Hörður Axel: Erum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2015 19:46 Hörður Axel Vilhjálmsson. Visir/Valli Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. „Við erum bara drullufúlir að hafa ekki unnið þennan leik. Mér fannst halla rosalega á okkur. Þegar við keyrum að körfunni þá aldrei dæmt neitt og svo voru þeir að taka stökkskot út um allt og fá villur og víti fyrir það. Dómararnir voru bara með stjörnur í augum að horfa á einhverja NBA-karla spila við okkur og kannski höfðu þeir bara ekki trú á því að við gætum staðið eitthvað í þeim," sagði Hörður Axel. „Það er náttúrulega alltaf hægt að benda á eitthvað og svo er þetta bara strax eftir leik og ég er mjög pirraður. Mér fannst þetta samt," sagði Hörður Axel en það er hugur í honum og öðrum í íslenska liðinu. „Við erum komnir hingað til að vinna leik og við ætlum okkur að gera það. Það gerðist ekki í dag en við höfum fulla trú á því að við getum unnið leik hérna," sagði Hörður Axel. Íslenska vörnin var ekki nógu góð í byrjun en svo komu strákarnir sér aftur í rétta varnargírinn. „Við erum hörku spilarar og vitum alveg hvað við erum að gera. Þetta er ekki fyrsti leikurinn sem við spilum. Við aðlögum okkur að leik mótherjanna og það er meira um að liðin þurfi að aðlaga sig að okkur útaf því hvernig við spilum. Nú er bara áfram gakk og sjáum til hvað gerist," sagði Hörður Axel. „Ítalarnir bjuggumst kannski ekki við hörkuleik en ég held að við séum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna," sagði Hörður. Næsti leikur er ekki fyrr en á móti Serbíu á þriðjudaginn. „Frídagurinn á morgun er kærkominn og gott að fá einn dag til að hlaða batteríin og hreinsa hugann eftir erfitt tap," sagði Hörður Axel en stuðningurinn frá stúkunni var frábær í kvöld. „Það er frábært að sjá okkar fólk í stúkunni. Ég var seinastur út á gólfi til þess að reyna að taka þetta allt inn. Það er ekki á hverjum degi sem að maður upplifir svona stemningu. Þetta er alveg geggjað," sagði Hörður Axel. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41 Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25 Craig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum Landsliðsþjálfari Íslands var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Ítalíu í dag en íslenska liðið var yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. 6. september 2015 18:30 Datome: Ísland er með virkilega gott lið Luigi Datome var hrifinn af íslenska liðinu eftir sex stiga sigur ítalska liðsins á Íslandi á Eurobasket í Berlín í dag. 6. september 2015 18:16 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. „Við erum bara drullufúlir að hafa ekki unnið þennan leik. Mér fannst halla rosalega á okkur. Þegar við keyrum að körfunni þá aldrei dæmt neitt og svo voru þeir að taka stökkskot út um allt og fá villur og víti fyrir það. Dómararnir voru bara með stjörnur í augum að horfa á einhverja NBA-karla spila við okkur og kannski höfðu þeir bara ekki trú á því að við gætum staðið eitthvað í þeim," sagði Hörður Axel. „Það er náttúrulega alltaf hægt að benda á eitthvað og svo er þetta bara strax eftir leik og ég er mjög pirraður. Mér fannst þetta samt," sagði Hörður Axel en það er hugur í honum og öðrum í íslenska liðinu. „Við erum komnir hingað til að vinna leik og við ætlum okkur að gera það. Það gerðist ekki í dag en við höfum fulla trú á því að við getum unnið leik hérna," sagði Hörður Axel. Íslenska vörnin var ekki nógu góð í byrjun en svo komu strákarnir sér aftur í rétta varnargírinn. „Við erum hörku spilarar og vitum alveg hvað við erum að gera. Þetta er ekki fyrsti leikurinn sem við spilum. Við aðlögum okkur að leik mótherjanna og það er meira um að liðin þurfi að aðlaga sig að okkur útaf því hvernig við spilum. Nú er bara áfram gakk og sjáum til hvað gerist," sagði Hörður Axel. „Ítalarnir bjuggumst kannski ekki við hörkuleik en ég held að við séum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna," sagði Hörður. Næsti leikur er ekki fyrr en á móti Serbíu á þriðjudaginn. „Frídagurinn á morgun er kærkominn og gott að fá einn dag til að hlaða batteríin og hreinsa hugann eftir erfitt tap," sagði Hörður Axel en stuðningurinn frá stúkunni var frábær í kvöld. „Það er frábært að sjá okkar fólk í stúkunni. Ég var seinastur út á gólfi til þess að reyna að taka þetta allt inn. Það er ekki á hverjum degi sem að maður upplifir svona stemningu. Þetta er alveg geggjað," sagði Hörður Axel.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41 Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25 Craig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum Landsliðsþjálfari Íslands var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Ítalíu í dag en íslenska liðið var yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. 6. september 2015 18:30 Datome: Ísland er með virkilega gott lið Luigi Datome var hrifinn af íslenska liðinu eftir sex stiga sigur ítalska liðsins á Íslandi á Eurobasket í Berlín í dag. 6. september 2015 18:16 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41
Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25
Craig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum Landsliðsþjálfari Íslands var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Ítalíu í dag en íslenska liðið var yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. 6. september 2015 18:30
Datome: Ísland er með virkilega gott lið Luigi Datome var hrifinn af íslenska liðinu eftir sex stiga sigur ítalska liðsins á Íslandi á Eurobasket í Berlín í dag. 6. september 2015 18:16
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18