Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2015 16:45 Logi Gunnarsson verst í fyrsta leiknum gegn Þýskalandi. vísir/valli Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. Íslenska liðið var nærri því búið að stela sigrinum í fyrsta leiknum á móti Þjóðverjum og var þremur stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir á móti Ítölum í gær. „Núna erum við svekktir. Þessi leikur var okkar fannst mér. Við áttum meira í þessum leik á móti Ítölum en í Þýskalandsleiknum. Við áttum hreinlega skilið að vinna þennan leik," segir Logi Gunnarsson um tapleikinn við Ítalíu. „Þeir skoruðu á réttum tímapunkti í endann og kláruðu leikinn á mörgum reyndum leikmönnum. Þeir voru klárir í endann og fengu skotin sem þeir vilja fá. Við erum líka svolítið óheppnir og það er svolítið erfitt að horfa upp á okkur klikka á vítaskotunum. Það svíður svolítið," segir Logi en íslenska liðið hitti mun betur á móti Ítalíu en í fyrsta leik á móti Þýskalandi. „Við vorum að fá góð skot og vorum að dreifa boltanum. Þeir áttu í miklum vandræðum með okkur. Við fundum það að þeir voru seinir á löppunum þegar við vorum að láta boltann ganga hratt. Við vorum að keyra inn í teig og gefa boltann aftur út og þannig fengum við fullt af góðum skotum," segir Logi. Íslenska liðinu hefur gengið illa að nýta sóknir sínar undir lok leikjanna og það hefur haft mikið að segja að þeir töpuðust báðir. „Varnir mótherjanna herðast í enda leikjanna og liðin reyna náttúrulega að leita uppi okkar bestu menn sem eru að fara að klára sóknirnar og reyna að stöðva þá. Varnirnar á móti okkur verða bara betri í endann en við verðum bara að halda áfram og læra af þessu," segir Logi. „Við þurfum að klára leikina betur og ákvarðanatökurnar verða aðeins að vera betri. Þetta var samt flott heilt yfir og við erum mjög svekktir," segir Logi. Íslenska liðið fær nú einn hvíldardag til að jafna sig fyrir þrjá síðustu leikina í riðlinum. „Þessir fyrstu tveir leikir tóku mikla orku og við fáum því kærkomna hvíld. Svo förum við bara í Serbaleikinn alveg eins og þennan leik. Þar eru við að fara að mæta einu af tveimur bestu liðum heims. Við erum ekki hræddir við neinn og vöðum í þá eins og við gerðum í leikjunum á móti Þýskalandi og Ítalíu," segir Logi. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Gleymdi því af því ég var svo fúll og leiðinlegur Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu stóðu sig frábærlega í gærkvöldi þrátt fyrir tapið á móti Ítölum. 7. september 2015 11:30 Vítanýtingin svíður | Ísland með eina lélegustu vítanýtinguna á EM Íslenska körfuboltalandsliðið hefur staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín en það er helst á einum stað þar sem hægt er að gagnrýna íslensku strákana. 7. september 2015 12:00 Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00 Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00 Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00 Bara tveir leikmenn á EM með fleiri þrista en Hlynur og Haukur Ísland á tvo leikmenn meðal efstu manna í skoruðum þriggja stiga körfum eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. 7. september 2015 13:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. Íslenska liðið var nærri því búið að stela sigrinum í fyrsta leiknum á móti Þjóðverjum og var þremur stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir á móti Ítölum í gær. „Núna erum við svekktir. Þessi leikur var okkar fannst mér. Við áttum meira í þessum leik á móti Ítölum en í Þýskalandsleiknum. Við áttum hreinlega skilið að vinna þennan leik," segir Logi Gunnarsson um tapleikinn við Ítalíu. „Þeir skoruðu á réttum tímapunkti í endann og kláruðu leikinn á mörgum reyndum leikmönnum. Þeir voru klárir í endann og fengu skotin sem þeir vilja fá. Við erum líka svolítið óheppnir og það er svolítið erfitt að horfa upp á okkur klikka á vítaskotunum. Það svíður svolítið," segir Logi en íslenska liðið hitti mun betur á móti Ítalíu en í fyrsta leik á móti Þýskalandi. „Við vorum að fá góð skot og vorum að dreifa boltanum. Þeir áttu í miklum vandræðum með okkur. Við fundum það að þeir voru seinir á löppunum þegar við vorum að láta boltann ganga hratt. Við vorum að keyra inn í teig og gefa boltann aftur út og þannig fengum við fullt af góðum skotum," segir Logi. Íslenska liðinu hefur gengið illa að nýta sóknir sínar undir lok leikjanna og það hefur haft mikið að segja að þeir töpuðust báðir. „Varnir mótherjanna herðast í enda leikjanna og liðin reyna náttúrulega að leita uppi okkar bestu menn sem eru að fara að klára sóknirnar og reyna að stöðva þá. Varnirnar á móti okkur verða bara betri í endann en við verðum bara að halda áfram og læra af þessu," segir Logi. „Við þurfum að klára leikina betur og ákvarðanatökurnar verða aðeins að vera betri. Þetta var samt flott heilt yfir og við erum mjög svekktir," segir Logi. Íslenska liðið fær nú einn hvíldardag til að jafna sig fyrir þrjá síðustu leikina í riðlinum. „Þessir fyrstu tveir leikir tóku mikla orku og við fáum því kærkomna hvíld. Svo förum við bara í Serbaleikinn alveg eins og þennan leik. Þar eru við að fara að mæta einu af tveimur bestu liðum heims. Við erum ekki hræddir við neinn og vöðum í þá eins og við gerðum í leikjunum á móti Þýskalandi og Ítalíu," segir Logi.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Gleymdi því af því ég var svo fúll og leiðinlegur Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu stóðu sig frábærlega í gærkvöldi þrátt fyrir tapið á móti Ítölum. 7. september 2015 11:30 Vítanýtingin svíður | Ísland með eina lélegustu vítanýtinguna á EM Íslenska körfuboltalandsliðið hefur staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín en það er helst á einum stað þar sem hægt er að gagnrýna íslensku strákana. 7. september 2015 12:00 Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00 Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00 Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00 Bara tveir leikmenn á EM með fleiri þrista en Hlynur og Haukur Ísland á tvo leikmenn meðal efstu manna í skoruðum þriggja stiga körfum eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. 7. september 2015 13:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Jón Arnór: Gleymdi því af því ég var svo fúll og leiðinlegur Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu stóðu sig frábærlega í gærkvöldi þrátt fyrir tapið á móti Ítölum. 7. september 2015 11:30
Vítanýtingin svíður | Ísland með eina lélegustu vítanýtinguna á EM Íslenska körfuboltalandsliðið hefur staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín en það er helst á einum stað þar sem hægt er að gagnrýna íslensku strákana. 7. september 2015 12:00
Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00
Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00
Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00
Bara tveir leikmenn á EM með fleiri þrista en Hlynur og Haukur Ísland á tvo leikmenn meðal efstu manna í skoruðum þriggja stiga körfum eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. 7. september 2015 13:30