Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2015 11:45 Pavel í leiknum í gær. Vísir/Valli Einn leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins var búinn að bíða lengi eftir fyrstu körfunni sinni á Evrópumótinu í körfubolta og hann var ekki sá eini. Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. Pavel er mjög mikilvægur fyrir liðið og því var ekki bara hann búinn að bíða eftir að skotin hans færu að detta. „Þetta er búin að eyðimerkurganga hjá mér að skjóta fyrir utan," segir Pavel en bætti svo strax við: „Nei, nei. Í svona jöfnum leikjum eins og hinir voru þá er erfitt að fara til baka og hugsa um einhver mistök hjá sér hvort sem það voru skot sem klikkuðu eða tapaðir boltar. Þetta eru mistök sem maður gerir alltaf en þau stigmagnast á jafnstóru móti og þessu," segir Pavel. Pavel klikkaði á öllum fimm skotunum sínum á móti Þýskalandi og öllum þremur skotum sínum á móti Ítalíu. Pavel tók líka þrjú skot í fyrri hálfleiknum á móti Serbíu án þess að finna körfunetið. Þegar fyrsta skotið fór rétta leið í byrjun seinni hálfleiks þá var hann búinn að klikka á ellefu fyrstu skotunum sínum á Eurobasket. „Þetta er bara spurningin um næsta leik og maður verður að vera fljótur að gleyma öllu," sagði Pavel. Fyrsta karfa hans var þriggja stiga karfa og hann setti aðra slíka í þessum þriðja leikhluta og nýtti alls 2 af 3 þriggja stiga skotum sínum í Serbíuleiknum. „Pavel setti líka niður tvö skot. Hann þarf á því að halda og við þurfum á honum að halda meira í sókninni," sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn í gær og hann sér fyrir sér að nú komi Pavel sterkari inn í þetta. „Það má ekki gleyma því að Pavel er rosalega mikilvægur fyrir okkur varnarlega. Þetta hefur ekki verið að detta fyrir Pavel í sókninni en hann er einn okkar mikilvægasti maður og það verður flott að fá hann sterkan inn í síðustu tvo leikina," sagði Jón Arnór. EM 2015 í Berlín Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Einn leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins var búinn að bíða lengi eftir fyrstu körfunni sinni á Evrópumótinu í körfubolta og hann var ekki sá eini. Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. Pavel er mjög mikilvægur fyrir liðið og því var ekki bara hann búinn að bíða eftir að skotin hans færu að detta. „Þetta er búin að eyðimerkurganga hjá mér að skjóta fyrir utan," segir Pavel en bætti svo strax við: „Nei, nei. Í svona jöfnum leikjum eins og hinir voru þá er erfitt að fara til baka og hugsa um einhver mistök hjá sér hvort sem það voru skot sem klikkuðu eða tapaðir boltar. Þetta eru mistök sem maður gerir alltaf en þau stigmagnast á jafnstóru móti og þessu," segir Pavel. Pavel klikkaði á öllum fimm skotunum sínum á móti Þýskalandi og öllum þremur skotum sínum á móti Ítalíu. Pavel tók líka þrjú skot í fyrri hálfleiknum á móti Serbíu án þess að finna körfunetið. Þegar fyrsta skotið fór rétta leið í byrjun seinni hálfleiks þá var hann búinn að klikka á ellefu fyrstu skotunum sínum á Eurobasket. „Þetta er bara spurningin um næsta leik og maður verður að vera fljótur að gleyma öllu," sagði Pavel. Fyrsta karfa hans var þriggja stiga karfa og hann setti aðra slíka í þessum þriðja leikhluta og nýtti alls 2 af 3 þriggja stiga skotum sínum í Serbíuleiknum. „Pavel setti líka niður tvö skot. Hann þarf á því að halda og við þurfum á honum að halda meira í sókninni," sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn í gær og hann sér fyrir sér að nú komi Pavel sterkari inn í þetta. „Það má ekki gleyma því að Pavel er rosalega mikilvægur fyrir okkur varnarlega. Þetta hefur ekki verið að detta fyrir Pavel í sókninni en hann er einn okkar mikilvægasti maður og það verður flott að fá hann sterkan inn í síðustu tvo leikina," sagði Jón Arnór.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira