Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Anton Ingi Leifsson skrifar 5. september 2015 15:35 Jón Arnór í baráttunni í dag. vísir/valli Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svektur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. „Maður er sár yfir því að tapa þessu. Ég er vonsvikinn að hafa ekki klárað þetta og er vonsvikinn út í sjálfan mig að hafa ekki sett þessi skot niður í lokin," sagði Jón Arnór í samtali við Vísi. Hann var ánægður með kaflann þegar Ísland saxaði á forskot heimamanna. „Við fengum þá góð skot, skotin sem við vildum. Við eyddum svakalegri orku í þennan leik og sögðum fyrir leikinn að við ættum séns í þennan leik." „Ég er vonsvikinn, en auðvitað er ég stoltur af því hvernig við börðumst. Ég var búinn að segja það í öðrum viðtölum að ég hef aldrei verið jafn stressaður fyrir neinn leik á ævinni eins og þennan." „Maður hefur alltaf verið með rútínu til að stjórna þessu, en hugleiðslan gekk greinilega ekki neitt." Jón Arnór segir að varnarleikurinn hafi verið algjörlega til fyrirmyndar. Liðið hafi barist til síðasta blóðdropa, en hefði jafnvel getað gert betur í sóknarleiknum. „Við vorum að stríða þeim mikið varnarlega. Þeir áttu í erfiðleikum með að fá auðveldar körfur og við börðumst eins og Íslendingar. Það er heppilegast." „Það er nátturlega gefið að þetta yrði erfitt, en fyrsti leikurinn er sénsinn aðeins meiri þegar hin liðin þekkja okkur kannski ekki vel. Maður veit aldrei. Ég held að þú þurfir að bera virðingu fyrir öllum liðunum í þessum riðli og þetta verða svona leikir." „Við fengum fullt af opnum færum og hefðum getað sett færin niður, en maður getur ekki hitt úr öllum skotunum. Við vorum auðvitað að gera fullt af mistökum líka, en hefðum kannski mátt nýta færin betur. „Það er mjög jákvætt að fá svona mörg opin skot og mér fannst við vera agressívir. Mér fannst við vera tilbúnir og þessi árs bið hefur gert okkur gott. Það var mikil orka í liðinu." Jón Arnór er leikreyndasti leikmaðurinn í hópnum og hefur spilað flestu leikina af öllum í hópnum á stóra sviðinu í stóru deildunum úti í heimi. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu vel hinir strákarnir í liðinu stóðu sig á stóra sviðinu. „Nei, alls ekki. Við erum með gott lið, við erum með gott körfuboltalið. Við erum litlir, en við vinnum það upp á annan hátt. Við erum bara góðir í körfubolta og fólk sá það hér í dag." „Ég þarf að fara í ísbað. Ég er að stífna upp hérna í þessu viðtali," sem lofaði þó að mæta til leiks á völlinn á morgun: „Já, ég mæti!," sagði Jón Arnór í leikslok. EM 2015 í Berlín Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svektur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. „Maður er sár yfir því að tapa þessu. Ég er vonsvikinn að hafa ekki klárað þetta og er vonsvikinn út í sjálfan mig að hafa ekki sett þessi skot niður í lokin," sagði Jón Arnór í samtali við Vísi. Hann var ánægður með kaflann þegar Ísland saxaði á forskot heimamanna. „Við fengum þá góð skot, skotin sem við vildum. Við eyddum svakalegri orku í þennan leik og sögðum fyrir leikinn að við ættum séns í þennan leik." „Ég er vonsvikinn, en auðvitað er ég stoltur af því hvernig við börðumst. Ég var búinn að segja það í öðrum viðtölum að ég hef aldrei verið jafn stressaður fyrir neinn leik á ævinni eins og þennan." „Maður hefur alltaf verið með rútínu til að stjórna þessu, en hugleiðslan gekk greinilega ekki neitt." Jón Arnór segir að varnarleikurinn hafi verið algjörlega til fyrirmyndar. Liðið hafi barist til síðasta blóðdropa, en hefði jafnvel getað gert betur í sóknarleiknum. „Við vorum að stríða þeim mikið varnarlega. Þeir áttu í erfiðleikum með að fá auðveldar körfur og við börðumst eins og Íslendingar. Það er heppilegast." „Það er nátturlega gefið að þetta yrði erfitt, en fyrsti leikurinn er sénsinn aðeins meiri þegar hin liðin þekkja okkur kannski ekki vel. Maður veit aldrei. Ég held að þú þurfir að bera virðingu fyrir öllum liðunum í þessum riðli og þetta verða svona leikir." „Við fengum fullt af opnum færum og hefðum getað sett færin niður, en maður getur ekki hitt úr öllum skotunum. Við vorum auðvitað að gera fullt af mistökum líka, en hefðum kannski mátt nýta færin betur. „Það er mjög jákvætt að fá svona mörg opin skot og mér fannst við vera agressívir. Mér fannst við vera tilbúnir og þessi árs bið hefur gert okkur gott. Það var mikil orka í liðinu." Jón Arnór er leikreyndasti leikmaðurinn í hópnum og hefur spilað flestu leikina af öllum í hópnum á stóra sviðinu í stóru deildunum úti í heimi. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu vel hinir strákarnir í liðinu stóðu sig á stóra sviðinu. „Nei, alls ekki. Við erum með gott lið, við erum með gott körfuboltalið. Við erum litlir, en við vinnum það upp á annan hátt. Við erum bara góðir í körfubolta og fólk sá það hér í dag." „Ég þarf að fara í ísbað. Ég er að stífna upp hérna í þessu viðtali," sem lofaði þó að mæta til leiks á völlinn á morgun: „Já, ég mæti!," sagði Jón Arnór í leikslok.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira