er að við þurfum að taka eitt skref fram á við til að geta spila við þessi lið í 40 mínútur. Eins og Jón Arnór sagði eftir leikinn þá væri gott ef þessir leikir væru bara tuttugu mínútur,“ sagði Pavel, en er það að dekka Pau Gasol erfiðasta verkefni sem hann hefur fengið? „Já, það er það. Mér fannst eins og hann vissi ekki af mér í raun og veru því hann gat gert hvað sem hann vildi. Mér fannst ég vera á fullu og að vera að gera rosalega góða hluti en eftir á að hyggja þá held ég að hann hafi varla tekið eftir mér fyrir framan sig. Þetta var samt frábær upplifun,“ sagði Pavel í léttum tón. Íslenska liðið spilar lokaleik sinn á móti Tyrkjum í dag. „Þetta snýst um að við höldum áfram að gera sömu hluti og við höfum verið að gera í vörninni. Reyna að teygja þetta út í 30 mínútur í staðinn fyrir tuttugu mínútur. Við þurfum að hitta á dag þar sem við erum að setja niður þessi erfiðu skot sem við erum að fá,“ segir Pavel og bætir við: „Ef við setjum þau niður, af hverju ekki? Þetta er ekki lengur draumur að fara að vinna leik. Við erum inni í þessum leikjum og þetta snýst um eitthvað smá. Ég veit ekki hvað það er en þegar við finnum það þá kemur sigur,“ sagði Pavel að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið lenti annan leikinn í röð í vandræðum í seinni hálfleik á móti einu af sterkustu körfuboltaliðum heims. Í fyrradag voru það Serbar og í gær Spánverjar. Í báðum leikjum var íslenska liðið að gera frábæra hluti fyrir hlé en skorti orku í seinni hálfleiknum þegar stórstjörnuliðin ýttu á bensíngjöfina. síðustu tveir seinni hálfleikir hafa því verið íslensku strákunum afar erfiðir. Eitt af því jákvæða við leikinn í gær var það að Pavel Ermonlinskij er búinn að finna skotið sitt en hann setti niður fjóra þrista í gær. „Það er miklu skemmtilegra að sjá boltann fara í körfuna. Ég er ekki í þessu liði sem einhver miðpunktur í sóknarleiknum sem ætlar sér að skora eitthvað. Að sjálfsögðu tökum við öll stig sem við getum fengið. Það liggur mikið á ákveðnum mönnum í liðinu í því að skila stigum. Það er gott að geta hjálpað þeim þó að það sé nú bara af og til,“ segir Pavel sem hefur skorað sex þrista í síðustu tveimur leikjum. Pavel Ermolinskij sá mikið af NBA-stjörnunum í Chicago Bulls í gærkvöldi. „Það voru Gasol og Mirotic í kvöld og einhver annar á morgun. Þetta eru allt stjörnur og maður gerir sitt besta. Við getum bara reynt að gera þetta eins erfitt fyrir þá og hægt er,“ sagði Pavel Ermonlinskij um það verkefni sitt að reyna að stoppa NBA-stjörnurnar Pau Gasol og Nikola Mirotic. Saman skoruðu þeir 43 stig á þeim 45 mínútum sem þeir spiluðu og nýttu 14 af 19 skotum sínum sem gerir 74 prósenta skotnýtingu. „Við gerðum það fyrri partinn og spiluðum vel. Þetta var engin heppni því okkur leið þægilega inni á vellinum í fyrri hálfleik bæði í vörn og sókn. Það fór samt gífurleg orka í að reyna að ýta þessum stóru körlum út úr teignum og spila á þeirra hraða,“ sagði Pavel. „Það sem við tökum úr þessum tveimur síðustu leikjum er að við þurfum að taka eitt skref fram á við til að geta spila við þessi lið í 40 mínútur. Eins og Jón Arnór sagði eftir leikinn þá væri gott ef þessir leikir væru bara tuttugu mínútur,“ sagði Pavel, en er það að dekka Pau Gasol erfiðasta verkefni sem hann hefur fengið? „Já, það er það. Mér fannst eins og hann vissi ekki af mér í raun og veru því hann gat gert hvað sem hann vildi. Mér fannst ég vera á fullu og að vera að gera rosalega góða hluti en eftir á að hyggja þá held ég að hann hafi varla tekið eftir mér fyrir framan sig. Þetta var samt frábær upplifun,“ sagði Pavel í léttum tón. Íslenska liðið spilar lokaleik sinn á móti Tyrkjum í dag. „Þetta snýst um að við höldum áfram að gera sömu hluti og við höfum verið að gera í vörninni. Reyna að teygja þetta út í 30 mínútur í staðinn fyrir tuttugu mínútur. Við þurfum að hitta á dag þar sem við erum að setja niður þessi erfiðu skot sem við erum að fá,“ segir Pavel og bætir við: „Ef við setjum þau niður, af hverju ekki? Þetta er ekki lengur draumur að fara að vinna leik. Við erum inni í þessum leikjum og þetta snýst um eitthvað smá. Ég veit ekki hvað það er en þegar við finnum það þá kemur sigur,“ sagði Pavel að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira