Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Óskar Ófeigur Jónsson í Berlín skrifar 5. september 2015 14:45 Jón Arnór Stefánsson á ferðinni í leiknum í kvöld. Vísir/Valli Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. Íslenska körfuboltalandsliðið átti möguleika á sigri fram á lokasekúndurnar í sínum fyrsta leik á stórmóti. Heimamenn í Þýskalandi geta þakkað fyrir að íslenska liðið hitti ekki vel í leiknum. Þjóðverjarnir fóru næstum því á taugum í lokin eftir frábæran endakafla íslenska liðsins en íslensku strákarnir unnu lokaleikhlutann 22-12. Þjóðverjar sluppu með skrekkinn því íslenska liðið náði ekki að nýta ágæt tækifæri í lokin og stærsti hlutinn af Mercedens Benz höllinni andaði léttar. Íslensku áhorfendurnir fögnuðu líka sínum mönnum sem gáfust ekki upp og voru næstum því búnir að koma allir körfubolta-Evrópu mikið á óvart. Íslenska liðið spilaði flotta vörn allan leikinn og það var henni að þakka að liðið gat komið til baka þegar skotin fóru loksins að detta í seinni hálfleiknum. Jón Arnór Stefánsson átti frábæran leik og hélt lengstum uppi sóknarleiknum með því að skora 23 stig og gefa 5 stoðsendingar. Ekki slæm byrjun hjá honum í sínum fyrsta leik á EM. Fyrsti leikhlutinn var í járnum, en íslenska liðið lenti í smá þurrð á tímapunkti. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-14, Þjóðverjum í vil. Heimamenn stigu hins vegar aðeins á bensíngjöfina í öðrum leikhluta og þegar honum var lokið leiddu þeir með fimmtán stiga mun, 41-26. Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson skoruðu 19 af 26 stigum Íslands í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar virtust ætla að gera út um leikinn í þriðja leikhluta, en staðan eftir þriðja leikhlutann, 59-43, Þjóðverjum í vil. Eljan í íslenska liðinu var mögnuð. Þeir gáfust ekki upp og þegar rúmar tvær mínútur voru eftir var munurinn sex stig, 69-63. Þjóðverjar náðu þó á lokakaflanum að sigla sigrinum í hús, en lokatölur 71-65. Strákarnir geta þó borið höfuðið eftir magnaða frammistöðu gegn einu af bestu liðum í heimi. Þeir voru inni í leiknum allt fram á síðustu sekúndu.Atkvæðamestir hjá Íslandi á móti Þjóðverjum: Jón Arnór Stefánsson 23 stig, 5 stoðsendingar Hlynur Bæringsson 12 stig, 8 fráköst, hitti úr 4 af 7 þriggja stiga skotum Haukur Helgi Pálsson 12 stig Hörður Axel Vilhjálmsson 11 stig, 6 fráköst, 2 stolnir Martin Hermannsson 3 stig, 2 stolnir Logi Gunnarsson 2 stig Jakob Örn Sigurðarson 2 stig Pavel Ermolinskij 6 fráköstJón Arnór hitti úr 5 af 5 vítum sínum í leiknum en restin af íslenska liðinu nýtti aðeins 7 af 17 skotum af vítalínunni.Ísland hitti úr 14 af 30 skotum sínum í seinni hálfleik (47 prósent) eftir að hafa aðeins nýtt 28 prósent skora sinna í fyrri hálfleik (9 af 32).Logi Gunnarsson.Vísir/ValliLogi Gunnarsson: Hefðum alveg getað stolið þessum leik Logi Gunnarsson hitti ekki vel á afmælisdaginn og varð að sætta sig við naumt tap á móti Þjóðverjum en hann gaf engu að síður allt sitt inn á vellinum og allir í íslenska liðinu. „Ef við hefðum hitt úr réttum skotunum á réttum tíma þá hefðum við alveg getað stolið þessum leik og unnið sigur í fyrsta leik," sagði Logi eftir leikinn í Mercedes Benz höllinni í dag. „Ég er mjög sáttur með spilamennskuna og vörnin er náttúrulega frábær hjá okkur. Það er ástæða fyrir því að við erum hérna," segir Logi. Það var enginn leikamaður íslenska liðsins með stjörnur í augum. „Við eigum ekki að horfa á hinar stórstjörnurnar og vera hrifnir af þeim. Við vitum að við erum góðir körfuboltamenn og það er ástæða fyrir því að við erum hérna. Ég er mjög sáttur með leikinn í kvöld," sagði Logi. „Við berjumst alltaf eins og hundar og erum á fullu. Svona stórt og mikið lið eins og Þjóðverjar eru með finnst ekkert þægilegt að vera með litla titti í kringum sig að ýta sér. Þeir fóru að tapa boltanum og við keyrðum í bakið á þeim og fengum þrista," sagði Logi. „Þannig eigum við að spila og þannig munum við spila áfram í næstu leikjum. Ef við getum spilað á móti þessu liði þá getum við spilað á móti hvaða liði sem er og stolið sigri," sagði Logi. Hann segir að liðið fari óhrætt inn í næstu leiki. „Við getum spilað á móti bestu liðunum í Evrópu. Við byggjum á þessu og förum í leikinn á morgun til að bæta við og spila áfram þennan bolta. Núna er sviðsskrekkurinn aðeins farinn úr okkur þó að hann hafi ekki verið mikill því við vorum bara spenntir," sagði Logi að lokum.Haukur að dekka Dirk Nowitzki.Vísir/ValliHaukur Helgi: Hugsaði að við værum að fara taka þennan leik Haukur Helgi Pálssn, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, var svekktur, en stoltur af strákunum okkar í leikslok. Ísland tapaði fyrir Þýskalandi 71-65 í fyrsta leik Ísland á Eurobasket. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég er ánægður, en samt svekktur," voru fyrstu viðbrögð Hauks Helga í samtali við blaðamann Vísis í Berlín. „Við vorum mjög nálægt þessu og mér fannst við virkilega geta unnið þetta. Sérstaklega þegar við fórum að spila okkar leik." „Við bættum aðeins í hraðann og byrjuðum að hitta vel. Þá hugsaði ég bara að við værum að fara taka þennan leik, leiðinlegt að tapa svona, en við sýndum hversu megnugir við erum og við sýndum að við erum ekkert hérna til að gefast upp." Haukur segir að þetta gefi góð fyrirheit fyrir mótið og þeir ætli sér í hvern einasta leik til að vinna - ekki bara vera með. „Já klárlega. Við ætluðum að koma hérna og sjokkera alla sem eru að horfa á þetta. Að litla Ísland eigi ekki að vera hérna - við eigum fyllilega skilið að vera hér. Við sýndum það og sönnuðum." Íslenska liðið hitti ekki vel í fyrri hálfleik, en Haukur Helgi að segir að það sé erfitt fyrir að segja hvað hefði gerst ef þeir hefðu hitt betur í fyrri hálfleik. „Maður veit aldrei hvað hefði gerst og það er erfitt að segja ef þau hefði dottið í síðari hálfleik. Þau fóru að detta í síðari hálfleik og við komum okkur í stöðu til þess að vinna og það skiptir máli. Við höldum því áfram." „Við vorum harðir fyrir. Þýskaland eru þekktir fyrir að vera harðir fyrir og við erum harðari. Það sýndi sig kannski þegar við vorum aðeins byrjaðir að lemja á þeim og unnum okkur þannig inn í leikinn," segir Haukur og bætir við að hann hafi ekki áhyggjur af því að liðið nái ekki fullri orku fyrir leikinn gegn Ítalíu á morgun: „Nei, nei. Þetta var fyrsti leikurinn og við fáum nægan tíma til þess að safna orku fyrir morgundaginn. Síðan fáum við frí á mánudaginn svo við erum góðir," sagði Haukur Helgi að lokum.Jón Arnór Stefánsson skorar í leiknum í dag.Vísir/ValliJón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svektur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. „Maður er sár yfir því að tapa þessu. Ég er vonsvikinn að hafa ekki klárað þetta og er vonsvikinn út í sjálfan mig að hafa ekki sett þessi skot niður í lokin," sagði Jón Arnór í samtali við Vísi. Hann var ánægður með kaflann þegar Ísland saxaði á forskot heimamanna. „Við fengum þá góð skot, skotin sem við vildum. Við eyddum svakalegri orku í þennan leik og sögðum fyrir leikinn að við ættum séns í þennan leik." „Ég er vonsvikinn, en auðvitað er ég stoltur af því hvernig við börðumst. Ég var búinn að segja það í öðrum viðtölum að ég hef aldrei verið jafn stressaður fyrir neinn leik á ævinni eins og þennan." „Maður hefur alltaf verið með rútínu til að stjórna þessu, en hugleiðslan gekk greinilega ekki neitt." Jón Arnór segir að varnarleikurinn hafi verið algjörlega til fyrirmyndar. Liðið hafi barist til síðasta blóðdropa, en hefði jafnvel getað gert betur í sóknarleiknum. „Við vorum að stríða þeim mikið varnarlega. Þeir áttu í erfiðleikum með að fá auðveldar körfur og við börðumst eins og Íslendingar. Það er heppilegast." „Það er nátturlega gefið að þetta yrði erfitt, en fyrsti leikurinn er sénsinn aðeins meiri þegar hin liðin þekkja okkur kannski ekki vel. Maður veit aldrei. Ég held að þú þurfir að bera virðingu fyrir öllum liðunum í þessum riðli og þetta verða svona leikir." „Við fengum fullt af opnum færum og hefðum getað sett færin niður, en maður getur ekki hitt úr öllum skotunum. Við vorum auðvitað að gera fullt af mistökum líka, en hefðum kannski mátt nýta færin betur. „Það er mjög jákvætt að fá svona mörg opin skot og mér fannst við vera agressívir. Mér fannst við vera tilbúnir og þessi árs bið hefur gert okkur gott. Það var mikil orka í liðinu." Jón Arnór er leikreyndasti leikmaðurinn í hópnum og hefur spilað flestu leikina af öllum í hópnum á stóra sviðinu í stóru deildunum úti í heimi. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu vel hinir strákarnir í liðinu stóðu sig á stóra sviðinu. „Nei, alls ekki. Við erum með gott lið, við erum með gott körfuboltalið. Við erum litlir, en við vinnum það upp á annan hátt. Við erum bara góðir í körfubolta og fólk sá það hér í dag." „Ég þarf að fara í ísbað. Ég er að stífna upp hérna í þessu viðtali," sem lofaði þó að mæta til leiks á völlinn á morgun: „Já, ég mæti!," sagði Jón Arnór í leikslok.Hörður Axel Vilhjálmsson reyndi að troða yfir einn Þjóðverjann.Vísir/ValliHörður Axel: Við erum engir túristar í Berlín Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. Auk þess að skora 11 stig þá tók Hörður Axel 6 fráköst og stal 2 boltum af leikmönnum þýska liðsins. „Það svíður að hafa klikkað svona mikið á vítalínunni. Við komum okkur í góða stöðu til að hugsanlega vinna leikinn og við erum sáttir með það," sagði Hörður Axel. „Við gerðum ekki nóg og það er drullufúlt af því að okkur finnst við hafa átt skilið að vinna leikinn," sagði Hörður en íslenska liðið vann fjórða leikhlutann með tíu stigum og var næstum því búið að vinna upp forskot Þjóðverjanna. „Við sýndum seiglu og það að við munum halda áfram sama hvað. Við erum komnir á mótið til þess að láta hafa fyrir okkur og ætlum að gera eitthvað hérna. Við erum ekki komnir hingað bara til að vera með. Við erum engir túristar í Berlín," sagði Hörður Axel. „Auðvitað erum við sáttir með að sýna öllum það að við erum mættir en við erum dullufúlir með að hafa ekki unnið leikinn," sagði Hörður Axel. Hann var frábær í vörninni og grimmur í öllum sínum aðgerðum. „Já ég var alveg ánægður með minn leik. Ég er í stóru varnarhlutverki hér og það er mitt að setja svolítið tóninn. Ég er sáttur með vörnina mína en hún er yfirleitt alltaf til staðar. Ég hefði sem dæmi mátt skjóta betur á vítalínunni," sagði Hörður Axel. Hörður Axel klikkaði á 4 af 7 vítum sínum og íslenska liðið klikkaði alls á tíu vítum í leiknum. „Ég hugsa um þessi víti sem klikkuðu á leiðinni inn í klefa en svo ætla ég að gleyma þeim," sagði Hörður. En hvernig er orkan eftir erfiðan fyrsta leik. „Ég er góður enda búinn að vera í stanslausri meðhöndlun hjá frábærum sjúkraþjálfurum. Ég hef oft verið þreyttari en þetta. Nú er bara áfram gakk og næsti leikur á morgun," sagði Hörður Axel að lokum.Hlynur Bæringsson.Vísir/ValliHlynur Bæringsson: Menn fóru að þora meira í seinni hálfleik Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, átti erfitt uppdráttar framan af leik en kom gríðarlega sterkur inn í fjórða leikhlutann þegar íslenska liðið tapaði naumlega fyrir Þjóðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. „Við eigum erfitt með að komast upp að körfunni og erfitt með að klára. Tveggja stiga nýtingin okkar er örugglega ekki góð. Þetta batnaði samt þegar leið á leikinn og þá fóru menn að þora meira," sagði Hlynur. „Hörður Axel setti niður nokkrar körfur og kveikti svolítið í þessu hjá okkur," sagði Hlynur sem setti sjálfur niður þrjá þrista á lokakaflanum. „Það var gaman vegna þess hversu gekk illa í fyrri hálfleiknum. Það er ekki auðvelt að ná sér upp úr þannig holu. Það er ekki auðvelt að fara inn í seinni hálfleik eftir að hafa klikkað á fimm í röð og sérstaklega hérna. Ég er mjög ánægður með að hafa náð að hrista það af mér því það er ekki auðvelt andlega," sagði Hlynur og bætti við: „Ég vona nú að ég jafni þetta eitthvað það sem eftir lifir mótsins og hitti nú eitthvað fyrir innan þriggja stiga línuna. Það væri skemmtilegt," sagði Hlynur. „Þegar við vorum búnir að vinna upp muninn þá var þetta öðruvísi hjá okkur en það er búið að vera í gegnum tíðina. Við vorum að reyna að vinna leikinn og ég held að það hafi hjálpað okkur því það hefur oft loðað við okkur að vera sáttir með að tapa ekki illa á móti góðu liði," sagði Hlynur. „Við vorum það ekki núna því við fórum alla leið og vorum að reyna að vinna þetta þangað til að það voru tvær sekúndur eftir," sagði Hlynur. Tweets by @VisirEM2015 EM 2015 í Berlín Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. Íslenska körfuboltalandsliðið átti möguleika á sigri fram á lokasekúndurnar í sínum fyrsta leik á stórmóti. Heimamenn í Þýskalandi geta þakkað fyrir að íslenska liðið hitti ekki vel í leiknum. Þjóðverjarnir fóru næstum því á taugum í lokin eftir frábæran endakafla íslenska liðsins en íslensku strákarnir unnu lokaleikhlutann 22-12. Þjóðverjar sluppu með skrekkinn því íslenska liðið náði ekki að nýta ágæt tækifæri í lokin og stærsti hlutinn af Mercedens Benz höllinni andaði léttar. Íslensku áhorfendurnir fögnuðu líka sínum mönnum sem gáfust ekki upp og voru næstum því búnir að koma allir körfubolta-Evrópu mikið á óvart. Íslenska liðið spilaði flotta vörn allan leikinn og það var henni að þakka að liðið gat komið til baka þegar skotin fóru loksins að detta í seinni hálfleiknum. Jón Arnór Stefánsson átti frábæran leik og hélt lengstum uppi sóknarleiknum með því að skora 23 stig og gefa 5 stoðsendingar. Ekki slæm byrjun hjá honum í sínum fyrsta leik á EM. Fyrsti leikhlutinn var í járnum, en íslenska liðið lenti í smá þurrð á tímapunkti. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-14, Þjóðverjum í vil. Heimamenn stigu hins vegar aðeins á bensíngjöfina í öðrum leikhluta og þegar honum var lokið leiddu þeir með fimmtán stiga mun, 41-26. Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson skoruðu 19 af 26 stigum Íslands í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar virtust ætla að gera út um leikinn í þriðja leikhluta, en staðan eftir þriðja leikhlutann, 59-43, Þjóðverjum í vil. Eljan í íslenska liðinu var mögnuð. Þeir gáfust ekki upp og þegar rúmar tvær mínútur voru eftir var munurinn sex stig, 69-63. Þjóðverjar náðu þó á lokakaflanum að sigla sigrinum í hús, en lokatölur 71-65. Strákarnir geta þó borið höfuðið eftir magnaða frammistöðu gegn einu af bestu liðum í heimi. Þeir voru inni í leiknum allt fram á síðustu sekúndu.Atkvæðamestir hjá Íslandi á móti Þjóðverjum: Jón Arnór Stefánsson 23 stig, 5 stoðsendingar Hlynur Bæringsson 12 stig, 8 fráköst, hitti úr 4 af 7 þriggja stiga skotum Haukur Helgi Pálsson 12 stig Hörður Axel Vilhjálmsson 11 stig, 6 fráköst, 2 stolnir Martin Hermannsson 3 stig, 2 stolnir Logi Gunnarsson 2 stig Jakob Örn Sigurðarson 2 stig Pavel Ermolinskij 6 fráköstJón Arnór hitti úr 5 af 5 vítum sínum í leiknum en restin af íslenska liðinu nýtti aðeins 7 af 17 skotum af vítalínunni.Ísland hitti úr 14 af 30 skotum sínum í seinni hálfleik (47 prósent) eftir að hafa aðeins nýtt 28 prósent skora sinna í fyrri hálfleik (9 af 32).Logi Gunnarsson.Vísir/ValliLogi Gunnarsson: Hefðum alveg getað stolið þessum leik Logi Gunnarsson hitti ekki vel á afmælisdaginn og varð að sætta sig við naumt tap á móti Þjóðverjum en hann gaf engu að síður allt sitt inn á vellinum og allir í íslenska liðinu. „Ef við hefðum hitt úr réttum skotunum á réttum tíma þá hefðum við alveg getað stolið þessum leik og unnið sigur í fyrsta leik," sagði Logi eftir leikinn í Mercedes Benz höllinni í dag. „Ég er mjög sáttur með spilamennskuna og vörnin er náttúrulega frábær hjá okkur. Það er ástæða fyrir því að við erum hérna," segir Logi. Það var enginn leikamaður íslenska liðsins með stjörnur í augum. „Við eigum ekki að horfa á hinar stórstjörnurnar og vera hrifnir af þeim. Við vitum að við erum góðir körfuboltamenn og það er ástæða fyrir því að við erum hérna. Ég er mjög sáttur með leikinn í kvöld," sagði Logi. „Við berjumst alltaf eins og hundar og erum á fullu. Svona stórt og mikið lið eins og Þjóðverjar eru með finnst ekkert þægilegt að vera með litla titti í kringum sig að ýta sér. Þeir fóru að tapa boltanum og við keyrðum í bakið á þeim og fengum þrista," sagði Logi. „Þannig eigum við að spila og þannig munum við spila áfram í næstu leikjum. Ef við getum spilað á móti þessu liði þá getum við spilað á móti hvaða liði sem er og stolið sigri," sagði Logi. Hann segir að liðið fari óhrætt inn í næstu leiki. „Við getum spilað á móti bestu liðunum í Evrópu. Við byggjum á þessu og förum í leikinn á morgun til að bæta við og spila áfram þennan bolta. Núna er sviðsskrekkurinn aðeins farinn úr okkur þó að hann hafi ekki verið mikill því við vorum bara spenntir," sagði Logi að lokum.Haukur að dekka Dirk Nowitzki.Vísir/ValliHaukur Helgi: Hugsaði að við værum að fara taka þennan leik Haukur Helgi Pálssn, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, var svekktur, en stoltur af strákunum okkar í leikslok. Ísland tapaði fyrir Þýskalandi 71-65 í fyrsta leik Ísland á Eurobasket. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég er ánægður, en samt svekktur," voru fyrstu viðbrögð Hauks Helga í samtali við blaðamann Vísis í Berlín. „Við vorum mjög nálægt þessu og mér fannst við virkilega geta unnið þetta. Sérstaklega þegar við fórum að spila okkar leik." „Við bættum aðeins í hraðann og byrjuðum að hitta vel. Þá hugsaði ég bara að við værum að fara taka þennan leik, leiðinlegt að tapa svona, en við sýndum hversu megnugir við erum og við sýndum að við erum ekkert hérna til að gefast upp." Haukur segir að þetta gefi góð fyrirheit fyrir mótið og þeir ætli sér í hvern einasta leik til að vinna - ekki bara vera með. „Já klárlega. Við ætluðum að koma hérna og sjokkera alla sem eru að horfa á þetta. Að litla Ísland eigi ekki að vera hérna - við eigum fyllilega skilið að vera hér. Við sýndum það og sönnuðum." Íslenska liðið hitti ekki vel í fyrri hálfleik, en Haukur Helgi að segir að það sé erfitt fyrir að segja hvað hefði gerst ef þeir hefðu hitt betur í fyrri hálfleik. „Maður veit aldrei hvað hefði gerst og það er erfitt að segja ef þau hefði dottið í síðari hálfleik. Þau fóru að detta í síðari hálfleik og við komum okkur í stöðu til þess að vinna og það skiptir máli. Við höldum því áfram." „Við vorum harðir fyrir. Þýskaland eru þekktir fyrir að vera harðir fyrir og við erum harðari. Það sýndi sig kannski þegar við vorum aðeins byrjaðir að lemja á þeim og unnum okkur þannig inn í leikinn," segir Haukur og bætir við að hann hafi ekki áhyggjur af því að liðið nái ekki fullri orku fyrir leikinn gegn Ítalíu á morgun: „Nei, nei. Þetta var fyrsti leikurinn og við fáum nægan tíma til þess að safna orku fyrir morgundaginn. Síðan fáum við frí á mánudaginn svo við erum góðir," sagði Haukur Helgi að lokum.Jón Arnór Stefánsson skorar í leiknum í dag.Vísir/ValliJón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svektur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. „Maður er sár yfir því að tapa þessu. Ég er vonsvikinn að hafa ekki klárað þetta og er vonsvikinn út í sjálfan mig að hafa ekki sett þessi skot niður í lokin," sagði Jón Arnór í samtali við Vísi. Hann var ánægður með kaflann þegar Ísland saxaði á forskot heimamanna. „Við fengum þá góð skot, skotin sem við vildum. Við eyddum svakalegri orku í þennan leik og sögðum fyrir leikinn að við ættum séns í þennan leik." „Ég er vonsvikinn, en auðvitað er ég stoltur af því hvernig við börðumst. Ég var búinn að segja það í öðrum viðtölum að ég hef aldrei verið jafn stressaður fyrir neinn leik á ævinni eins og þennan." „Maður hefur alltaf verið með rútínu til að stjórna þessu, en hugleiðslan gekk greinilega ekki neitt." Jón Arnór segir að varnarleikurinn hafi verið algjörlega til fyrirmyndar. Liðið hafi barist til síðasta blóðdropa, en hefði jafnvel getað gert betur í sóknarleiknum. „Við vorum að stríða þeim mikið varnarlega. Þeir áttu í erfiðleikum með að fá auðveldar körfur og við börðumst eins og Íslendingar. Það er heppilegast." „Það er nátturlega gefið að þetta yrði erfitt, en fyrsti leikurinn er sénsinn aðeins meiri þegar hin liðin þekkja okkur kannski ekki vel. Maður veit aldrei. Ég held að þú þurfir að bera virðingu fyrir öllum liðunum í þessum riðli og þetta verða svona leikir." „Við fengum fullt af opnum færum og hefðum getað sett færin niður, en maður getur ekki hitt úr öllum skotunum. Við vorum auðvitað að gera fullt af mistökum líka, en hefðum kannski mátt nýta færin betur. „Það er mjög jákvætt að fá svona mörg opin skot og mér fannst við vera agressívir. Mér fannst við vera tilbúnir og þessi árs bið hefur gert okkur gott. Það var mikil orka í liðinu." Jón Arnór er leikreyndasti leikmaðurinn í hópnum og hefur spilað flestu leikina af öllum í hópnum á stóra sviðinu í stóru deildunum úti í heimi. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu vel hinir strákarnir í liðinu stóðu sig á stóra sviðinu. „Nei, alls ekki. Við erum með gott lið, við erum með gott körfuboltalið. Við erum litlir, en við vinnum það upp á annan hátt. Við erum bara góðir í körfubolta og fólk sá það hér í dag." „Ég þarf að fara í ísbað. Ég er að stífna upp hérna í þessu viðtali," sem lofaði þó að mæta til leiks á völlinn á morgun: „Já, ég mæti!," sagði Jón Arnór í leikslok.Hörður Axel Vilhjálmsson reyndi að troða yfir einn Þjóðverjann.Vísir/ValliHörður Axel: Við erum engir túristar í Berlín Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. Auk þess að skora 11 stig þá tók Hörður Axel 6 fráköst og stal 2 boltum af leikmönnum þýska liðsins. „Það svíður að hafa klikkað svona mikið á vítalínunni. Við komum okkur í góða stöðu til að hugsanlega vinna leikinn og við erum sáttir með það," sagði Hörður Axel. „Við gerðum ekki nóg og það er drullufúlt af því að okkur finnst við hafa átt skilið að vinna leikinn," sagði Hörður en íslenska liðið vann fjórða leikhlutann með tíu stigum og var næstum því búið að vinna upp forskot Þjóðverjanna. „Við sýndum seiglu og það að við munum halda áfram sama hvað. Við erum komnir á mótið til þess að láta hafa fyrir okkur og ætlum að gera eitthvað hérna. Við erum ekki komnir hingað bara til að vera með. Við erum engir túristar í Berlín," sagði Hörður Axel. „Auðvitað erum við sáttir með að sýna öllum það að við erum mættir en við erum dullufúlir með að hafa ekki unnið leikinn," sagði Hörður Axel. Hann var frábær í vörninni og grimmur í öllum sínum aðgerðum. „Já ég var alveg ánægður með minn leik. Ég er í stóru varnarhlutverki hér og það er mitt að setja svolítið tóninn. Ég er sáttur með vörnina mína en hún er yfirleitt alltaf til staðar. Ég hefði sem dæmi mátt skjóta betur á vítalínunni," sagði Hörður Axel. Hörður Axel klikkaði á 4 af 7 vítum sínum og íslenska liðið klikkaði alls á tíu vítum í leiknum. „Ég hugsa um þessi víti sem klikkuðu á leiðinni inn í klefa en svo ætla ég að gleyma þeim," sagði Hörður. En hvernig er orkan eftir erfiðan fyrsta leik. „Ég er góður enda búinn að vera í stanslausri meðhöndlun hjá frábærum sjúkraþjálfurum. Ég hef oft verið þreyttari en þetta. Nú er bara áfram gakk og næsti leikur á morgun," sagði Hörður Axel að lokum.Hlynur Bæringsson.Vísir/ValliHlynur Bæringsson: Menn fóru að þora meira í seinni hálfleik Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, átti erfitt uppdráttar framan af leik en kom gríðarlega sterkur inn í fjórða leikhlutann þegar íslenska liðið tapaði naumlega fyrir Þjóðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. „Við eigum erfitt með að komast upp að körfunni og erfitt með að klára. Tveggja stiga nýtingin okkar er örugglega ekki góð. Þetta batnaði samt þegar leið á leikinn og þá fóru menn að þora meira," sagði Hlynur. „Hörður Axel setti niður nokkrar körfur og kveikti svolítið í þessu hjá okkur," sagði Hlynur sem setti sjálfur niður þrjá þrista á lokakaflanum. „Það var gaman vegna þess hversu gekk illa í fyrri hálfleiknum. Það er ekki auðvelt að ná sér upp úr þannig holu. Það er ekki auðvelt að fara inn í seinni hálfleik eftir að hafa klikkað á fimm í röð og sérstaklega hérna. Ég er mjög ánægður með að hafa náð að hrista það af mér því það er ekki auðvelt andlega," sagði Hlynur og bætti við: „Ég vona nú að ég jafni þetta eitthvað það sem eftir lifir mótsins og hitti nú eitthvað fyrir innan þriggja stiga línuna. Það væri skemmtilegt," sagði Hlynur. „Þegar við vorum búnir að vinna upp muninn þá var þetta öðruvísi hjá okkur en það er búið að vera í gegnum tíðina. Við vorum að reyna að vinna leikinn og ég held að það hafi hjálpað okkur því það hefur oft loðað við okkur að vera sáttir með að tapa ekki illa á móti góðu liði," sagði Hlynur. „Við vorum það ekki núna því við fórum alla leið og vorum að reyna að vinna þetta þangað til að það voru tvær sekúndur eftir," sagði Hlynur. Tweets by @VisirEM2015
EM 2015 í Berlín Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira