24 punda hængur úr Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 4. september 2015 13:35 Þórarinn Kristjánsson með 24 punda laxinn úr Víðidalsá Mynd: Jóhann K. Jóhannsson Við höfum aðeins tiplað á því að núna er besti tíminn fyrir stóru hausthængana og nú þegar hafa nokkrir slíkir höfðingjar tekið flugur veiðimanna. Fréttir af stórlöxum á haustin koma gjarnan úr sömu áttinni og oftar en ekki eru þetta ár eins og Miðfjarðará, Vatnsdalsá, Laxá í Aðaldal, Hrútafjarðará og Víðidalsá, bara svo nokkrar séu nefndar, sem gefa árlega laxa um og yfir 100 sm eða 20 pund eða stærri. Þórarinn Kristjánsson er við veiðar í ánni ásamt Jóhanni félaga sínum og setti Þórarinn í sannkallað tröll í veiðistaðnum Ármót í fyrradag. Laxinn var mældur 101 sm að lengd og vó 24 pund í háfnum. Þetta er einn af stærstu löxum sumarsins í Víðidalsá og víðar en besti tíminn er framundan til að setja í þessa stórlaxa svo við eigum nokkuð örugglega eftir að heyra af fleiri stórfiskum í haust. Þess má geta að laxinn tók Blue Charm númer #14 sem sannar enn og aftur að ekki þarf stórar flugur til að setja í stóra laxa, þvert á móti koma þessar laxar iðullega á smáar flugur. Mest lesið Mikið af laxi á Iðu Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði
Við höfum aðeins tiplað á því að núna er besti tíminn fyrir stóru hausthængana og nú þegar hafa nokkrir slíkir höfðingjar tekið flugur veiðimanna. Fréttir af stórlöxum á haustin koma gjarnan úr sömu áttinni og oftar en ekki eru þetta ár eins og Miðfjarðará, Vatnsdalsá, Laxá í Aðaldal, Hrútafjarðará og Víðidalsá, bara svo nokkrar séu nefndar, sem gefa árlega laxa um og yfir 100 sm eða 20 pund eða stærri. Þórarinn Kristjánsson er við veiðar í ánni ásamt Jóhanni félaga sínum og setti Þórarinn í sannkallað tröll í veiðistaðnum Ármót í fyrradag. Laxinn var mældur 101 sm að lengd og vó 24 pund í háfnum. Þetta er einn af stærstu löxum sumarsins í Víðidalsá og víðar en besti tíminn er framundan til að setja í þessa stórlaxa svo við eigum nokkuð örugglega eftir að heyra af fleiri stórfiskum í haust. Þess má geta að laxinn tók Blue Charm númer #14 sem sannar enn og aftur að ekki þarf stórar flugur til að setja í stóra laxa, þvert á móti koma þessar laxar iðullega á smáar flugur.
Mest lesið Mikið af laxi á Iðu Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði